Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 77
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 hefur aðallega verið þróuð og notuð til að tjá endurröðuð prótein. Einnig er verið að þróa baculoveirur sem genaferjur og þær þá hannaðar með viðeigandi tjáningarkasettu. Markmið verkefnisins er að hanna baculoveirugenaferju til bólusetninga. Efniviður og aðferðir: Notað verður Bac-to-bac baculoveirukerfið (Invitrogen). Til genainnsetninga í baculoveiruna er notað pFastBac plasmíð. Glýkóprótein B (gB) úr equine gammaherpesveiru 2 (EHV2-Bj) er sett inn á pFastBac undir stjórn polyhederin stýrils sem aðeins virkar í skordýrafrumum. gB-genið er tjáð í veirukápunni og gerir innleiðslu í hestafrumur mögulega. Baculoveiran getur ekki fjölgað sér í hestafrumum. Til að fá tjáningu á ofnæmisvakagenum er tjáningarkasettu komið fyrir í erfðaefni veirunnar sem hefur cýtómegalóveiru stýril, intron A, ofnæmisvakagen og poly A hala. Niðurstöður: gB úr EHV2-Bj hefur verið magnað upp og sett inn á pFastBac. Unnið er að gerð tjáningarkasettu með Ag5 ofnæmisvakageni. Kasettan er gerð í gWiz vektor, klippt út og komið fyrir í pFastBac sem inniheldur gB genið. Alyktanir: Baculoveiruferja til fyrirbyggingar eða meðhöndlunar á ofnæmi er einstök í sinni röð og ný nálgun í ofnæmisrannsóknum og ofnæmismeðhöndlun. Niðurstöður munu ekki eingöngu nýtast fyrir sumarexemi í hrossum heldur einnig í öðrum ofnæmissjúkdómum í dýrum og jafnvel í mönnum. Þakkir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins, RHÍ og þróunarfjárframlag til hrossaræktar E 188 Þróun herpesveiruferju til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum Lilja Þorsteinsdóttir', Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Einar G. Torfason2, Vilhjálmur Svansson1 'Tilraunnstöö HÍ í meinafræði að Keldum, :rannsöknastofu Landspítalans í veirufræði liljatho@hi.is Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi af gerð I í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Síðan 2000 hefur á Keldum verið unnið, í samstarfi við erlenda aðila, að rannsóknum á sumarexemi með endanlegt markmið að þróa ónæmismeðferð. Hestar eru sýktir af equine gammaherpesveiru 2 (EHV-2) frá unga aldri og veldur veiran litlum sem engum sjúkdómi. Sýkingin þróast yfir í dulsýkingu sem endist ævilangt, en endursýkingar með öðrum afbrigðum eru algengar. Markmið verkefnisins er að hanna herpesveirugenaferju til bólusetninga. Efniviður og aðferðir: Við hönnun veiruferja verður notuð eyðuhreinsuð íslensk veira, EHV2-Bj, sem ræktaðist úr heilbrigðum hesti. Fullgerðar veiruferjur verða innleiddar með lipofectamine™2000 (Invitrogen) í EHV2-Bj sýktar hestafósturnýrnafrumur. Green fluorescent protein (GFP) verður notað sem prófgen á innsetningu. Skimað verður fyrir endurröðuðum veirum með PCR, ónæmisþrykki eða flúrsmásjá. Niðurstöður: Verið er að hanna fjórar ólíkar EHV ferjur þar sem genum er komið fyrir á ólíkum stöðum í erfðaefni EHV2-Bj, ýmist í tjáningarkasettu eða beint fyrir aftan gen og er þá tjáð samhliða því. hrjár ferjur sem tjá EGFP og tvær sem tjá ofnæmisvakagenið Ag5 eru tilbúnar. Unnið er að eyðuhreinsun á ferjum með GFP. Alyktanir: Tekist hefur að hanna veiruferjur fyrir hesta byggðar á EHV- 2. Ferjurnar munu nýtast í genabóluefni fyrir hesta og með sýnigeni verður hægt að nota þær í rannsóknir á sýkingar- og sjúkdómsferli gammaherpesveira í hestum. Veirugenaferjur til bólusetninga gegn ofnæmi eru ný nálgun í ofnæmisrannsóknum og ofnæmismeðhöndlun. Þakkir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins, RHÍ og þróunarfjárframlag til hrossaræktar. E 189 Forspárþættir og horfur hjá arfberum BRCA2 stökkbreytingar með brjóstakrabbamein - hraður framgangur tvílitna æxla Laufey Tryggvadóttir1-2, Elínborg J. Ólafsdóttir1, Guðríður H. Ólafsdóttir1, Helgi Sigurðsson23, Bjarni A. Agnarsson2-4, Jórunn E. Eyfjörð5, Jón G. Jónasson1'24 'Krabbameinsskrá KÍ, :læknadeild HÍ, 3krabbameinslækningadeild, 4rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 5rannsóknastofu í krabbameinsfræðum HÍ laufeyt@krabb.is Inngangur: Konur með stökkbreytt BRCA2 gen hafa aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Fyrri rannsóknir benda til að stökkbreytingar hafi lítið samband við horfur. Efniviðurogaðferðirflrannsóknarhópvorukonurmeðbrjóstakrabbamein (greindar 1928-2008) sem tekið höfðu þátt í rannsóknum rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði og Krabbameinsskrár KÍ þar sem leitað var að íslensku BRCA2 landnemastökkbreytingunni; 222 arfberar og 2.357 án stökkbreytingarinnna (þar af undirhópur 444 kvenna, paraðar á fæðingarár og greiningarár). Tenging við lýðgrundaðar heilsufarsskrár gaf upplýsingar um krabbamein og forspárþætti. Hættuhlutfall (Hazard ratio, HR) fyrir brjóstakrabbameinssértæka lifun var metið með lifunargreiningu Cox. Niðurstöður: Arfberar höfðu aukið áhættuhlutfall (HR, 1,38; 95% CI 1,04-1,83) eftir ieiðréttingu fyrir stærð æxlis og eitlaíferð. Konur með og án stökkbreytingar höfðu svipað hlutfall æxla með jákvæða estrógen viðtaka og hlutfall tvíiitna æxla (DNA index 1,00±1,15), en hins vegar voru arfberar átta árum yngri við greiningu (P<0,001), hærra hlutfall fékk nýja bq'óstakrabbameinsgreiningu (18,5% miðað við 8,1%, P<0,001), æxlin voru stærri (meðalstærð 27,6 mm miðað við 23,0 mm, P=0,01), oftar eitlaíferð (51,3% miðað við 42,2%, P=0,06) og æxlisgráða hærri (52,0% með hæstu gráðu miðað við 30,9%, P<0,001). Munur á forspárþáttum var bundinn við sjúklinga með tvílitna æxli, og þar var hann mun skarpari. í þeim hópi var einnig meira afgerandi munur á horfum arfbera og óstökkbreyttra (HR=3,64; 95% CI 2,16-6,13). Arfberar með tvílitna æxli höfðu mun hærra áhættuhlutfall en arfberar með mislitna æxli (HR=3,77; 95% CI 1,54-9,23). Alyktanir: íslenskar konur með BRCA2 stökbreytingu höfðu nærri fjórfalt verri horfur en konur án breytingarinnar ef æxlin voru tvílitna. Hjá arfberum voru tvílitna æxli mun framgangsharðari en mislitna æxli. Niðurstöðurnar hafa meðal annars klínískt gildi. E 190 Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein Þóra Jenný Gunnarsdóttir1, Nanna Friðriksdóttir2, Lilja Jónasdóttir2 ■Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala thoraj@hi.is Inngangur: Gagnreyndar viðbótarmeðferðir eins og nudd og slökun hafa samkvæmt erlendum rannsóknum reynst árangursríkar til þess að draga úr einkennum og bæta líðan sjúklinga með krabbamein. Slökunarmeðferð hefur verið í boði á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala í rúman áratug. Sjúklingar hafa tjáð ánægju sína með meðferðina en árangur hennar hefur ekki verið markvisst metinn. Efniviður og aðferðir: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna LÆKNAblaðið 2011/97 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.