Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 93
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 66
V 32 ífarandi pneumókokka sjúkdómur á íslandi, hlutverk festiþráða
Karl G. Kristinsson12, Helga Erlendsdóttir1, Martha Á. Hjálmarsdóttir1-2,
Hóimfríður Jensdóttir1, Helga Dóra Jóhannsdóttir1, Brynhildur Pétursdóttir1-2,
Gunnsteinn Haraldsson'-2
'Sýklafræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ
karl@landspitali.is
Inngangur: Hjúpur pneumókokka er mikilvægur meinvirkniþáttur en
mismunandi klónar sömu hjúpgerðar geta haft mismikinn sýkingarmátt.
Festiþræðir (pili) gætu verið mikilvægir í pneumókokkasýkingum.
Markmið rannsóknarinnar er að greina ífarandi pneumókokka í klóna,
hvort þeir beri festiþræði og ef svo er af hvaða undirgerð (clade).
Efniviður og aðferðir: Ifarandi stofnar (blóð og mænuvökvi) greindir á
sýklafræðideild Landspítalans 1990-2009 (923), frystir (-80°C). Hjúpgerð
tiltækra stofna var greind með kekkjunarprófum (821) og klónar með
PFGE (718). Fulltrúastofnar mikilvægustu klóna voru stofngreindir með
MLST (335). Tilvist festiþráða af gerð I (pilus islet I) og undirgerð (clade)
var ákvörðuð með PCR (514). Upplýsinga um dánartíðni var aflað.
Niðurstöður: Algengustu hjúpgerðirnar voru 7F (128), 14 (92), 9V (69),
6B (60) og 4 (53). Algengi hjúpgerða var breytilegt milli aldurshópa,
en 7F var þó algengust í þeim öllum. Fjöldi klóna innan hverrar
hjúpgerðar var mjög mismunandi, en einungis tveir klónar (ST191,
ST218) greindust í hjúpgerð 7F. Nýgengi algengustu klónanna var
breytilegt eftir árum og lækkaði meðal tveggja þýðingarmikilla klóna,
ST90 af hjúpgerð 6B og ST218 af hjúpgerð 7F. Gen fyrir festiþræði af
gerð I fundust ekki í tveimur algengustu klónunum (ST191, ST218). Af
10 algengustu klónunum (n=306) báru þrír þeirra gen fyrir festiþræði
(26%), ST162 (hjúpgerð 9V, undirgerð I), ST205 (hjúpgerð 4, undirgerð I)
og ST90 (hjúpgerð 6B, undirgerð II).
Alyktanir: Nýgengi klóna getur breyst án þess að það endurspegli tíðni
hjúpgerða og toppar í tíðninni eru tengdir aukningu innan ákveðinna
klóna og er mest tengd ákveðnum aldurshópum. Tilvist festiþráða
virðist ekki vera mikilvægur þáttur í ífarandi sýkingum eða hafa áhrif
á dánartíðni.
V 33 Breiðvirkir (J-laktamasar í Escherichia coii og Klebsiella.
Arfgerðir, sýklalyfjanæmi og fyrsti faraldur á íslandi
Eygló Ævarsdóttír', Freyja Valsdóttir2, Guðrún Svanborg Hauksdóttir2, Ingibjörg
Hilmarsdóttir11
1JHáskóla íslands, 'sýklafræöideild Landspítala
ingibjh@landspitali.is
Inngangur: Breiðvirkir beta-laktamasar (ESBL), sem valda ónæmi
bakteríanna fyrir stærsta flokki sýklalyfja, og annað sýklalyfjaónæmi
tengt þeim hafa breiðst hratt út í heiminum. Markmið verkefnisins
var hefja rannsókn á arfgerðum og sýklalyfjaónæmi ESBL myndandi
Gram neikvæðra stafa á hér á landi og á fyrsta innlenda faraldrinum af
völdum ESBL myndandi K. pneumoniae.
Efniviður og aðferðir: ESBL-tengt sýklalyfjanónæmi var kannað hjá
E. coli og Klebsiella spp. frá árunum 2007-2009. ESBL arfgerðagreining
var gerð á 52 bakteríum með ESBL svipgerð og 24 K. pneumoniae úr
faraldri ESBL myndandi baktería á endurhæfingardeild LSH. Leitað var
að b/«TEM, WflSHV og bíflcnt.M með PCR og mögnunarafurðir raðgreindar.
Faraldursbakteríumar vom stofngreindar með skerðiensímsklippingu
og PFGE.
Niðurstöður: Af 17.098 E. coli og 2.854 Klebsiella spp. frá tímabilinu
voru 1,5% og 5,5% ESBL myndandi. Auk ónæmis fyrir beta-laktam
lyfjum sýndu þær mun oftar ónæmi fyrir öðrum algengum sýklalyfjum
en ESBL neikvæðar bakteríur. Arfgerðagreining á bakteríum úr fyrri
rannsókn og faraldursbakteríum leiddi í ljós fimm blaCTX M og tvær blaSHV
arfgerðir. Nær allar K. pneumoniae úr faraldrinum höfðu blaCTX M 15 og
stofngreining benti til að um 80% faraldursbakteríanna væru náskyldar.
Alyktanir: Eins og á hinum Norðurlöndunum er tíðni ESBL myndunar
ennþá lág á Islandi og henni fylgir oft ónæmi fyrir öðrum sýklalyfjum.
Fyrstu vísbendingar um arfgerðir ESBL í E. coli og Klebsiella spp. gefa
til kynna að CTX-M sé orðin algengasta gerðin hér eins og víðast hvar í
heiminum. Þá leiddi rannsóknin í ljós fyrsta spítalafaraldur af völdum
CTX-M-15 myndandi K. pneumoniae á íslandi. Mikilvægt er að efla
innlenda þekkingu á þessu vaxandi vandamáli sem hefur í för með sér
hærri dánartíðni og aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu.
V 34 Áhrif þorskatrypsína á frumubindingu klasakokka
Hilmar Hilmarsson', Bjarki Stefánsson1, Jón Bragi Bjarnason1-2 Ágústa
Guðmundsdóttir1-3
'Raunvísindastofnun, 2verkfræði- og náttúruvísindasviði, 3matvæla- og næringarfræðideild
heilbrigðisvísindasviðs HÍ
hilmarh@hi.is
Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna að pensím, sýrustillt þorska-
trypsínlausn sem inniheldur próteinkljúfandi ensím, klýfur og
óvirkjar ýmis frumuyfirborðsprótein, iðraeitur (enterotoxin),
bólgusvörunarþætti og matrix metallopróteinasa. í þessari rannsókn
voru könnuð áhrif pensíms á frumubindingu klasakokka, það er bæði
gegn eðlilegum stofni (Staphylococcus aureus) og lyfjaónæmum stofni
(Methicillin resistance Staphylococcous aureus, MRSA). Klasakokkar
geta valdið ýmsum kvillum allt frá smávægilegum húðsýkingum
yfir í lífshættulegar heila- og lungnabólgur. Sýkingar í sárum eftir
skurðaðgerðir eru einnig algengar af völdum klasakokka.
Efniviður og aðferðir: Mismunandi styrk af pensími var blandað
við bakteríulausn við 37°C í mislangan tíma. Þynningum af pensím-
bakteríulausnum var svo sáð á frumur og viðloðun könnuð eftir 2
klst. við 37°C. Tekin voru sýni til bakteríutalninga og frumutalninga
og þannig hægt að meta fjölda baktería á hverja frumu sem svo var
borin saman við viðmiðunarmeðhöndlun til að finna út minnkun á
frumubindingu bakteríanna eftir pensímmeðferð.
Niðurstöður: Pensím getur minnkað frumubindingu klasakokka og
reyndist hafa meiri áhrif á lyfjaónæma stofninn heldur en eðlilegan
klasakokkastofn. Sem dæmi sást þreföld lækkun á MRSA bindingu eftir
einnar klukkustundar meðhöndlun með 20 U/ml af pensími við 37°C.
Ályktanir: Pensím sem inniheldur próteinkljúfandi ensím hindrar
betur frumubindingu MRSA klasakokka heldur en bindingu eðlilegs
klasakokkastofns. Auðveldara virðist því að kljúfa yfirborðsprótein
stökkbreyttra lyfjaónæmra klasakokkastofna sem gæti reynst vel í
baráttunni gegn þessum lyfjaónæmu bakteríum.
V 35 Fyrstu viðbrögð þorsks við sýkingu af völdum bakteríunnar
kýlaveikibróður
Bergljót Magnadóttir1, Sigríður Steinunn Auðunsdóttír1, Berglind Gísladóttir2,
Birkir Þór Bragason1, Sigríður Guðmundsdóttir1
'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,2 Blóðbankanum Landspítala
bergmagn@hi.is
Inngangur: Rannsóknir að Keldum á ónæmiskerfi þorsks (Gadus morhua
L.) hafa leitt í ljós að ónæmisvarnir þorsks eru að ýmsu leyti óvenjulegar
LÆKNAblaðið 2011/97 93