Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 111

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 111
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 hærra í NRMI músum. NMRI mýsnar virtust mynda heldur meira af hlutleysandi mótefnun (HI titer) en C57B1/6. Báðar gerðir alum höfðu svipuð áhrif á svörun beggja músastofna, en minni en CoVaccine HT. Alyktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að svörun C57B1/6 og NMRI músa við inflúensubóluefni sé sambærileg þegar tekið er tillit til IgG mótefnasvörimar, en NMRI mýs myndi meira af IgG2a og virkum hlutleysandi mótefnum. Niðurstöðurnar eru liður í prófun á vefjaræktuðu H5N1 inflúensubóluefni og ónæmisglæðum fyrir nýbura. V 89 Bólgumiðlarnir TNFa og IL-1 p hafa skammtatengd áhrif á sérhæfingu T stýrifrumna í naflastrengsblóði Laufey Geirsdóttir1-2, Brynja Gunnlaugsdóttir1-2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Iæknadeild HÍ tag1@hi.is Inngangur: T hjálparfrumur (CD4+) í naflastrengsblóði hafa takmarkaða getu til að miðla ónæmisviðbrögðum til B frumna en hafa aftur á móti meiri tilhneigingu til að stuðla að bælingu ónæmissvars. Framleiðsla hefðbundinna bólgumiðla eins og TNFa, IL-4 og IFN-y eftir ræsingu er einnig töluvert minni miðað við CD4+ T frumur í fullorðnum. Lítið er þó vitað um sérhæfingu T stýrifrumna (Tst) og áhrif algengra bólgumiðla á þær. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja áhrif TNFa og IL-lþ á sérhæfingu óreyndra naflastrengs T-frumna (hUCB's) á Tst in vitro. Efniviður og aðferðir: Hreinsaðar CD4+ T frumur voru einangraðar úr naflastrengsblóði heilbrigðra einstaklinga. Frumur voru örvaðar með mótefni gegn T-frumuviðtakanum með eða án viðbótarörvunar um CD28. TNFa, TNFa-hemill (Infliximab), IL-lþ , TGF-pl og IL-2 var bætt út í valdar ræktir. Frumufjölgun var metin út frá helmingun á flúrljómandi frumulit CFSE. Frumudauði var metinn út frá 7-AAD litun. Styrkur TNFa og sTNFRII í frumuræktum var mældur með ELISA aðferð. Einkennandi svipgerð Tst var skoðuð á 0-144klst tímabili í flæðifrumusjá. Niðurstöður: TNFa og IL-lþ í lágum skammti (0,1-0,5 ng/mL) jók marktækt sérhæfingu T stýrifrumna (p<0,05). Áhrifa TNFa gætir aðallega eftir skammtíma bólgusvar meðan áhrif IL-lb er bundin við langtíma bólgusvar. TNFa hemill hindraði T stýrifrumusérhæfingu um 77,9% miðað við viðmið (p<0,01). Aftur á móti hafði hár skammtur (10- 50 ng/mL) af bólgumiðlunum marktækt neikvæð áhrif á sérhæfingu T stýrifrumna sem var af hluta til aflétt í tilviki TNFa með viðtakalosun TNFRII eftir 96 klst. rækt. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að hlutverk bólgumiðla í sérhæfingu Tst stjórnist af tímalengd og styrk bólgusvars. Þannig virðast áhrif TNFa á sérhæfingu Tst grundvallast á tjáningu og viðtakalosunar TNFa viðtakans meðal CD4+ Tst frumna. V 90 Heilsutengd lífsgæði einstaklinga með skort á mótefnaflokki A Guðmundur H. Jörgensen1'2, Ann Gardulf \ Martin I. Sigurðsson1, Sigurjón Amlaugsson4 Ásgeir Theodórs5 Ingunn Þorsteinsdóttir6, Sveirin Guðmundsson7, Lennart Hammarström3, Björn R. Lúðvíksson’2 'Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3ónæmisfræðideild Karolínska sjúkrahússins Huddinge, 4tannlæknadeild HÍ, 5lyflækningasviði, 'rannsóknastofnun Landspítala, 'Blóðbankanum biornlud@landspitali. is Inngangur: IgA-skortur er algengur ónæmisgalli og hefur verið tengdur aukinni tíðni sýkinga, sjálfsofnæmis- og ofnæmissjúkdómum. Heilsutengd lífsgæði einstaklinga með IgA-skort hafa ekki verið rannsökuð fyrr. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka heilsutengd lífsgæði einstaklinga með IgA-skort og hvaða sjúkdómsbreytur hafi fylgni við lakari lífsgæði. Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og tveir fullorðnir einstaklingar með IgA-skort voru bornir saman við 63 einstaklinga, handahófskennt valda úr Þjóðskrá. ftarlegum upplýsingum um heilsufar var safnað. Einstaklingar voru stigaðir eftir alvarleika sýkinga (flokkur 1-3), astma- og ofnæmiseinkenna (flokkur 1-4). Heilsutengd lífsgæði voru metin með SF-36 lífsgæðalista, sem metur líkamleg (Physical Component Summary, PCS) og andleg lífsgæði (Mental Component Summary, MCS) og sýkingar-sértækum lífsgæðalista. Niðurstöður: Enginn marktækur munur var á milli hópa með tilliti til lýðfræðilegra breyta, tannheilsu og algengi greininga æða-, geð-, tauga- og stoðkerfissjúkdóma. IgA-skorts einstaklingar voru marktækt oftar greindir með sjálfsofnæmissjúkdóm (25% á móti 4,8%), og höfðu marktækt oftar verri/fleiri sýkingar (flokkur 3; 56% á móti 16%). Ekki reyndist marktækur munur á algengi astma (18,8% á móti 12,7%) eða ofnæmiskvefs (37,5% á móti 19,0%; p=0,08) en IgA-skorts einstaklingar höfðu marktækt meiri astma- og ofnæmiseinkenni samkvæmt einkennastigun. Einstaklingar með IgA-skort höfðu tilhneigingu til verri andlegra lífsgæða (MCS; 48,90 á móti 52,36; p=0,21) og ofnæmiskvef reyndist sjálfstæður áhættuþáttur fyrir lægra MCS. Ekki var munur á líkamlegum lífsgæðum á milli hópa (PCS; 51,22 á móti 51,45; p=0,61) en hjá IgA-skorts einstaklingunum var fjöldi sýklalyfjakúra á ári sjálfstæður áhættuþáttur fyrir lægra PCS. Niðurstöður úr sýkingar- sértæka lífsgæðalistanum sýndu að IgA-skorts einstaklingar hafa marktækt auknar áhyggjur af sýkingum. Ályktanir: Lífsgæði IgA-skorts einstaklinga eru almennt góð en þeir hafa auknar áhyggjur af sýkingum og notkun sýklalyfja (sýkingar) og ofnæmiskvef eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir verri lífsgæðum. Niðurstöður gefa nýja sýn á hvaða undirhópi IgA-skorts einstaklinga gæti gagnast aukið eftirlit. V 91 Tengsl IgA-skorts og hækkun mótefna gegn TSH-viðtaka í blóði Guðmundur H. Jörgensen1'5, Árni E. Örnólfsson1-5, Ari J. Jóhannesson2, Sveinn Guðmundsson’, Magdalena Janzi4, Ning Wang4, Lennart Hammarström4, Björn R. Lúðvíksson1'5 l.æknndeiíd HÍ, 2lyflækningasviði Landspítala, 3Blóðbankanum, 4ónæmisfræðideild Karolínska sjúkrahússins Huddinge, Svíþjóð, 5ónæmisfræðideild Landspítala bjornlud@landspitali. is Inngangur: Sértækur skortur á mótefnaflokki A (IgA-skortur) er algengur ónæmisgalli (1:600) og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl IgA-skorts við ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma. Orsakatengsl IgA- skorts við sjálfsofnæmi eru ekki ljós en ákveðnar HLA-arfgerðir hafa verið tengdar bæði IgA-skorti og ákveðnum sjálfsofnæmissjúkdómum, líkt og Graves-sjúkdómi. Mótefni gegn TSH-viðtaka (thyrotropin- receptor autoantibodies (TRAb)) eru hækkuð í blóði flestra sjúklinga með Graves-sjúkdóm. Marmið rannsóknarinnar var að rannsaka tengsl IgA-skorts og hækkun á mótefnum gegn TSH-viðtaka í blóði. Efniviður og aðferðir: IgA var mælt í sermi 1.140 einstaklinga sem mælst höfðu með hækkun á mótefnum gegn TSH-viðtaka (299 frá íslandi og 841 frá Svíþjóð). Til viðbótar var magn mótefna gegn TSH-viðtaka mælt í 43 IgA-skorts einstaklingum frá íslandi og 50 IgA-skorts einstaklingum frá Svíþjóð. Vefjaflokkun var gerð á IgA-skorts einstaklingunum. Niðurstöður: Algengi IgA-skorts var aukið á meðal einstaklinga með hækkun á mótefnum gegn TSH-viðtaka (14/1140 (1:81)), en eingöngu í Svíþjóð (ísland 0/299 á móti Svíþjóð 14/841 (1:60), p=0,027). Mótefni gegn TSH-viðtaka reyndust hækkuð í 11,6% íslenskra IgA-skorts LÆKNAblaðið 2011/97 11 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.