Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 21
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 hreyfingu gæti skýrt þessi verndandi áhrif og er athyglisvert að verndin skuli haldast þrátt fyrir langa búsetu í þéttbýlinu. E 10 Algengi, orsök og meðferð rofs á ristli á íslandi, 1998-2007 Kristín Jónsdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1'2, Shreekrishna Datye3, Fritz H. Berndsen4, Páll Helgi Möller1-2 Skurðlækningaddld Landspítala, 2læknadeild Hf, 3Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands knstijo@landspitali. is Inngangur: Rof á ristli er alvarlegur sjúkdómur en samkvæmt erlendum rannsóknum er dánartíðnin há, eða frá 15-30%. Orsakir rofs á ristli eru margar, en helstar eru sarpabólga, krabbamein og utanaðkomandi averki til dæmis við ristilspeglun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að meðferð hefur breyst á umræddu tímabili og færri fara nú í aðgerð sem fyrstu meðferð samanborið við áður. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða algengi, orsakir og afdrif sjúklinga með rof á ristli á tímabilinu 1998-2007. Efniviður og aðferðir: Gerð var breið leit í gagnagrunnum Landspítala háskólasjúkrahúss, Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eftir líklegum greiningarkóðum (ICD-10). Farið var yfir s)úkrarskrár og gögn um kyn, aldur, orsakir og afdrif einstaklinga með rof safnað. Niðurstöður: Alls fundust 228 sjúklingar með staðfest rof á ristli, 132 konur og 96 karlar. Miðgildi aldurs var 70 ár (bil 30-95). Algengasta astæða rofs var sarpabólga (66%), en aðrar ástæður voru áverkar, þar með talið eftir speglanir, (11%), fylgikvillar aðgerða (5%) og aðrir áverkar (3%). Aðrar sjaldgæfari orsakir voru 15%. í upphafi rannsóknartímabilsins var aðgerð algengasta fyrsta meðferð (67%) en 1 hans var það hlutfall komið niður í 35%. Vægi sýklalyfja og kera jókst á sama tíma. Ályktanir: Sarpabólga var algengasta ástæða rofs á ristli á mnnsóknartímabilinu. Vægi aðgerða sem fyrsta meðferð hefur minnkað a ranr|sóknartímabilinu og er það í samræmi við þróunina annars staðar. E 11 Vanstarfsemi heiladinguls þremur mánuðum eftir höfuðáverka °9 innanskúmsblæðingu. Framsýn rannsókn Asta Dögg Jónasdóttir1'2, Pétur Sigurjónsson1'2, Ingvar Hákon Ólafsson3, igurbergur Kárason4,puðrún Karlsdóttir5, Guðmundur Sigþórsson”, Rafn ^ enediktsson7, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir17 I.yflækningasvai Landspítala, 2Háskóla íslands, 'heila- og taugaskurðlækningadeild, efnask°StUd0^jVæ^n17a^eÍ*CÍ,5enc,ur^æ^ni1araei^' 6Hínískri lífefnafræðideild og 7innkirtla- og as,3dogg@gmaji com ínngangur: Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til að vanstarfsemi heiladinguls (VH) sé algengur fylgikvilli höfuðáverka (HÁ) og 'nnanskúmsblæðinga (IB). Rannsóknir hafa sýnt að vanstarfsemi heiladinguls getur gengið til baka skömmu eftir höfuðáverka og lr>nanskúmsblæðingar eða komið fram síðar. Markmið rannsóknarinnar er að meta algengi og þróun vanstarfsemi heiladinguls eftir höfuðáverka °g innanskúmsblæðingar á íslandi. Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og níu sjúklingum, 18-65 ára, sem k°mu á Landspítala á eins árs tímabili og voru greindir með miðlungs alvarlega (MAHÁ, GCS 9-12) og alvarlega (AHÁ, GCS <9) höfuðáverka eða innanskúmsblæðingar, var boðin þátttaka í rannsóknirtni. Sextán s)úklingar voru með alvarlega höfuðáverka og sex með miðlungs aharlega höfuðáverk, 17 karlmenn og fimm konur, meðalaldur 37±13 ár (spönn 18-65 ára) og 17 með innanskúmsblæðingar, 10 karlmenn og sjö konur, meðalaldur 51±11 ára (spönn 30-66 ára). Fimmtán sjúklingar tóku ekki þátt í frekari eftirfylgni, fjórir létust, einn var erlendur ríkisborgari og 10 afþökkuðu þátttöku. Heiladingulsstarfsemi var metin hjá 24 sjúklingum, 12 með höfuðáverka (8 AHÁ og 4 MAHÁ) og 12 með innanskúmsblæðingar, þremur mánuðum eftir höfuðáverkann/ innanskúmsblæðingarnar. Hormónagildi í blóði voru mæld og insúlínþolpróf (IÞP) framkvæmt. Við frábendingu fyrir insúlínþolprófi var framkvæmt GHRH+Arg og Synachten próf. Niðurstöður: Ein 65 ára kona með alvarlegan höfuðáverka hafði prólaktínofgnótt. Tveir karlmenn, annar 56 ára með innanskúmsblæðingar, hinn 37 ára með alvarlegan höfuðáverka, höfðu vaxtarhormónaskort. í báðum tilvikum var skorturinn staðfestur með GHRH+Arg prófi. Tvær konur, 41 og 50 ára, höfðu fátíðir í kjölfar innanskúmsblæðinga. Ályktanir: Vanstarfsemi heiladinguls greindist hjá tveimur af átta (25%) sjúklingum með alvarlegan höfuðáverka og þremur af 12 (25%) sjúklingum með innanskúmsblæðingar, sem er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að skoða starfsemi heiladinguls í kjölfar höfuðáverka og innanskúmsblæðinga. Nánari eftirfylgni getur leitt í ljós hvenær ber að meta sjúklinga eftir alvarlegan höfuðáverka, miðlungs alvarlegan höfuðáverka og innanskúmsblæðingar. E 12 Lifrarskaði af völdum lyfja og náttúruefna. Framsýn rannsókn á íslandi Rúnar Bragi Kvaran1, Óttar Bergmann2, Sigurður Ólafsson2, Sif Ormarsdóttir3, Einar Stefán Björnsson1'2 'Læknadeild HÍ, 2meltingarlækningaeiningu Landspítala, 3Lyfjastofnun rbk2@hi.is Inngangur: Lifrarskaði er þekkt aukaverkun ýmissa lyfja og náttúruefna (drug induced liver injury (DILI)). Frönsk rannsókn, sem er eina birta framsýna rannsóknin á nýgengi DILI, sýndi nýgengi 14 á hverja 100.000 íbúa á ári. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna nýgengi DILI, algengustu orsakir og afla vitneskju um meinmynd og horfur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og tekur til allra tilfella af ófyrirsjáanlegum (idiosyncratic) DILI á fslandi frá upphafi mars 2010 til loka febrúar 2012. í byrjun árs 2010 fengu allir læknar á fslandi bréf um rannsóknina og voru þeir beðnir um að tilkynna öll tilfelli DILI. Niðurstöður: Niðurstöður sem birtast hér ná yfir fyrstu átta mánuði rannsóknartímabilsins. Tilfellin voru 40 og er nýgengi DILI samkvæmt því 19 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Konur eru í meirihluta (58%) og meðalaldur er 53 ár. Algengustu orsakavaldar voru amoxicillín með klavúlansýru (25%) og náttúruefni (23%); fimm tilfelli tengd notkun á Herbalife® vörum, tvö vegna neyslu efna sem innihalda útdrátt græns tes (Cameília sinensis) og tvö sem innihalda önnur efni. Tvö tilfelli voru orsökuð af díklófenaki, tvö af infliximab og þrjú af fleiri en einu lyfi. Önnur lyf voru amoxicillín, cloxacillín, ísótretínóín, ísóníazíð, trímetóprím/súlfametoxazól, doxýcýklín, interferón \i-la, nítrðfúrantóín, atorvastatín, azatíóprín, enoxaparín, fenoxýmetýlpetnciliín, gabapentín og fenýtóín. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að nýgengi DILI á íslandi sé hærra en nýgengi í rannsóknum frá öðrum löndum. Greining skaðans er erfið og því er hann hugsanlega vangreindur. Einnig treystir rannsóknin á tilkynningar lækna og ekki víst að öll tilfelli séu tilkynnt. Læknar eru hvattir til þess að tilkynna öll grunsamleg tilfelli (iifrarskadi@iandspitaii.is). LÆKNAblaðið 2011/97 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.