Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 71
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 talið, til dæmis eru rannsóknir sem hafa sýnt lægri tíðni fylgikvilla hjá þessum sjúklingum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl offitu við árangur kransæðahjáveituaðgerða á Islandi. Efniviður og aðf erðir: Aftursýn rannsókn sem náði tíl allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (CABG/OPCAB) á Landspítala frá 2002-2006, samtals 720 einstaklinga. Sjúklingum var skipt í tvennt; offituhóp með BMI >30 kg/m2 (n=207, 29%), og viðmiðunarhóp með BMI s30 kg/m2) (n=513,71%). Hópamir vom bomir saman með ein- og fjölþáttagreiningu og áhrif offitu metin hvað varðar tíðni fylgikvilla og skurðdauða innan 30 daga. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma en sjúklingar í ofþyngd vou með lægra EuroSCORE (4,3 á móti 5,0; p=0,02) og voru 2,7 árum yngri (p=0,002). Aðgerðartími var lengri hjá sjúklingum í ofþyngd og munaði 18 mínútum (p=0,02). Tíðni minniháttar fylgikvilla (53 og 55%) og alvarlegra fylgikvilla (9 og 10%) var sambærileg í báðum hópum, einnig dánartíðni innan 30 daga (2 og 3,7%; p=0,3). Þegar leiðrétt var fyrir EuroSCORE og aldri við fjölbreytugreiningu reyndist offita hvorki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir tíðni fylgikvilla né dánartíðni (p>0,l). Alyktanir: Tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð er ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum en aðgerðirnar taka lengri tíma. Hafa verður í huga að viss valskekkja getur verið til staðar og haft áhrif á niðurstöðumar, til dæmis vom offitusjúklingarnir bæði yngri og með lægra EuroSCORE. E 169 Blóðfitulækkandi statín lækka dánartíðni sjúklinga eftir kransæðahjáveituaðgerð Sæmundur J. Oddsson', Sólveig Helgadóttir1, Hannes Sigurjónsson1, Martin Ingi Sigurðsson1, Sindri Aron Viktorsson3, Þórarinn Amórsson1, Guðmundur Þorgeirsson2-3, Tómas Guðbjartsson1-3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, Ttjartadeild Landspítala, Mæknadeild HÍ saemiodds@holmail. com Inngangur: Hækkun á blóðfitum er þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma og felst meðferð meðal annars í lyfjameðferð með statínum. Sýnt hefur verið fram á að statín minnka bólguviðbrögð (SIRS) í líkamanum, meðal annars eftir skurðaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif statína á tíðni fylgikvilla og dánartíðni 30 dögum eftír kransæðahjáveituaðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala árin 2002- 2006. Bornir voru saman sjúklingar sem voru á statínum fram að aðgerð (n=529) og þeir sem ekki tóku statín (n=154). Hóparnir voru bornir saman og ein- og fjölþáttagreining notuð tíl að meta áhrif statína á fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð. Niðurstöður: Hóparnir voru mjög sambærilegir hvað varðar áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, tegund og tímalengd aðgerða. Sjúklingar á statínum höfðu þó oftar háþrýsting og EuroSCORE þeirra var lægra (4,6 á móti 5,6, p=0,003). Ekki var marktækur munur á tíðni alvarlegra fylgikvilla í hópunum tveimur (5,8 á móti 5,1%), þar með talið heilablóðfalli, sýkingu í bringubeini, kransæðastíflu og enduraðgerð vegna blæðingar. Dánartíðni sjúklinga á statínum var hins vegar marktækt lægri (1,7 á móti 5,8%, p=0,001). í fjölþáttagreiningu, þar sem meðal annars var leiðrétt fyrir EuroSCORE (OR 1,36 p=0,003) °g hækkandi aldri (OR 1,13; p=0,02), reyndust statín vera sjálfstæður verndandi forspárþáttur 30 daga dánartíðni eftir aðgerð (OR 0,20, p= 0,02). Ályktanir: Blóðfitulækkandi statín tengjast lækkaðri dánartíðni sjúklinga eftir kransæðahjáveituaðgerð. Erlendis hefur verið lýst svipuðum niðurstöðum eftir opnar hjartaaðgerðir. Skýringin á áhrifum statína er ekki augljós en gætí hugsanleg legið í bólguhemjandi áhrifum þeirra eftir skurðaðgerðina og/eða jákvæðum áhrifum á æðaþelsstarfsemi. E 170 Míturlokuskipti á íslandi 1990-2006 Sigurður Ragnarsson1, Þórarinn Arnórsson1, Tómas Guðbjartsson1-2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ sigurra@landspitali.is Tilgangur: Árangur míturlokuskipta á íslandi hefur ekki verið kannaður áður en fyrsta slíka aðgerðin hér á landi var gerð 1990. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skammtímaárangur þessara aðgerða, þar með talda dánartíðni og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem fóru í míturlokuskipti á íslandi 1990-2006, samtals 52ja sjúklinga. Karlmenn voru 34 (65%) og meðalaldur 61 ár (bil 17-85). Rúmlega 2/3 voru með míturlokuleka en 15 með þrengsli. Sex sjúklingar höfðu hjartaþelsbólgu, sjö nýlegt hjartadrep og 90% voru í NYHA flokki III-IV fyrir aðgerð. Meðal logEuroSCORE var 16,2% (bil 1,5-78,9%). Helmingur fór samtímis í kransæðahjáveituaðgerð, 19,2% í ósæðarlokuskipti og 9,6% í þríblöðkulokuviðgerð. Fjórðungur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð. Niðurstöður: Tveir fengu lífræna loku en 50 gerviloku. Meðalstærð nýju lokanna var 30,3 mm (bil 27-31). Meðaltími á hjarta- og lungnavél var 162 mín. og tangartími 107 mín. Miðgildi gjörgæslulegu var 2,9 sólarhringar (bil 0,5-77). Marktæk hækkun á hjartaensímum (CK- MB >70) greindist hjá 62% sjúklinganna og alvarlegir fylgikvillar hjá 46%. Nýtilkomið hjartadrep var algengast (22%), en aðrir alvarlegir fylgikvillar voru öndunarbilun (n=5) og bráð nýrnabilun (n=4). Sjö sjúklingar (13,5%) fóru í enduraðgerð vegna blæðingar og tveir þurftu ósæðardælu (IABP) eftir aðgerð. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá helmingi sjúklinga og voru gáttatif, lungnabólga og skurðsýkingar algengastar. Þrír sjúklingar létust innan daga (5,8%), en tveir til viðbótar létust fyrir útskrift. Ályktanir: Míturlokuskipti er umfangsmikil aðgerð þar sem tíðni alvarlegra fylgikvilla er há, sérstaklega hjartadrep og blæðingar sem krefjast enduraðgerða. Hér á landi er dánartíðni <30 daga tiltölulega lág (5,8%), sérstaklega þegar haft er í huga að margir sjúklinganna eru alvarlega veikir fyrir aðgerð. E 171 Veldur Kawasaki-sjúkdómur míturlokaleka? Halla Sif Ólafsdóttir1, Gylfi Óskarsson1-2, Ásgeir Haraldsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins asgeir@landspitali.is Inngangur: Kawasaki-sjúkdómurinn (KS) er æðabólgusjúkdómur sem einkennist einkum af hita, útbrotum, tárubólgu, slímhúðarbólgu, roða og bjúg á útlimum og eitlastækkunum. Alvarleiki sjúkdómsins felst í myndun kransæðagúla og jafnvel kransæðastíflu. Mörgum spurningum er ósvarað um langtímaáhrif sjúkdómsins. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að athuga fylgikvilla sjúkdómsins með áherslu á síðkomnar aukaverkanir á hjarta. Einnig var faraldsfræði KS hér á landi á tímabilinu 1996-2005 metin. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn fyrir árinl996 LÆKNAblaðið 2011/97 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.