Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 48
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 E 95 Tengsl sýklalyfjaónæmis og meðferðar bráðrar miðeyrnabólgu í börnum Hildigunnur Úlfsdóttir', Ásgeir Haraldsson12, Martha Hjálmarsdóttir1'3, Kristján G. Guðmundsson"1'5, Hannes Petersen1-4, Karl G. Kristinsson1-3 'Læknadeild, 2Barnaspítala Hringsins, 3sýklafræðideild, 4háls-, nef- og eymadeild Landspítala, 5Læknastöðinni Glæsibæ asgeir@landspitali. is Inngangur: Miðeyrnabólga er algengt vandamál, einkum hjá börnum, og krefst oft meðhöndlunar með sýklalyfjum. Pneumókokkar eru algeng orsök bráðrar miðeyrnabólgu. Fjölónæmi pneumókokka torveldar meðferð en þeim fjölgaði á íslandi á árunum 1990-1996 en fækkaði síðan í nokkur ár. Frá árinu 2002 hefur fjölónæmum pneumókokkum fjölgað á ný hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli sýklalyfjaónæmis pneumókokka og meðferðar bráðrar miðeyrnabólgu í börnum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um sýklalyfjanæmi og hjúpgerðir pneumókokka frá bömum (1995-2008) fengust frá sýklafræðideild Landspítalans og um greiningar á miðeymabólgum úr gagnagrunni Landspítala (1990-2008). Úrtak sjúkraskýrslna frá þeim árum þar sem fjölónæmi pneumókokka var mest (1996 og 2007) og minnst (2001) voru skoðaðar og meðal annars skráð sýklalyfjameðferð, skammtastærð, endurteknar sýkingar og rör. Niðurstöður: Hlutfall fjölónæmra stofna pneumókokka var nálægt 20% tií ársins 1999, undir 15% árin 2000-2002 en um og yfir 30% frá árinu 2005. Fjölónæmir stofnar voru nær eingöngu af hjúpgerð 6B í fyrra toppnum og 19F í þeim síðari. Skoðaðar voru sjúkraskýrslur 260 barna. Hlutfallslega fleiri fengu amoxicillín-klavúlansýrumeðferð á árunum 1996 og 2007 borið saman við 2001. Fleiri fengu háskammta- eða stungulyfjameðferð árin 1996 og 2007 (37% og 32%) en árið 2001 (24%), þó ekki marktækt (p=0,l og p=0,2). Fleiri fengu stungulyfjameðferð 1996 en 2001 og 2007 (25% á móti 18% og 19%), þó ekki marktækt. Alyktanir: Fjölgun fjölónæmra pneumókokka á íslandi virtist leiða af sér ný meðferðarúrræði eins og háskammta- og stungulyfjameðferð. ítarlegri rannsóknir með stærra úrtaki gætu svarað áleitnum spurningum um áhrif til lengri tíma og freakri breytingar á ónæmi og hjúpgerðum. E 96 Fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum til tveggja ára aldurs Kristrún E. Sigurðardóttir1, Michael V. Clausen2, Hildur S. Ragnarsdóttir3, Ingibjörg H. Halldórsdóttir3, Doreen McBride4, Kirsten Beyer5, Sigurveig Þ. Sigurðardóttiru 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins, 3ónæmisfræðdeild Landspítala, 4Charite Universitátsmedizin Berlin, Institute for Social Medicine, Epidemiology and Health Economics og 5Dept. of Pediatrics, Division of Pneumonology and Immunology kes5@hi.is Inngangur: Algengi ofnæmissjúkdóma hefur aukist síðustu áratugi. Tíðni fæðuofnæmis hefur verið á reiki vegan mismunandi rannsóknaraðferða. Þessi framskyggna ferilrannsókn er hluti af EuroPrevall, alþjóðlegri rannsókn á fæðuofnæmi. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum börnum til tveggja ára aldurs. Efniviður og aðferðir: Börnum var fylgt eftir frá fæðingu til 30 mánaða aldurs. Staðlaðir spurningalistar voru lagðir fyrir við fæðingu, 12, 24 og 30 mánaða aldur. Ef barn fékk einkenni um fæðuofnæmi var það skoðað af sérfræðingi í ofnæmissjúkdómum, fæðusértækt IgE mælt og ofnæmishúðpróf (SPT) framkvæmd. Fæðuofnæmi var sannað eða afsannað með tvíblindu þolprófi (DBPCFC) á Barnaspítala Hringsins. Fæðuofnæmi var aðeins greint ef þolprófið var jákvætt eða ef barnið hafði fengið það alvarleg viðbrögð við fæðu að ekki þótti öruggt að framkvæma prófið. Niðurstöður: Af 1345 börnum sem voru skráð til þáttöku svöruðu 1259 (94%) 24 mánaða spurningalista. Alls tilkynntu 515 (41%) um einkenni, 249 (20%) voru skoðuð af lækni. Af þeim voru 84 (7%) talin af lækni vera með fæðuofnæmi en 40 (3%) voru með sannanlegt fæðuofnæmi á DBPCFC. Fæðuofnæmi sem greindist var fyrir eggjum: 28 (70%); mjóik: 12 (30%); fiski: átta (20%); jarðhnetum: sex (15%); hveiti: hjá tveimur (5%) og trjáhnetum: hjá einum (3%). Mestur hluti fæðuofnæmis greindist á fyrsta aldursári; fyrir mjólk (92%), eggjum (85%), fiski (63%), hveiti (100%) á meðan jarðhnetuofnæmi greindist seinna (33%). Við tveggja ára aldur hafði ofnæmið elst af 14 (35%). Alyktanir: A Islandi fá 3% barna undir tveggja ár aldri sannanlegt fæðuofnæmi. Meirihluti þeirra sem fá ofnæmi fyrir mjók, eggjum, fiski og hveiti greinast á fyrsta aldursári á meðan að hnetuofnæmi greinist síðar. Við tveggja ára aldur hefur þriðjungur af fæðuofnæmi elst af. Þakkir: EB (FOOD-CT-2005-514000), Vísindasjóður Landspítala, GlaxoSmithKline. E 97 Súrefnisbúskapur í gláku Ólöf Bima Ólafsdóttir1, Sveinn Hákon Harðarson1'2'3, María Soffía Gottfreðsdóttir3, Alon Harris4, Einar Stefánsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3Oxymap ehf., 4Indiana University School of Medicine obo4@hi.is Inngangur: Margt bendir til þess að blóðflæði í augum glákusjúklinga sé minnkað eða því illa stjórnað og getur það hugsanlega leitt til súrefnisskorts. Markmið verkefnisins er því að mæla súrefnismettun sjónhimnuæða í glákusjúklingum og kanna hvort tengsl séu á milli súrefnismettunar og sjónsviðsskemmda í gláku. Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun í sjónhimnuæðum sjúklinga með gleiðhornsgláku (n=31) var mæld með súrefnismæli (Oxymap ehf.) og borin saman við meðalskemmd í sjónsviði (Mean Defect, MD), sem fékkst úr Octopus 123 sjónsviðsmæli. Einnig var borin saman súrefnismettun sjónhimnuæða hjá einstaklingum með gott sjónsvið (MD=(-2)-2dB, n=12) og slæmt sjónsvið (MDalOdB, n=9). Framkvæmd voru Pearsons r fylgnipróf og stúdents t-próf. Niðurstöður: Hjá öllum hópnum fannst jákvæð fylgni á milli súrefnismettunar bláæða og meðalsjónsviðsskemmdar (r=0,43; p=0,015). Sömuleiðis minnkaði munur á súrefnismettun milli slagæðlinga og bláæðlinga marktækt með aukinni meðalsjónsviðsskemmd (r=-0,55; p=0,0013). Einstaklingar með slæmt sjónsvið voru að meðaltali hærri í súrefnismettun bláæðlinga (68±4%, meðaltal±staðalfrávik) samanborið við einstaklinga með gott sjónsvið (62±3%, p=0,002). Meðalmunur í súrefnismettun milli slagæðlinga og bláæðlinga var lægri hjá einstaklingum með slæmt sjónsvið (30±4%) samanborið við einstaklinga með gott sjónsvið (37±4%, p=0,0003). Ályktanir: Augu með dýpri glákuskemmd hafa lægri súrefnismettun í bláæðlingum og minni mun í súrefnismettum milli slagæðlinga og bláæðlinga og því hugsanlega minni súrefnisflutning til vefsins. 48 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.