Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 51
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 105 Nákvæm magngreining á utanfrumuhvarfefnum í efnaskiptaferlum frumna Giuseppe Paglia1, Sigrún Hrafnsdóttir1, Steinunn Thorlacius', Maike Aurich1, uernhard Ö. Pálsson1-2, Ines Thiele1 hcrfislíffræðisetri HÍ, 2Dept. of Bioengineering University of Califomia, San Diego 9paglia@hi.is Inngangur: Lykilatriði í rannsóknum á efnaskiptum (metabolomics) er að geta magnmælt nákvæmlega fjölda þekktra hvarfefna í sama sýninu. Með notkun vökva súluskiljunar undir háþrýstingi tengdri massagreini (Ultra Performance Liquid Chromatography Quadrupole-Time of Flight-Mass Spectrometry; UPLC-Q-ToF-MS) er unnt í einu og sama sýninu að sundurgreina og magnmæla fjölda efna svo sem amínósýrur, asetýl amínósýrur, lífrænar sýrur, sykrur, púrín, pírímídin, vítamín og nukleósíð. Efniviður og aðferðir: Aðferðin byggir á súluskiljun með skautuðu amíð stoðefni, sem aðskilur vatnsleysanleg hvarfefni (metabolite) mun betur en hefðbundin háþrýstivökvaskiljun með óskautuðum stöðufasa. Því næst er gerð massagreing í Q-ToF massagreini. Efnin eru auðkennd út há nákvæmum massa þeirra ásamt árekstrarniðurbrotsaðferð (collision ‘nduced dissociation - CID). hJiðurstöður: Til að magnmæla efnin voru gerðir kvörðunarferlar fyrir 50 staðalefni, þar sem fylgnistuðlar (R2) mældust frá 0,967-0,999. Ályktanir: Hægt er að nota UPLC-Q-ToF-MS aðferðina til að fylgjast rtleð upptöku og seytun efna í frumuræktum. Við höfum meðal annars notað þessa aðferð til að greina utanfrumuhvarfefni frá tveimur hráðahvítblæðis frumulínum sem voru meðhöndlaðar með beinum (A- 769552) og óbeinum (AICAR) AMPK virkjum. E 106 Notkun tölvulíkans í þeim tilgangi að uppgötva áður ókunn efnahvörf í efnaskiptaferlum mannslíkamans É'har Rolfsson, Bernhard Ö. Pálsson, Ines Thiele Kerfislíffræaisetri HÍ o ttarh&hi.is ^nngangur: Kerfislíffræði er tiltölulega ný fræðigrein þar sem líffræðileg S°gn, til dæmis DNA og RNA raðgreiningargögn, eru nýtt til að útbúa °g/eða betrumbæta tölvulíkön af lífeðlisfræðilegum ferlum, til dæmis efnaskiptaferlum. Tölvulíkönin eru gagnvirk og geta meðal annars nýst við að segja til um áhrif umhverfisaðstæðna eða stökkbreytinga á hfeðlisfræðileg ferli eða á birtingarform sjúkdóma. Einn meginkostur sEkra tölvulíkana er sú heildarmynd sem fæst á viðkomandi ferli sem sfðan nýtist í aukinni þekkingarsköpun. Efniviður og aðferðir: RECON1 er tölvulíkan af öllum efnaskiptaferlum niannslíkamans. Það samanstendur af rúmlega 3400 efnahvörfum, hvarfefnum og er yfirgripsmesta tölvulíkan sinnar tegundar. Vlð notuðumst við RECON 1 til þess að auðkenna 110 hvarfefni í efnaskiptaferlum mannsins sem ekki er vitað hvernig myndast eða \ að verður um (dead-end metabolites). Við nýttum síðan tölvuforritið hllLEY til þess að koma með tilgátur um hvaða efnahvörf úr Sagnabankanum KEGG þyrfti að bæta við RECON 1 til að útskýra ýndun eða nýtingu áðurnefndra hvarfefna. Á þennan máta Euguðum við hvaða efnahvörf í manninum eru illa skilgreind, í hvaða , naskiptaferlum þau eiga sér stað og hvernig hægt væri útskýra tilvist Þeirra í mannslíkamanum. Við skoðuðum síðan SMILEY tilgáturnar eð tilliti til hversu líklegt það væri að þau eigi sér stað í manninum ^eð sarnanburðar erfðafræðilegri aðferðafræði (comparative genomics). ðurstöður: Á þennan máta tókst okkur á útbúa lista yfir efnahvörf sem líklegt er að eigi sér stað í mannslíkamanum. Við vinnum nú að því að staðfesta tilvist þessara hvarfa með hefðbundnum lífefnafræðirannsóknum. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna fram á hvernig hægt er að styðjast við tölvulíkön og hálf sjálfvirkar aðferðir til að auka vitneskju um efnaskiptaferli mannsins. E 107 Hegðun slímlags ex vivo skoðað í smásjá Hákon Hrafn Sigurðsson Lyfjafræðideild HÍ hhs@hi.is Inngangur: Stjórnuð lyfjagjöf á slímhimnur er og hefur verið mikið rannsökuð. Lyfjaform á slímhimnur eiga það sameiginlegt að vera hönnuð með aukna viðveru lyfs á himnunni í huga. Grunnur lyfjaformanna eru langar fjölliðukeðjur eða net með slímhimnuviðloðandi eiginleika. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til þess að nanóagnir eigi greiðari leið að undirliggjandi vef heldur en lyf úr þessum hefðbundnu lyfjaformum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna og bera saman hreyfanleika nanóagna og míkróagna í slími. Einnig að kanna áhrif ýmissa efna á hreyfieiginleika slíms. Efniviður og aðferðir: Vélinda úr 18 daga gömlu kjúklingafóstri er komið fyrir í rakastýrðu hólfi mettuðu með Locke-Ringer lausn. Flúrljómandi latex-nanóögnum dreifðum í lausn með mismunandi efnum (meðal annars fjölsykrum úr sölvum) er skolað niður vélindað áður. Vélindað er svo skorið upp endilangt og kolaögnum (míkróögnum) er dreift yfir og hólfið svo Iokað og sett í smásjá og fylgst með hreyfingum agnanna í 2-30 mínútur á mismunandi stöðum í vélindanu. Niðurstöður: Smásjárskoðanir sýndu mun meiri hreyfingu á nanóögnum heldur en á kolaögnum sem virtust sitja fastar í slímnetinu. Fjölsykrur úr sölvum virtust draga úr hreyfingu slímsins. Önnur þekkt efni höfuð fyrirsjáanleg áhrif á slímið. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að nanóagnir séu jafnvel hentugri til að koma lyfjum í gegnum slímlag að slímhimnu heldur en hefðbundin slímhimnuviðloðandi lyfjaflutningskerfi sem byggjast á fjölliðum. E 108 Samanburður á getu þorskatrypsína og nautatrypsína við að brjóta niður prótein í náttúrlegri myndbyggingu Bjarki Stefánsson1, Jón Bragi Bjamason1-2, Ágústa Guðmundsdóttir1-3 'Raunvísindastofnun, 2verkfræði- og náttúruvísindasviði, 3matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviði HÍ bjarkis@hi.is Inngangur: Trypsín úr Atlantshafsþorski eru kuldaaðlöguð prótein- kljúfandi ensím sem hafa mikla virkni samkvæmt hraðafræðilegum mælingum með litlum hvarfefnum. Möguleg not þessara ensíma í iðnaði, snyrtivörur og læknisfræðilegum tilgangi byggja meðal annars á getu þeirra við að brjóta niður prótein í sinni náttúruleg mynd. í þessari rannsókn var benzamidín hreinsuð blanda trypsína úr Atlantshafsþorski skilgreind og geta þeirra borin saman við getu nautatrypsíns við að brjóta niður prótein í náttúrulegri myndbyggingu. Efniviður og aðferðir: Þorskatrypsín (ensímtækni) var skilgreint með tvívíðum geljum og með jónaskiptasúlu (MonoQ). Trypsín af jónaskiptasúlu voru keyrð á geli og síðan skoðuð með massagreini (MALDI-TOF). Niðurbrotsmælingar voru gerðar á fjórum hvarfefnum (lysozyme, Iactoferrin, myoglobin og bovine serum albumin) við þrjú mismunandi hitastig (4°C, 25°C og 37°C). Niðurbrotsafurðinar voru LÆKNAblaðið 2011/97 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.