Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 60
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 að yfirvinnur takmörkun í þroska kímstöðvafrumna í nýburamúsum, sem tengist meðal annars aukinni TNFa tjáningu. E 134 Frumuboðefnin Transforming growth factor pi og lnterleukin-2 hafa samverkandi áhrif á tjáningu viðloðunarsameindarinnar Interleukin </.E Brynja Gunnlaugsdóttir1-2'3, Sólrún Melkorka Maggadóttir1"3, Laufey Geirsdóttir1’3, Inga Skaftadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1-3 'Ónæmisfræðideild, :rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum Landspítala, 3læknadeild HÍ biynja@landspitali.is Inngangur: CD103 er alpha keðja Integrin o.E/1!7 sembindur E-cadherin og stuðlar að vefjasértækri viðloðun T frumna við E-cadherin rík lfffæri og bólgusvæði. CD103 er tjáð af CD4+ og CD8+ T frumum og einkennir hluta T stýrifrumna og getur því hvoru tveggja tengst bólgumiðlandi og bólguhamlandi virkni. Transforming growth factor-bl (TGF-bl) stýrir virkni og sérhæfingu T frumna og hefur einnig þekkt áhrif á tjáningu CD103. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stjórnunaráhrif TGF-pl og Interleukin-2 (IL-2) á tjáningu CD103. Efniviður og aðferðir: Einkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr naflastrengsblóði fullburða barna. T frumur voru örvaðar með mótefnum (anti-CD3 +/- anti-CD28). TGF-bl og IL-2 var bætt í valdar ræktir. Frumum var safnað á þriðja degi ræktar og litað var fyrir yfirborðssameindunum CD4, CD8, CD25, CD103, CD49d og Integrin b7. Auk þess var litað fyrir umritunarþættinum FoxP3 með innanfrumulitun. Tjáning sameinda var skoðuð í frumuflæðisjá. Niðurstöður: TGF-þl og IL-2 höfðu ekki sjálfstæð áhrif á tjáningu CD103. Hins vegar höfðu þau sterk samverkandi áhrif á tjáningu CD103 meðal CD4+ og CD8+ T frumna sem örvaðar voru um CD3 viðtakann. CD8+ T frumur voru mun næmari gagnvart þessum áhrifum (hlutfallshækkun 103+ T frumna: 30 föld meðal CD8+ miðað við sexföld meðai CD4+ T frumna; p <0,05). Hins vegar dró verulega úr áhrifum TGF-bl og IL-2 á tjáningu CD103 þegar einnig var ræst um CD28 viðtakann. TGF-þl og IL-2 höfðu samverkandi áhrif á FoxP3 tjáningu CD4+ og CD8+ T frumna og hlutfallslega tjáningu FoxP3 meðal CD103+ T frumna. Alyktanir Niðurstöður okkar benda til þess að stjórnunaráhrif TGF- pl á tjáningu CD103 séu háð IL-2. Jafnframt benda niðurstöður okkar til þess að ofangreind boðferli stuðli að sérhæfingu CD103 jákvæðra stýrifrumna bæði meðal CD4+ og CD8+ T frumna. E 135 Blöðruhálskirtilskrabbamein. Samanburður á islensku og dönsku þýði Inga Jóna Ingimarsdóttir1'2'3, Ea Rusch3, Klaus Brasso', Gerda Engholm3, Jan Adolfsson5, Laufey Tryggvadóttir*, Hans H. Storm3 'Landspítala, 2Miöstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 3Krabbameinsfélagi Danmerkur, 'þvagfæraskurödeild Rigshospitalet Kaupmannahöfn, 5þvagfæraskurðdeild Háskólasjúkrahúsinu Örebro, 'Krabbameinsskrá KÍ ingajona@landspitali. is Inngangur: Fyrri rannsóknir, byggðar á upplýsingum úr krabbameins- skrám, sýna mikinn mun á lifun á blöðruhálskirtilskrabbameini (PC) á milli Danmerkur og {slands. Markmið rannsóknarinnar er kanna ástæður fyrir þessum mismun. Nýgengi PC er mun hærra á íslandi en dánartíðnin hefur verið svipuð. Efniviður og aðferðir: Krabbameinsskrár landanna voru notaðar tii að bera kennsl á sjúklinga sem greindust á árunum 1996-1998 á íslandi og í átta af 16 landsvæðum Danmerkur árið 1997. Klínískar upplýsingar voru sóttar í sjúkraskrár. Gerð var TNM stigun, skráð þroskun æxlis, PSA gildi fýrir meðferð og tegund meðferðar. Ekki voru teknir með karlar greindir við krufningu, með fyrri krabbamein (undanskiiið húðkrabbamein) eða yfir nírætt við greiningu. Mismunur á dánartíðni landanna var reiknaður og leiðrétt fyrir þekktum breytum sem hafa áhrif á horfur. Niðurstöður: Hlutfallslega fleiri íslenskir sjúklingar voru yngri en 69 ára. Á íslandi voru % sjúklinganna með staðbundinn sjúkdóm miðað við 56% í Danmörku. Danirnir voru með hærri Gleason-stigun (score) og helmingi fleiri voru með staðfest fjarmeinvörp. Heildarlifun í þýðunum tveimur var sambærileg við fyrri niðurstöður sem byggjast á heilu þýði (population-based) sem hafa verið birtar. Marktækur munur var á dánartíðni (excess mortality rate). Eftir að leiðrétt var fyrir mun á eigindum sjúklinga svo sem meinvörp/ekki meinvörp, klínískt stig og PSA gildi jafnaðist munurinn út. Ályktanir: Á íslandi virðist sem aukin virkni í að greina menn með sjúkdómimi hafi leitt til þess að fleiri sjúklingar greinast með staðbundinn sjúkdóm sem hefur óvissa klímska þýðingu. Rannsóknir á lifun sem ekki hafa klínískar upplýsingar eru mögulega ekki nægilega greinagóðar. Eigindi sjúklinga geta ef til vill útskýrt megnið af muninum á lifun sem greint hefur verið frá á Norðurlöndunum. E 136 Mjólkurneysla á unglingsárum og áhætta á langt gengnu krabbameini í blöðruhálskirtli síðar á lífsleiðinni Jóhanna E. Torfadóttir1, Laufey Steingrímsdóttir2, Lorelei Mucci3-4, Thor Aspelund510, Julie Kaspezyk3-4,Örn Ólafsson1, Katja Fall6, Laufey Tryggvadóttir7, Tamara Harris8, Lenore Launer/ Eiríkur Jónsson’, Hrafn Tulinius7, Meir Stampfer3-4, Hans-Olov Adami3'6, Vilmundur Guðnason511, Unnur A. Valdimarsdóttiru ‘Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 3Dept. of Epidemiology Harvard School of Public Health, Boston, 'Channing Laboratory, Brigham and Women's Hospital, Harvard Medical School, Boston, 5Hjartavemd, 'Dept. of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 7Krabbameinsskrá íslands, "Laboratory of Epidemiology Demography and Biometry, Intramural Research Program, National Institute on Aging, Bethesda, ’Landspítala, “raunvísindadeild, "læknadeild Hf 6B13521@talnet.is Inngangur: Markmið verkefnisins var að skoða tengsl búsetu og fæðuvenja frá unga aldri við áhættu á blöðruhálskirtilskrabbameini (BHK) síðar á ævinni. Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartavemdar um 8.914 karlmenn (fæddir á árunum 1907-1935) sem gáfu upplýsingar um búsetu frá fæðingu. Með samtengingu við Krabbameinsskrá var þátttakendum fylgt eftir frá fyrstu komu (á tímabilinu 1967-1987) í rannsóknina með tilliti til greiningar og dánarorsakar vegna blöðruhálskirtilskrabbameins allt til loka árs 2008. Undirhópur þátttakenda (N=2.267) tók svo þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 2002 og svaraði spurningum um fæðuvenjur á unglingsárum og á miðjum aldri. Fyrir búsetuútreikningana var gerð lifunargreining og fyrir mjólkurútreikninga var notuð tvíkosta aðhvarfsgreining til að reikna áhættuhlutfall fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein með 95% öryggismörkum. Leiðrétt var fyrir helstu áhættuþáttum og fæðutegundum. Niðurstöður: Eftirfylgni þátttakenda var að meðaltali 24,6 ár og á því tímabili greindust 1090 karlar með blöðruhálskirtilskrabbamein, þar af voru 349 með langt gengið krabbamein (dánarorsök eða stigun IV eða III við greiningu). Borið saman við þá sem aldir voru upp í Reykjavík þá var sveitarbúseta á æskuárum tengd aukinni áhættu á langt gengnu blöðruhálskirtilskrabbameini (HR=1,35; 95% CI: 1,03-1,77), sérstaklega meðal manna sem fæddust fyrir 1920 (HR=1,77; 95% CI 1,18-2,65). Ekki fannst samband fyrir búsetu í sjávarþorpi á unga aldri og langt gengnu 60 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.