Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 28
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 32 Stærð nýrnafrumukrabbameina, líkur á meinvörpum og lífshorfur Jóhann P. Ingimarsson1, Sverrir Haröarson11, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson1, Guðmundur V. Einarsson1, Tómas Guðbjartsson’ 'Þvagfæraskurðdeild, ’rannsóknastofu í meinafræði, ’skurðsviði Landspítala, 4læknadeild HÍ tomasgud@landspitali.is Inngangur: Sífellt fleiri nýrnafrumukrabbamein greinast fyrir tilviljun og mörg þeirra eru smá (<4 cm). Oftast er mælt með brottnámi þessara æxla. Sumir hafa þó hallast að virku eftirliti (active surveillance), einkum hjá eldri sjúklingum og þeim sem síður eru taldir þola aðgerð. Slíkt eftirlit hefur verið byggt á þeim forsendum að smærri æxlin hafi aðra klíníska hegðun en þau stærri og meinverpist síður. Tilgangur rannsóknarirtnar var að kanna áhrif stærðar nýmafrumukrabbameins á tíðni meinvarpa við greiningu og lífshorfur sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 791 sjúklingi með nýrnafrumukrabbamein á fslandi 1971-2005. Aðeins voru tekin með tilfelli þar sem greining var staðfest með vefjasýni og stærð æxlis lá fyrir. Öll sýni vom endurskoðuð og TNM-kerfi notað við stigun. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Fjölbreytugreining var notuð til að meta áhrif stærðar á tíðni meinvarpa og lífshorfur (sjúkdóma sértækar). Niðurstöður: Af sjúklingum höfðu 28% meinvörp og jókst tíðni þeirra marktækt með vaxandi æxlisstærð; eða frá 9% fyrir æxli <4 cm í 48% fyrir æxli >11 cm. Fimm ára lífshorfur versnuðu marktækt með aukinni stærð, eða úr 86% fyrir æxli <4 cm í 35% fyrir >11 cm æxli (p<0,001). Við fjölþáttagreiningu reyndist stærð marktækur sjálfstæður forspárþáttur, bæði fyrir meinvörpum við greiningu (OR 1,08, p=0,01) og Iífshorfum (OR 1,09, p<0,01), þótt leiðrétt hafi verið fyrir TNM stigi (OR=2,58, p<0,01). Ályktanir: Eftir því sem nýmafrumukrabbamein em stærri aukast líkur á meinvörpum og lífshorfur skerðast. Þessi áhrif stærðar bætast við forspárgildi TNM stigs sem er langsterkasti forspárþátturinn. Æxli <4 cm geta meinverpst, eða í 9% tilfella, og fimm ára sjúkdómasértækar lífshorfur eru 86%. Þetta ber að hafa í huga þegar íhugað er virkt eftirlit í stað brottnáms þessara æxla. E 33 Bráður nýrnaskaði á gjörgæsludeildum Landspítalans samkvæmt RIFLE skilmerkjum íris Ösp Vésteinsdóttir1, Kristinn Sigvaldason2, Ólafur Skúli Indriðason’, Gísli H. Sigurösson12 'Læknadeild HÍ, ’svæfinga- og gjörgæsludeild, ’meltinga- og nýrnadeild Landspítala gislihs@landspitali.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði (acute kidney injury) er algengt vandamál hjá gjörgæslusjúklingum sem veldur verulegri aukningu á dánartíðni þeirra. Fram að þessu hafa rannsóknir verið ómarkvissar þar sem ekki hefur verið alþjóðleg samstaða um skilgreiningu ástandsins. Nýlega náðist sátt um alþjóðlegan staðal, svonefnd RIFLE skilmerki og er því nú hægt að bera saman niðurstöður rannsókna milli landa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi og eðli bráðs nýrnaskaða hjá fullorðnum sjúklingum á gjörgæsludeildum Landspítala. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var allir sjúklingar 18 ára og eldri sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítala árið 2007. Leitað var að s-kreatínín grunngildi í gagnagrunni Landspítalans og hjá heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar. Reiknað var út frá RIFLE skilmerkjum hvort sjúklingur fékk bráðan nýrnaskaða eða ekki. 28 LÆKNAblaöið 2011/97 Sjúkraskrár voru skoðaðar með tilliti til orsaka og meðferðar bráðs nýrnaskaða. Niðurstöður: Alls voru 1.026 sjúklingar 18 ára og eldri lagðir inn á gjörgæsludeildir Landspítala á árinu (meðalaldur 60,6 ár (±17,8), karlar 61,1%). Þar af var 231 (22,5%) með bráðan nýrnaskaða samkvæmt RIFLE skilmerkjum. Meðalaldur þeirra sem hlutu bráðan nýrnaskaða var 67,0 (±16,0) ár á móti 58,7 (±18,0) ár hjá þeim sem ekki hlutu bráðan nýrnaskaða (p<0,001). Sjúklingar með nýmaskaða dvöldu að meðaltali 8,3 (±13,1) daga á gjörgæslu en sjúklingar án nýrnaskaða dvöldu 3,2 (±4,0) daga (p<0,001). Spítaladánartíðni hópsins með nýrnaskaða var 40,7% samanborið við 9,1% hjá þeim sem ekki hlutu nýrnaskaða. Ályktanir: Algengi bráðs nýrnaskaða á gjörgæsludeildum Landspítala var 23% sem er marktækt lægri tíðni en í nýlegum erlendum rannsóknum. Dánartíðni þeirra sjúklinga sem fá bráðan nýmaskaða er þó sambærileg hér og erlendis. E 34 Samanburður á CKD-EPI og MDRD jöfnum við útreikning á gaukulsíunarhraða og mat á algengi langvinns nýrnasjúkdóms á íslandi Sverrir I. Gunnarsson1, Runólfur Pálsson1-4, Gunnar Sigurðsson2-4, Leifur Franzson’, Ólafur S. Indriðason1 ’Nýmalækningaeiningu, 2innkirtla- og efnaskiptalækningaeiningu, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 4læknadeild HÍ sverrirgunnarsson@gmail.com Inngangur: CKD-EPI jafnan er ný aðferð til að reikna gaukulsíunarhraða (r-GSH) út frá kreatíníni í sermi (S-Kr). Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera jöfnuna saman við MDRD jöfnuna við mat á gaukulsíunarhraða og algengi langvinns nýmasjúkdóms (LNS) í almennu þýði. Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr AB-rannsókninni sem framkvæmd var 2001-2003 og náði til 1.628 slembivalinna fullorðinna einstaklinga á Reykjavíkursvæðinu. Gaukulsíunarhraði var reiknaður með CKD-EPI og MDRD jöfnunum út frá IDMS-stöðluðum mælingum á kreatíníni í sermi. Fylgni var reiknuð með fylgnistuðli Spearmans og samræmi reiknað með kappa-tölfræði. Hópar voru bomir saman með kí-kvaðrat, Wilcoxon-Mann-Whitney og Kruskal-Wallis prófum. Langvinnur nýrnasjúkdómur var skilgreindur sem r-GSH <60 ml/ mín/1,73 irr. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 59,7±14,8 ár og 63,8% voru konur. Miðgildi (spönn) r-GSH var hærra með CKD-EPI jöfnunni, 97,0 (21,2-136,1) ml/mín/1,73 m2 samanborið við 95,9 (22,6-213,9) ml/mín/1,73 m2 (p<0,001). Fylgni jafnamra var há (r=0,87; p<0,01). Mismunur á r-GSH milli jafnanna (CKD-EPI mínus MDRD) var 0,32 (-98,2-18,6) ml/mín/1,73 m2. Miðgildi mismunar og prósentumunur milli jafnanna tveggja fyrir einstaklinga með r-GSH <45, 45-59, 60-74, 75-90 og >90 ml/mín/1,73 m2 var -0,79 (-2,24%), 0,37 (0,81%), 2,82 (3,98%), 5,24 (6,32%) og -4,64 (-4,40%) ml/mín/1,73 m2 (p<0,001). Algengi langvinns nýrnasjúkdóms meðal kvenna var lægra með CKD-EPI (5,6%) en MDRD jöfnunni (6,2%; p<0,001), en fyrir karla var algengið jafnt (3,9%). Gott samræmi var milli jafnanna við greiningu á langvinnum nýrnasjúkdómi (k=0,95), en aðeins 8% af þeim sem voru með langvinnan nýrnasjúkdóm með MDRD jöfnunni voru það ekki samkvæmt CKD-EPI jöfnunni. Ályktanir: í almennu þýði er fylgni milli CKD-EPI og MDRD jafnanna mjög góð og gott samræmi við greiningu á langvinnum nýrnasjúkdómi. Mismunur á r-GSH milli jafnanna er þó breytilegur eftir nýrnastarfsemi J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.