Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 93
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 V 32 ífarandi pneumókokka sjúkdómur á íslandi, hlutverk festiþráða Karl G. Kristinsson12, Helga Erlendsdóttir1, Martha Á. Hjálmarsdóttir1-2, Hóimfríður Jensdóttir1, Helga Dóra Jóhannsdóttir1, Brynhildur Pétursdóttir1-2, Gunnsteinn Haraldsson'-2 'Sýklafræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ karl@landspitali.is Inngangur: Hjúpur pneumókokka er mikilvægur meinvirkniþáttur en mismunandi klónar sömu hjúpgerðar geta haft mismikinn sýkingarmátt. Festiþræðir (pili) gætu verið mikilvægir í pneumókokkasýkingum. Markmið rannsóknarinnar er að greina ífarandi pneumókokka í klóna, hvort þeir beri festiþræði og ef svo er af hvaða undirgerð (clade). Efniviður og aðferðir: Ifarandi stofnar (blóð og mænuvökvi) greindir á sýklafræðideild Landspítalans 1990-2009 (923), frystir (-80°C). Hjúpgerð tiltækra stofna var greind með kekkjunarprófum (821) og klónar með PFGE (718). Fulltrúastofnar mikilvægustu klóna voru stofngreindir með MLST (335). Tilvist festiþráða af gerð I (pilus islet I) og undirgerð (clade) var ákvörðuð með PCR (514). Upplýsinga um dánartíðni var aflað. Niðurstöður: Algengustu hjúpgerðirnar voru 7F (128), 14 (92), 9V (69), 6B (60) og 4 (53). Algengi hjúpgerða var breytilegt milli aldurshópa, en 7F var þó algengust í þeim öllum. Fjöldi klóna innan hverrar hjúpgerðar var mjög mismunandi, en einungis tveir klónar (ST191, ST218) greindust í hjúpgerð 7F. Nýgengi algengustu klónanna var breytilegt eftir árum og lækkaði meðal tveggja þýðingarmikilla klóna, ST90 af hjúpgerð 6B og ST218 af hjúpgerð 7F. Gen fyrir festiþræði af gerð I fundust ekki í tveimur algengustu klónunum (ST191, ST218). Af 10 algengustu klónunum (n=306) báru þrír þeirra gen fyrir festiþræði (26%), ST162 (hjúpgerð 9V, undirgerð I), ST205 (hjúpgerð 4, undirgerð I) og ST90 (hjúpgerð 6B, undirgerð II). Alyktanir: Nýgengi klóna getur breyst án þess að það endurspegli tíðni hjúpgerða og toppar í tíðninni eru tengdir aukningu innan ákveðinna klóna og er mest tengd ákveðnum aldurshópum. Tilvist festiþráða virðist ekki vera mikilvægur þáttur í ífarandi sýkingum eða hafa áhrif á dánartíðni. V 33 Breiðvirkir (J-laktamasar í Escherichia coii og Klebsiella. Arfgerðir, sýklalyfjanæmi og fyrsti faraldur á íslandi Eygló Ævarsdóttír', Freyja Valsdóttir2, Guðrún Svanborg Hauksdóttir2, Ingibjörg Hilmarsdóttir11 1JHáskóla íslands, 'sýklafræöideild Landspítala ingibjh@landspitali.is Inngangur: Breiðvirkir beta-laktamasar (ESBL), sem valda ónæmi bakteríanna fyrir stærsta flokki sýklalyfja, og annað sýklalyfjaónæmi tengt þeim hafa breiðst hratt út í heiminum. Markmið verkefnisins var hefja rannsókn á arfgerðum og sýklalyfjaónæmi ESBL myndandi Gram neikvæðra stafa á hér á landi og á fyrsta innlenda faraldrinum af völdum ESBL myndandi K. pneumoniae. Efniviður og aðferðir: ESBL-tengt sýklalyfjanónæmi var kannað hjá E. coli og Klebsiella spp. frá árunum 2007-2009. ESBL arfgerðagreining var gerð á 52 bakteríum með ESBL svipgerð og 24 K. pneumoniae úr faraldri ESBL myndandi baktería á endurhæfingardeild LSH. Leitað var að b/«TEM, WflSHV og bíflcnt.M með PCR og mögnunarafurðir raðgreindar. Faraldursbakteríumar vom stofngreindar með skerðiensímsklippingu og PFGE. Niðurstöður: Af 17.098 E. coli og 2.854 Klebsiella spp. frá tímabilinu voru 1,5% og 5,5% ESBL myndandi. Auk ónæmis fyrir beta-laktam lyfjum sýndu þær mun oftar ónæmi fyrir öðrum algengum sýklalyfjum en ESBL neikvæðar bakteríur. Arfgerðagreining á bakteríum úr fyrri rannsókn og faraldursbakteríum leiddi í ljós fimm blaCTX M og tvær blaSHV arfgerðir. Nær allar K. pneumoniae úr faraldrinum höfðu blaCTX M 15 og stofngreining benti til að um 80% faraldursbakteríanna væru náskyldar. Alyktanir: Eins og á hinum Norðurlöndunum er tíðni ESBL myndunar ennþá lág á Islandi og henni fylgir oft ónæmi fyrir öðrum sýklalyfjum. Fyrstu vísbendingar um arfgerðir ESBL í E. coli og Klebsiella spp. gefa til kynna að CTX-M sé orðin algengasta gerðin hér eins og víðast hvar í heiminum. Þá leiddi rannsóknin í ljós fyrsta spítalafaraldur af völdum CTX-M-15 myndandi K. pneumoniae á íslandi. Mikilvægt er að efla innlenda þekkingu á þessu vaxandi vandamáli sem hefur í för með sér hærri dánartíðni og aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu. V 34 Áhrif þorskatrypsína á frumubindingu klasakokka Hilmar Hilmarsson', Bjarki Stefánsson1, Jón Bragi Bjarnason1-2 Ágústa Guðmundsdóttir1-3 'Raunvísindastofnun, 2verkfræði- og náttúruvísindasviði, 3matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ hilmarh@hi.is Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna að pensím, sýrustillt þorska- trypsínlausn sem inniheldur próteinkljúfandi ensím, klýfur og óvirkjar ýmis frumuyfirborðsprótein, iðraeitur (enterotoxin), bólgusvörunarþætti og matrix metallopróteinasa. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif pensíms á frumubindingu klasakokka, það er bæði gegn eðlilegum stofni (Staphylococcus aureus) og lyfjaónæmum stofni (Methicillin resistance Staphylococcous aureus, MRSA). Klasakokkar geta valdið ýmsum kvillum allt frá smávægilegum húðsýkingum yfir í lífshættulegar heila- og lungnabólgur. Sýkingar í sárum eftir skurðaðgerðir eru einnig algengar af völdum klasakokka. Efniviður og aðferðir: Mismunandi styrk af pensími var blandað við bakteríulausn við 37°C í mislangan tíma. Þynningum af pensím- bakteríulausnum var svo sáð á frumur og viðloðun könnuð eftir 2 klst. við 37°C. Tekin voru sýni til bakteríutalninga og frumutalninga og þannig hægt að meta fjölda baktería á hverja frumu sem svo var borin saman við viðmiðunarmeðhöndlun til að finna út minnkun á frumubindingu bakteríanna eftir pensímmeðferð. Niðurstöður: Pensím getur minnkað frumubindingu klasakokka og reyndist hafa meiri áhrif á lyfjaónæma stofninn heldur en eðlilegan klasakokkastofn. Sem dæmi sást þreföld lækkun á MRSA bindingu eftir einnar klukkustundar meðhöndlun með 20 U/ml af pensími við 37°C. Ályktanir: Pensím sem inniheldur próteinkljúfandi ensím hindrar betur frumubindingu MRSA klasakokka heldur en bindingu eðlilegs klasakokkastofns. Auðveldara virðist því að kljúfa yfirborðsprótein stökkbreyttra lyfjaónæmra klasakokkastofna sem gæti reynst vel í baráttunni gegn þessum lyfjaónæmu bakteríum. V 35 Fyrstu viðbrögð þorsks við sýkingu af völdum bakteríunnar kýlaveikibróður Bergljót Magnadóttir1, Sigríður Steinunn Auðunsdóttír1, Berglind Gísladóttir2, Birkir Þór Bragason1, Sigríður Guðmundsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,2 Blóðbankanum Landspítala bergmagn@hi.is Inngangur: Rannsóknir að Keldum á ónæmiskerfi þorsks (Gadus morhua L.) hafa leitt í ljós að ónæmisvarnir þorsks eru að ýmsu leyti óvenjulegar LÆKNAblaðið 2011/97 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.