Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 70
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 165 Reynsla ungs fólks af þjónustu er lýtur að greinlngu og meðferð á kynsjúkdómum Jenný Guðmundsdóttir1, Sóley S. Benderu ‘Landspítala, 2hjúkrunarfræðideitd HÍ ssb@hi.is Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að það eru margvíslegir þættir sem skipta ungt fólk máli þegar leitað er eftir kynheilbrigðisþjónustu. Þessi rannsókn sem framkvæmd var árið 2007 er fyrsta sinnar tegundar hér á landi sem skoðar viðhorf og reynslu ungs fólks af þjónustu er varðar greiningu og meðferð við kynsjúkdómum. Efniviður og aðferðir: Tekin voru eigindleg viðtöl við átta einstaklinga, sjö stelpur og einn strák sem voru á aldrinum 17-23 ára. Þátttakendur voru valdir af handahófl úr hópi 34 einstaklinga sem gáfu kost á sér í viðtal þegar þeir mættu á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum. Viðtölin voru skráð frá orði til orðs og þau greind í þemu. Niðurstöður: I Ijós komu fjögur meginþemu sem voru: að komast á staðinn; ótti við greiningu; hreinsunareldurinn og óskalistinn. Niðurstöður sýndu að ungt fólk ætti erfitt með að hringja inn og panta tíma en mætti að jafnaði þægilegu viðmóti. Það er ánægt með staðsetningu deildarinnar og hversu vel hún er falin. Það er að mörgu leyti óþægilegt fyrir unga fólkið að koma á deildina því það vill í raun ekki vera þama. Það óttast að aðrir komist að því og er áhyggjufullt að fá greiningu. Upplifun þess af heilbrigðisstarfsfólk er yfirleitt góð en það vill gjarnan fá meiri fræðslu og finnst erfitt að nálgast niðurstöður úr rannsóknum sfnum. Ungt fólk hefur margar hugmyndir um það hvernig ætti að breyta þjónustunni og aðgengi að henni. Alyktanir: Það er heilmikið átak fyrir ungt fólk að fara á göngudeild húð- og kynsjúkdóma og að fara í gegnum þjónustuferlið þar. Niðurstöður endurspegla mikilvægi þess að skipuleggja opnunartíma, tímapantanir og upplýsingar um niðurstöður betur, veita betri fræðslu og auglýsa deildina meira en gert hefur verið. E 166 Slímvefjaræxli í hjarta á íslandi Hannes Sigurjónsson', Karl Andersen2-7, Maríanna Garðarsdóttir3, Vigdís Pétursdóttir*, Guðmundur Klemenzson5, Gunnar Þór Gunnarsson67, Ragnar Danielsen2, Tómas Guðbjartsson17 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild ,3myndgreiningardeild, 4meinafræðideild, 'svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 6Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 7læknadeild HÍ hannes@iandspitaii.is Inngangur: Slímvefjaræxli (myxoma) eru algengustu æxlin sem upprunnin eru í hjarta. Þetta eru góðkynja æxli sem vaxa staðbundið og valda oft fjölbreytilegum einkennum, meðal annars stíflu/leka á míturloku og blóðreka. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi slímvefjaræxla hér á landi og kanna árangur skurðaðgerða við þeim. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga sem greindust með slímvefjaræxli á íslandi frá því hjartaaðgerðir hófust í júní 1986 og fram til dagsins í dag. Sjúklingar voru fundnir eftir þremur leiðum, meinafræði- og hjartaómunarskrá- og vélindaómskrá frá skurðstofu Landspítala. Niðurstöður: Alls greindust níu tilfelli, þrír karlar og sex konur, með meðalaldur 60,7 ár (bil 37-85). Aldursstaðlað nýgengi var 0,12 á hverja 100.000 íbúa/ári (95% CI: 0,05-0,22). Átta æxli voru staðsett í vinstri gátt og eitt í hægri gátt. Meðalstærð æxlanna var 3,6 cm (bil 1,5-7 cm). Mæði (n=5) og heilablóðfall vegna reks (n=2) voru algengustu einkennin. Átta tilfelli greindust við hjartaómun og eitt fyrir tilviljun á tölvusneiðmynd af kransæðum. Allir sjúklingarnir fóru í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Meðalaðgerðartími var 236 mín. og allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina og útskrifuðust heim. Fylgikvillar voru minniháttar, oftast gáttatif (n=4). Legutími var 30 dagar (miðgildi), þar af einn dagur á gjörgæslu. í mars 2009 voru sjö sjúklingar af níu á lífi, allir við góða heilsu og án teikna um endurtekið slímvefjaræxli. Ályktanir: Einkenni, greining og nýgengi slímvefjaræxla á íslandi eru svipuð og í erlendum rannsóknum. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta rannsóknin á slímvefjaræxlum að ræða sem nær til heillar þjóðar og þar sem reiknað er út lýðgrundað nýgengi. E 167 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi 2002-2006 Hannes Sigurjónsson1, Sólveig Helgadóttir2, Sæmundur J. Oddsson1, Martin Ingi Sigurðsson1, Þórarinn Amórsson1, Tómas Guðbjartsson1-2 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 'læknadeild HÍ hannes@iandspitaii.is Inngangur: Hátt í 4000 kransæðahjáveituaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar hér á landi. I flestum tilvikum hefur verið notast við hjarta- og lungnavél (CABG) en á síðasta áratug hafa margar aðgerðanna verið gerðar á sláandi hjarta (OPCAB). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga (n=720) sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi árin 2002-2006. Sjúklingum sem gengust undir aðrar aðgerðir samtímis, t.d. lokuaðgerð, var sleppt. Bornir voru saman fylgikvillar og dánartíðni (<30 d.) í CABG-hópi (n=513), og OPCAB-hópi (n=207), og notuð til þess bæði ein- og fjölþáttagreining. Niðurstöður: Áhættuþættir voru mjög sambærilegir fyrir báða hópa, m.a. aldur, líkamsþyngdarstuðull, fjöldi æðatenginga (2,8) og EuroSCORE (4,8). Aðgerðir á sláandi hjarta tóku lengri tíma (222 vs. 197 mín., p<0,001) og blæðing var aukin samanborið við hefðbundna aðgerð og munaði 274 ml (p<0,001). Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga og blóðgjafir voru heldur hærri í CABG-hópnum og CK-MB mældist hærra (43,4 á móti 36,3 pg/L, p<0,05). Aftur á móti var tíðni gáttatifs (53%) og heilablóðfalls (2%) sambærileg í báðum hópum, einnig legutími (12 dagar) og dánartíðni innan við 30 dagar (3% á móti 4%). f fjölþáttagreiningu hafði tegund aðgerðar ekki forspárgildi fyrir dánartíðni innan við 30 daga en það gerðu EuroSCORE, blóðfitulækkandi lyf og magn blóðgjafar sem voru sjálfstæðir forspárþættir. Línuleg aðhvarfsgreining sýndi að tegund aðgerðar, líkamsþyngdarstuðull og fjöldi æðatenginga voru sjálfstæðir áhættuþættir aukinnar blæðingar. Ályktun: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi er góður (3,2% dánir <30 daga) og sambærilegur við stærri hjartaskurðdeildir erlendis. Þetta á við um bæði hefðbundnar aðgerðir og aðgerðir á sláandi hjarta. í þessari óslembuðu rannsókn reyndist þó blæðing aukin eftir aðgerðir á sláandi hjarta en tíðni hjartadreps hins vegar lægri. E 168 Tengsl offitu við snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða Sæmundur J. Oddsson', Hannes Sigurjónsson1, Sólveig Helgadóttir1, Martin Ingi Sigurðsson1, Þórarinn Arnórsson1, Tómas Guðbjartsson1-2 lHjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 21æknadeild HÍ saemiodds@hotmail. com Inngangur: Offita hefur verið talin auka tíðni fylgikvilla eftir ýmsar skurðaðgerðir, þar á meðal opnar hjartaaðgerðir. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að tengsl offitu og fylgikvilla sé flóknara en áður var 70 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.