Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 135

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 135
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í g F Y L G I R I T 6 6 Mótefnalitun á RAD51 og vH2AX var gerð til að meta tvíþátta brot og DNA viðgerð. Samvirkni olaparib og cisplatin var metin á Capan-1. Bæling á BRCA2 með siRNA var gerð til að staðfesta að áhrif olaparib á frumulínurnar væru tengd BRCA2 stöðu. Niðurstöður: Arfblendnar línur sýna sama olaparib næmi og frumur án BRCA-breytinga, en Capan-1 mikið næmi. yH2AX litun sást eftir olaparib meðferð í öllum frumulínum, en engin RAD51 litun sást í Capan-1. Samvirkni (sjmergy) var milli olaparib og cisplatin. siRNA tilraunir sýna að þegar heilbrigða BRCA2 samsætan er slegin niður verða arfblendnar frumur mjög næmar fyrir PARP hindrun, líkt Capan-1. Alyktanir: Arfblendnar BRCA2 brjóstafrumur eru ekki næmari fyrir olaparib en frumur án BRCA2-breytinga. Eitt eðlilegt eintak af BRCA2 nægir samkvæmt þessu til að DNA viðgerð geti átt sér stað. Þegar eðlilega BRCA2 samsætan í þessum frumum er slegin niður með siRNA bælingu verða þær jafn næmar fyrir PARP meðferð og BRCA2' /' Capan-1. Litun sýnir að tvíþátta brot (yH2AX) eru að myndast í öllum frumulínum eftir olaparib meðhöndlun, en Capan-1 virðist eina línan sem ekki nær að gera við þessi brot með endurröðunarviðgerð. Olaparib gæti hentað til meðferðar BRCA2 sjúklinga, séstaklega með öðrum lyfjum. V 164 Notkun rafrænna ættartrjáa í krabbameinserfðaráðgjöf Vigdís Stefánsdóttir1'’, Óskar Þór Jóhannsson/ Heather Skirton3, Laufey Tryggvadóttir', Hrafn Tulinius5, Jón Jóhannes Jónsson1-6 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild, 2lyflækningasviði Landspítala, 3Plymouthháskóla Bretlandi, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagslslands, 5erfðafræðiefnd HÍ, 6lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HI vigga@islandia.is Inngangur: Við krabbameinserfðaráðgjöf er áhættumat byggt á upplýsingum sem ráðþegi sjálfur gefur og eru notaðar til þess að teikna ættarté. Upplýsingar frá ráðþegum eru staðfestar gegnum sjúkraskrár og Krabbameinsskrá. Efniviður og aðferðir: Gagnagrunnur erfðafræðinefndar Háskóla fslands geymir nákvæmar íslenskar ættfræðiupplýsingar byggðar á opinberum gögnum. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins er ein fárra lýðgrundaðra skráa sem tekur til heillar þjóðar og inniheldur nákvæmar skráningar krabbameina frá 1955. Með tengingu upplýsinga frá erfðafræðinefnd við Krabbameinsskrá hefur erfðaráðgjafaeining erfða- og sameindalæknisfræðideildar þróað gerð rafrænna ættartrjáa. Þau innihalda nákvæmar upplýsingar, oft langt út fyrir þekkingu ráðþega. Notkun rafrænna ættartrjáa í erfðaráðgjöf leiðir til nákvæmara áhættumats í erfðaráðgjöf. Niðurstöður: Krabbameinserfðaráðgjöf sem byggir á ofangreindum ættartrjám hefur verið í boði á íslandi frá byrjun árs 2007. Tæplega 400 manns hafa leitað eftir krabbameinserfðaráðgjöf frá þeim tíma, meirihlutinn (97%) vegna sögu um brjóstakrabbamein í fjölskyldu. Ættartré þriggja til fjögurra kynslóða, oft 150-1.600 manns hvoru megin, er teiknað og metnar líkur á krabbameinsvaldandi stökkbreytingum. Boð um erfðarannsókn byggir á mati sem gert er á ættartré og upplýsingum ráðþega. Þess er gætt að ráðþegi fái ekki upplýsingar um ættingja sína umfram það sem hann þegar veit, af persónuverndandi ástæðum. Þetta fyrirkomulag hefur ekki valdið neinum óþægindum eða áhyggjum eftir því sem best er vitað. Ályktanir: Þörf er á því að bera saman ættartré sem fást frá ráðþegum og rafræn til að kanna forspárgildi þeirra með tilliti til áhættumats. Sé hægt að sýna fram á gildi þess að nota rafræn ættartré á ofangreindan máta, væri hægt að mæla með því að önnur þjóðfélög tækju upp svipað verklag. V 165 Æxlismyndandi eiginleikar gena á mögnunarsvæði 8p12-p11 kannaðir í brjóstakrabbameinsfrumulínum Edda Olgudóttir*, Berglind Ósk Einarsdóttir12, Rósa Björk Barkardóttir1, Inga Reynisdóttir1 'Sameindameinafræði- og frumulíffræðieiningu, rannsóknarstofu í meinafræði Landspítala, 2Hjartavemd edb4@hi.is Inngangur: Algengasta krabbamein sem greinist meðal kvenna á Vesturlöndum í dag er brjóstakrabbamein. í um það bil 10-15% tilfella finnst litningasvæðið 8pl2-pll magnað og hafa slíkar breytingar verið tengdar við verri batahorfur. Rannsóknarhópur á frumulíffræðideild Landspítala kortlagði mögnunarsvæðið á 8pl2-pll með því að skoða íslensk brjóstaæxlissýni. Sú rannsókn leiddi í ljós að innan mögnunarsvæðisins eru sjö gen sem einnig eru yfirtjáð samhliða mögnun. Markmið þessa verkefnis er að kanna hæfni þessara sjö gena til æxlismyndunar. Efniviður og aðferðir: Bæling var miðluð með small interfering RNA (siRNA) í brjóstakrabbameinsfrumulínum með mögnun á 8pl2-pll, CAMA-1 og ZR-75-1. Til viðmiðunar var tjáning bæld í MCF7, sem er með tap á 8pl2-pll. Prótíntjáning í frumulínunum var mæld með ónæmisþrykki og lifun frumnanna var mæld með MTT-prófi og talningu. Bæling á polo like kinase 1 (PLKl) og mæling á lifun í kjölfarið, staðfesti áreiðanleika aðferðanna, sem settar voru upp frá grunni á rannsóknarstofunni. Niðurstöður: Búið er að skoða tvö gen, ER lipid raft associated 2 (Erlin2) og Like-SM-1 (LSMl). I báðum tilfellum tókst að minnka tjáningu prótínanna svo hún varð minni en í MCF7, viðmiðunarfrumlínunni, en bæling á tjáningu genanna hefur ekki áhrif á lifun frumnanna. Ályktanir: Erlin2 og LSMl eru mögnuð í brjóstakrabbameinum með magnanir á litningi 8p, en bæling á tjáningu þeirra hefur ekki áhrif á lifun í þeim frumulíkönum sem notuð voru í rannsókninni. V 166 Aukin nákvæmni í geislameðferð krabbameins í blöðruhálskirtli Anna Einarsdóttir', Agnes Þórólfsdóttir1'2, Garðar MýrdaP ’Geisladeild Landspítala, Tieilbrigðisvísindasviði HÍ, 'geislaeðlisfræðideild Landspítala ane2@hi.is Inngangur: Miklar framfarir hafa orðið í geislameðferð krabbameins í blöðruhálskirtli á undanförnum árum. Tengsl eru á milli hækkunar á geislaskammti og auknum lækningalíkum Með nákvæmri staðsetningu kirtilsins innan grindarholsins með eftirlitsmyndum gefst kostur á hækkun geislaskammta í meðferðarsvæði auk þess sem unnt er að hlífa aðlægum heilbrigðum vef. Út frá eftirlitsmyndum er hægt að áætla öryggismörk umhverfis meðferðarsvæðið. Með minni öryggismörkum minnkar geislun á heilbrigðan vef. Markmiðið var að fá tölulegt mat á nauðsynlegri stærð öryggismarka umhverfis klímskt meðferðarsvæði fyrir sjúklinga sem fá geislameðferð gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Auk þess að athuga hvort aukin tíðni leiðréttinga á meðferðarlegu sjúklings út frá eftirlitsmyndum leiðir til minnkunar öryggismarka. Efniviður og aðferðir: Unnið var úr eftirlitsmyndum sem teknar voru áður en meðferð var gefin og meðan á meðferð stóð hjá 38 sjúklingum sem fengu geislameðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli árið 2009 á geisladeild Landspítala. Frávik blöðruhálskirtilsins voru mæld með myndasamruna út frá gullkomum sem sett eru í kirtilinn. Niðurstöður: Niðurstöður sýna fram á minni skekkjur meðferðarsvæðis með aukinni tíðni leiðréttinga á meðferðarlegu sjúklings sem leiðir til LÆKNAblaðið 2011/97 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.