Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 119
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
voru marktækt algengari £ hópum 2, 3 og 4. Þar af voru langvinnur
hósti, ýl, mæði við áreynslu og ofnæmi £ nefi algengust £ hópi 4. Saga um
lungnaþembu, langvinna berkjubólgu eða astma var algengust í hópi
4. Einkenni kæfisvefns voru marktækt algengari f hópum 2, 3 og 4. Þar
af voru dagsyfja og tfðar vaknanir algengastar í hópi 4, en öndunarhlé
í svefni algengust f hópi 3. Blásturspróf sýndu að öndunargeta var
marktækt lökust í hópi 4.
Alyktanir: Saga um vélindabakflæði í svefni tengist sterklega
einkennum frá öndunarfærum. Blásturspróf sýndu marktæka skerðingu
á öndunargetu meðal þeirra sem höfðu einkenni vélindabakflæðis, en
höfðu ekki fengið meðferð.
V 114 Algengi svefnleysis meðal kæfisvefnssjúklinga samanborið við
almennt þýði. Áhrif meðferðar með svefnöndunarvél á svefnleysi
Erla Björnsdóttir', Christer Janson3, Sigurður Júlíusson2, Bryndís Benediktsdóttir'-2,
Allan I. Pack1, Philip German4, Þórarinn Gíslasonu
'Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, 3háskólanum í Uppsölum, 4háskólanum í
Pennsylvaníu Bandaríkjunum
erlabjo@gmail.com
Inngangur: Kæfisvefn og svefnleysi eru algeng vandamál sem fylgjast
gjarnan að. Samband þeirra er flókið og óljóst en líklegt er að þessir
sjúkdómar hafi neikvæð áhrif hvor á annan. Markmið þessarar
rannsóknar var að kanna tíðni svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum í
samanburði við hóp úr almennu þýði auk þess að meta áhrif meðferðar
með svefnöndunartæki á einkenni svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum.
Efniviður og aðferðir: Sex hundruð og tuttugu kæfisvefnssjúklingar
og 748 einstaklingar úr almennu þýði gengust undir læknisskoðun
og blóðprpfu ásamt því að svara stöðluðum spumingalista um
heilsu og svefnvenjur. Kæfisvefnssjúklingar hófu síðan meðferð með
svefnöndunartæki og var fylgt eftir með samskonar mati tveimur ámm
síðar. Þessi samantekt byggir á 257 kæfisvefnssjúklingum sem lokið hafa
eftirfylgni. Svefnleysi var metið með spurningum frá The Basic Nordic
Sleep Questionnaire. Skoðaðir voru annars vegar erfiðleikar við að sofna
og hins vegar erfiðleikar við að viðhalda nætursvefni.
Niðurstöður: Alls áttu 35% kæfisvefnssjúklinga erfitt með að viðhalda
nætursvefni (vöknuðu oft) samanborið við 17% viðmiðunarhóps.
Þessir svefnörðugleikar eru algengari eftir því sem einkenni
kæfisvefns em alvarlegri. Við eftirfylgd kom í ljós að hjá þeim hópi
sem notaði svefnöndunarvél að staðaldri dró mjög úr algengi þess að
vakna oft að nóttu. Erfiðleikar við að sofna voru ekki algengari hjá
kæfisvefnssjúklingum samanborið við viðmiðunarhóp.
Ályktanir: Ómeðhöndlaður kæfisvefn dregur úr svefngæðum og
sjúklingar fá ekki eins góða hvíld og heilbrigðir einstaklingar. Meðferð
með svefnöndunartæki er gagnleg til þess að draga úr svefnleysi sem
einkennist af þvf að vakna oft. Því er mikilvægt að einstaklingar með
alvarlegan kæfisvefn og svefnleysi noti svefnöndunartæki og bæti
þannig svefngæði sín.
V 115 Mæði og líkamsrækt eftir sex vikna alhliða endurhæfingu hjá
sjúklingum með langvinna lungnateppu
Elfa Dröfn Ingólfsdóttir''2, Guðbjörg Pétursdóttir', Marta Guðjónsdóttir'3
'Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, 2læknadeild HÍ, 3lífeðlisfræðistofnun HÍ
elfa.ingolfs@gmail.com
Inngangur: Óeðlilega mikil mæði er algengt einkenni hjá sjúklingum
með langvinna lungnateppu en þekkt er að lungnaendurhæfing
dregur úr mæði. Talið er að líkamsþjálfun í kjölfar endurhæfingar sé
nauðsynleg til að viðhalda þeim árangri sem næst.
Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif
sex vikna alhliða lungnaendurhæfingar á þátttöku í reglubundinni
líkamsrækt. Einnig hvort þeir sem stunduðu líkamsrækt í eitt ár eftir að
endurhæfingunni lauk upplifðu minni mæði en þeir sem ekki stunduðu
líkamsrækt. Sjúklingar með langvinna lungnateppu, sem voru á biðlista
eftir endurhæfingu á Reykjalundi, svöruðu fyrir innskrift (Tl), við
innskrift (T2), við útskrift (T3) og einu ári eftir útskrift (T4), Shortness
of breath Questionnaire (SOBQ) spurningalista sem metur upplifun á
mæði. Spurt var um þátttöku í líkamsrækt á tímapunktum T2 og T4. Á
T4 var hópnum skipt í tvennt eftir því hvort stunduð var reglubundin
líkamsrækt eða ekki.
Niðurstöður: Enginn munur var á milli hópanna í aldri (67,3±8,8), FEVj
(62,6±25,1%), líkamsþyngdarstuðli (29,1±6,2 kg/m2), kynjahlutfalli
(konur 63%) eða mæði (54,8±20,4). Fyrir endurhæfinguna stunduðu
38% (52/138) þátttakenda reglubundna líkamsrækt, en 64% (65/102)
gerðu það einu ári síðar. Eingöngu sást munur (p<0,05) á upplifun á
mæði milli hópanna einu ári eftir að endurhæfingunni lauk.
Ályktanir: Lungnaendurhæfing á Reykjalundi fjölgar þeim sjúklingum
sem eru virkir í reglubundinni líkamsrækt, einu ári síðar. Þeir sjúklingar
sem stunda líkamsrækt upplifa minni mæði að ári liðnu, en þeir sem
ekki stunda líkamsrækt.
V 116 Þættir sem ákvarða langtímalifun sjúklinga með langvinna
lungnateppu sem lagst hafa inn á sjúkrahús
Gunnar Guðmundsson1-3, Stella Hrafnkelsdóttir', Christer Janson2, Þórarinn
Gíslasonu
'Lungnadeild Landspítala, 2Dept. of Medical Sciences Respiratory Medicine and Allergology,
háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, 3læknadeild HÍ
ggudmund@landspitali. is
Inngangur: Margar rannsóknir eru til á skammtíma dánartíðni sjúklinga
með langvinna lungnateppu sem lýsa hárri dánartíðni. Fjöldamörgum
áhættuþáttum hefur verið lýst. Takmarkaðar upplýsingar eru til
um langtímadánartíðni og tengda áhættuþætti í þessum sjúkdómi.
Tilgangur rannsóknarinnar var að greina langtíma dánartíðni og tengda
áhættuþætti í sjúklingum með langvinna lungnateppu sem innlagðir
höfðu verið á sjúkrahús vegna bráðrar versnunar. Megináhersla var
á líkamsþyngdarstuðul, heilsutengd lffsgæði, lyf og aðra samhliða
sjúkdómskvilla.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða framsæja rannsókn á 256
sjúklingum með langvinna lungnateppu í Reykjavík, Kaupmannahöfn
og Uppsölum. Þeim var fylgt eftir í 8,7±0,4 ár eftir sjúkrahúsinnlögn
vegna versnunar á langvinnri lungnateppu á árunum 2000 og 2001.
í sjúkrahúsinnlögninni var St. George öndunarfæraspurningalistinn
lagður fyrir sjúklingana. Aflað var upplýsinga um aðra samhliða
sjúkdómskvilla og lyfjameðferð.
Niðurstöður Á tímabilinu sem sjúklingunum var fylgt eftir höfðu
202 sjúklingar (79%) dáið og 54 (21%) voru á lífi. Aðaldánarorsök
var vegna sjúkdóma í öndunarfærum (n=116), hjarta- og æðakerfi
(n=43), vegna krabbameins (n=28) og annars (n=10), upplýsingar
fengust ekki um fimm sjúklinga. Dánartíðni tengdist vaxandi aldri,
lakari lungnastarfsemi, lægri líkamsþyngdarstuðli og sykursýki.
Hærri aldur, lægri líkamsþyngdarstuðull og sykursýki tengdust
bæði öndunarfæra- og hjarta- og æðasjúkdómum. Dánarorsök vegna
öndunarfærasjúkdóma tengdust lakari öndunarfærastarfsemi. Engin
LÆKNAblaðið 2011/97 119