Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 44
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til að þó tannáta tengist úrkölkun tannvefs vegna sýrumyndandi baktería sé orsökin aðallega vegna breytinga í samsetningu tannsýklunar vegna vistfræðilegra þátta frekar en fjölgun sérstakra bakteríutegunda eða að erfðafræðilegur munur sé á S. mutans. Nokkur innlend rannsóknarverkefni hafa fylgt þessari þróun á kenningum um tannsýklu og tannátu, frá sérhæfðu kenningunni yfir í vistfræðilegu kenninguna sem almennt er viðurkennd í dag. E 83 Þróun míkrókorna sem innihalda fríar fitusýrur einangraðar úr þorskalýsi og áhrif þeirra á hjúpaðar veirur og gram+ og gram- bakteríur Fífa Konráðsdóttir1, Þorsteinn Loftsson1, Hilmar Hilmarsson2, Halldór Þormar2, Martha Á. Hjálmarsdóttir2, Arnar Halldórsson3 ‘Lyfjafræðideild, 2lífeindafræði læknadeild HÍ, 3Lýsi hf. fifa@hi.is Inngangur: Markmið verkefnis var að koma fríum fitusýrum, einangruðum úr þorskalýsi á vatnsleysanlegt form og kanna hvort slík lausn, sem inniheldur fitusýrublöndu af svipaðri samsetningu og eru I lýsinu á formi þríglýseríða, hafi veiru- eða bakteríuhamlandi áhrif. Sýklódextrín (CD), sykrur sem geta aukið leysni fitusækinna sameinda með fléttun, voru valin til að koma fituefnunum í lausn til frostþurrkunar. Efniviður og aðferðir: Mismunandi samsehiingum frírra fitusýra, þorskalýsis og sýklódextrína blandað saman við vatn, hrist 1 fjóra til fimm daga undir N2 og dreifur frostþurrkaðar. Míkrókorn skoðuð í ljós-, rafeinda-, og confocal smásjám. Herpes Simplex vírusar 1 og 2 (HSV- 1 og HSV-2) meðhöndlaðir með dreifunum og sáð á Vero frumulínu, ræktað í fimm daga (37°C, 5%C02). Staðalstofnum baktería, Pseudomonas aeruginosa ATCC-27853, Stapltylococcus aureus ATCC-25932, Escherichia coli ATCC-25922 og Enterococcus faecalis ATCC-29212 sáð á agarskálar. Göt gerð á agar fyrir dreifurnar sem aðsogast í agarinn, ræktað (18-24 klst. 37°C). Niðurstöður: Algengasta kornastærð var frá 10-20 pm. Míkrókorn í lausn höfðu fitusækna miðju og vatnssækið ytra yfirborð. Þorskalýsi og míkrókom sem innihéldu þorskalýsi höfðu engin áhrif á veirutíter HSV-1 og HSV-2 en fríar fitusýrur og fríar fitusýrur í míkrókornum höfðu veiruhamlandi áhrif. Míkrókorn sem innihéldu fríar fitusýrur höfðu bakteríuhamlandi áhrif á gram+ bakteríurnar S.aureus og E faecalis og gram- bakteríuna E.coli en engin áhrif á fjölónæmu gram- bakteríuna P. aeruginosa. Ályktanir: Líklegt er að sýklódextrín raðist í kringum fituefnin og myndi þannig míkrókorn sem síðan er hægt að frostþurrka. Míkrókorn sem innihalda fríar fitusýrur og sýklódextrín geta losað fríar fitusýrur út í vatnslausnir sem hafa bæði veiru- og bakteríuhindrandi verkun. E 84 Týmól við miðeyrnabólgu - irt vivo maelingar í rottum Hákon Hrafn Sigurðsson1, Elísabet Jónsdóttir1, Hannes Petersen2 ‘Lyfjafræðideild og læknadeild HÍ hhs@hl.ls Inngangur: Miðeyrnabólga er algengasta sýkingin í börnum af völdum baktería og er helsta ástæða sýklalyfjanotkunar barna á íslandi. Ofnotkun sýklalyfja er vaxandi áhyggjuefni vegna aukinnar tíðni á sýklalyfjaónæmum bakteríum. Er því mikilvægt að minnka sýklalyfjanotkun eða finna önnur meðferðarúrræði. Mörg innihaldsefni ilmkjarnaolía hafa þekkta bakteríudrepandi eiginleika, þar á meðal týmól. Sýnt hefur verið fram á að týmól, gefið sem útvortis meðferð, 44 LÆKNAblaðið 2011/97 hefur virkni gegn bakteríusýkingu í miðeyra in vivo og hefur því skapast grundvöllur fyrir því að skoða nánar hvort týmól gæti verið ný lyfjameðferð við eyrnabólgu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort hægt væri að koma týmóli á gufuformi úr einföldu lyfjaformi í gegnum hljóðhimu í rottu og hvort mismunandi leysar hefðu áhrif á uppgufunarhraða týmóls. Efniviður og aðferðir: Gerð var athugun á uppgufunarhraða týmóls í mismunandi leysum. Einnig voru frásogshvetjandi áhrif þess á homlag húðar in vitro könnuð sem liður í að meta skaðsemi týmóls. Einnig var gerð rannsókn á því hvort að týmól úr völdum lyfjaformum kæmist yfir hljóðhimnu í rottum in vivo. Niðurstöður: Rannsóknin sýndi að rokfimir leysar koma týmóli auðveldlega yfir á gufuform. Staðfest var að 4% týmól í etanóli hefur marktækt meiri frásogshvetjandi áhrif á hornlag húðar en etanól eitt og sér. í in vivo prófunum reyndust 1% og 4% týmól í etanóli skila lyfi best yfir hljóðhimnu, þar á eftir skilaði 1% týmóllausn í sýklódextrínum lyfi næstbest yfir hljóðhimnu en ekki var hægt að greina mælanlegan styrk af týmóli í miðeyra úr 4% lausn af týmóli gefið á gufuformi. Ályktanir: Þessar niðurstöður renna stoðum undir fyrri rannsóknir að týmól gæti verið möguleg lyfjameðferð við miðeyrnabólgu. Frekari rannsókna er þó þörf með tilliti til öryggis og hentugs lyfjaforms. E 85 Skyldleiki streptókokka stofna af flokki B sem sýkja menn og kýr á íslandi Erla Soffía Björnsdóttir, Gunnsteinn Haraldsson, Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson Sýklafræðideild Landspítala, læknadeild HÍ erlasoff@landspitali.is Inngangur: Streptókokkum af flokki B (Streptococcus agnlactiae, group B streptococcus, GBS) var fyrst lýst í kringum 1900 sem sýkingarvaldi í júgurbólgu hjá kúm. Um 1970 var GBS orðinn einn aðalsýkingavaldurinn í ífarandi sýkingum hjá nýburum og síðustu ár hefur tíðni ífarandi sýkinga hjá fullorðnum aukist. Hægt er að flokka GBS í 10 mismunandi hjúpgerðir eftir gerð fjölsykra í hjúp (Ia,Ib, II - IX). Markmið rannsóknarinnar var að bera saman GBS stofna úr ífarandi sýkingum við stofna sem ræktast hafa úr kúamjólk á íslandi. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um allar ífarandi sýkingar á landinu frá árinu 1975 til 2009, 238 tilvik, voru unnar úr gögnum sýklafræðideildar Landspítalans, tiltækir stofnar voru 196. Öllum GBS stofnum sem ræktuðust úr mjólkurtönkum á tímabilinum apríl 2008 til apríl 2009 var safnað á Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins, 24 stofnar. Allir stofnar voru hjúpgreindir með latex kekkjunarprófi og stofngreindir með pulsed-field gel electrophoresis (PFGE). Niðurstöður: Hjúpgerð III var algengust í ífarandi sýkingum hjá nýburum, en hjá fullorðnum var dreifingin á milli hjúpgerða Ia, III og V nokkuð jöfn, eða um 20%. Algengasta hjúpgerðin úr kúamjók var V, en hjúpgerð III og Ib voru einnig til staðar. Stofngreining sýndi 72 klóna í mannastofnum og 16 klóna í stofnum frá kúamjólk. Af þeim 24 stofnum sem ræktuðust úr kúamjólk tilheyrðu 13 klónum sem einnig fundust í ífarandi sýkingum. Einsleitni innan hjúpgerðar V var mikil og algengasti klónninn innan hjúpgerðarinnar hefur ekki breyst síðust 16 árin. Sá klónn fannst einnig í kúamjólk. Ályktanir: Niðurstöður stofngreiningar benda til að sömu GBS stofnar sýki menn og kýr á íslandi þar sem að um helmingur stofna sem ræktuðust frá kúamjólk tilheyrðu klónum sem valda ífarandi sýkingum hjá mönnum. J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.