Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 96
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
Ályktanir: Niðurstöður aðferðanna tveggja eru sambærilegar og því má
álykta að sýrustig drykkja gefur vísbendingu um glerungseyðningarmátt.
Sýrustigsmæling (pH) drykkja ein og sér er því einföld og fljótleg aðferð
til að fá upplýsingar um glerungseyðingarmátt hans. I ljósi niðurstaðna
væri ástæða til að þróa mælikvarða sem upplýsir almenning um
glerungseyðandi áhrif drykkja á einfaldan en vísindalegan hátt. Þetta
væri mögulegt í formi stigatöflu sem flokka myndi glerungseyðandi
áhrif drykkja í þrjú stig þar sem fyrsta stigs drykkir hefðu minnstu áhrif
og það þriðja mestu áhrifin. Þessar upplýsingar eru mikilvægar heilsu
neytanda likt og innihaldslýsingar og næringargildi og ættu því að vera
aðgengilegar á umbúðum drykkjarvara.
V 42 Hafa langveik börn og þau sem taka lyf að staðaldri verri
tannheilsu en jafnaldrarnir?
Helga Helgadóttir, Hrafnhildur Eik Skúladóttir, Jenný Magnúsdóttir, Sunna
Ingimundardóttir, Sigurður Rúnar Sæmundsson, Inga B. Ámadóttir
Tannlæknadeild HÍ
hes3@hi.is
Inngangur: Talið er að sjúkdómar og lyfjanotkun tengist auknu
algengi á tannskemmdum og vitað er að mörg lyf valda munnþurrki.
í landsrannsókn á tannheilsu barna (MUNNÍS) 2005 var upplýsingum
safnað um tannheilsu, sjúkdóma og lyfjanotkun. Skoðuð eru áhrif
sjúkdóma og lyfjanotkunar á tannheilsu barna.
Efniviður og aðferðir: Úrtakið samanstóð af 20% bama á aldrinum sex,
12 og 15 ára á íslandi (2005), samtals 2251 barni. Tannskoðun fór fram
í grunnskólum og var gerð af einum skoðara, þar sem 15 ára svöruðu
sjálf spurningalista en sex og 12 ára svöruðu með aðstoð foreldra sinna.
Tannáta var metin eftir ICDAS (dmft 1-6 og DMFT 1-6). Einnig var hver
fullorðinstönn greind með eða án glerungseyðingar (modified scale of
Lussi).
Niðurstöður: Svarhlutfall var 81%. Af þeim sem svöruðu eru 19,8%
með ofnæmi og mældust þeir með marktækt fleiri skemmdar tennur
(DMFT, d 1-6) en jafnaldrar þeirra. Munurinn reyndist vera 40%
hærri hjá börnum með ofnæmi. Einnig fannst marktækur munur á
tannskemmdatíðni (DMFT, d 1-6) hjá þeim sem eru með langvinnan
sjúkdóm en þar mældist liún 34% hærri hjá langveikum börnum en hjá
heilbrigðum jafnöldrum þeirra. Af vörnunum taka 9,1% inn lyf daglega
og er tannskemmdatíðni (DMFT, d 1-6) þeirra 46% hærri en hjá þeim
sem taka ekki lyf að staðaldri. Á milli barna með langvinna sjúkdóma og
heilbrigðra barna fundust engin tengsl á glerungseyðingu og það sama
átti við um börn sem taka lyf að staðaldri og þeirra sem ekki taka lyf.
Ályktanir: Langveik börn og þau sem taka lyf að staðaldri eru með fleiri
tannskemmdir en jafnaldrar þeirra og þurfa auknar tannheilsuforvamir.
Einnig þarf að upplýsa foreldra, forráðamenn og heilbrigðisstarfsfólk
um aukna hættu á tannskemmdum hjá þessum bömum.
V 43 Þróun aðferðar til að mæla viðloðun tannlíms við tanngóm
Tinna Davíðsdóttir1, Þórdís Kristmundsdóttir1, W. Peter Holbrook2, Skúli Skúlason3,
Árni Þ. Kristjánsson3, Aron Guðnason2
Tyfjafræðideild,3 tannlæknadeild HÍ, T.if-HIaupi ehf.
thordisk@hi.is
Inngangur: Rannsóknir á virkni náttúrulega fituefnisins mónókapríns
gegn sveppum benda til að mónókaprín sé vænlegur kostur til
að hindra vöxt Candida undir gervitönnum. Með því að blanda
mónókapríni við tannlím mætti fyrirbyggja sveppasýkingar í munnholi.
Mikilvægt er að mónókaprínið valdi ekki breytingum á viðloðunar-og
samloðunareiginleikum tannlíms. Með Texture Analyser TA-XT2 er
unnt að mæla nákvæmlega krafta sem þarf til að skilja að tvö yfirborð.
Markmið verkefnisins var þróun aðferðar til að nota Texture Analyser
TA-XT2 til að mæla áhrif mónókapríns á viðloðunareiginleika tannlíms.
Efniviður og aðferðir: Mónókapríni var blandað saman við COREGA
(GSK) tannlím í 3-4% þéttni. Notaðar voru tvær aðferðir við þróun
mæliaðferðarinnar, annars vegar voru notaðar gervitennur, bæði fyrir
efri og neðri góm, sem viðloðunarfletir og hins vegar var notuð plata
úr pólýmetýlmetakrýlati. Kraftur sem þurfti til að slíta tannlímið frá
yfirborðinu var mældur, bæði hámarkskraftur og flatarmál undir kraft/
tíma kúrfu.
Niðurstöður: Við notkun á gervigóm til að meta viðloðun reyndist ekki
unnt að fá endurtakanlegar niðurstöður. Erfitt reyndist að stilla nema
tækisins og góminn nákvæmlega á sama hátt fyrir hverja mælingu.
Niðurstöður fengnar með pólýmetýlmetakrýlatplötu sem viðloðunarflöt
sýndu að 3% mónókaprín hafði lítil áhrif á viðloðun en meiri áhrif á
samloðun tannlímsins. Með auknum styrk mónókapríns minnkaði bæði
viðloðun og samloðun tannlímsins.
Ályktanir: Með notkun Texture Analyser og pólýmetýlmetakrýlatplötu
er unnt að kanna áhrif íblöndunarefna á eiginleika tannlíms.
Mælingarnar gefa ekki raunveruleg gildi á viðloðun eða samloðun
heldur vísbendingu um hvaða áhrif íblöndunarefni hafa á eiginleika
tannlíms.
V 44 Kandídatspróf frá tannlæknadeild að viðbættu
rannsóknarverkefni
W. Peter Holbrook, Inga B. Ámadóttir
Tannlæknadeild HÍ
iarnad@hi.is
Inngangur: Kandídatspróf í tannlækningum við Háskóla íslands er
metið sem meistaragráða án rannsóknarverkefna samkvæmt Bologna-
áætlun. Kandídatspróf veitir rétt til að stunda tannlækningar við
útskrift og er vel þekkt innan tannlæknisfræðinnar í EES löndum.
Tannlæknanemar hafa sýnt áhuga á því að taka rannsóknarverkefni
sem valfag við kandídatsprófið til að auka möguleika til að komast í
sérfæðinám erlendis.
Efniviður og aðferðir: Skráð voru viðbótarrannsókarverkefni nemenda
sem lokið höfðu prófi frá tannlæknadeild HÍ. Notuð var tölvuskráning
háskólans til finna fjölda nema sem skráð sig höfðu í viðbótar
rannsóknaverkefni ásamt því að vera í grurmnámi í tannlæknadeild.
Niðurstöður voru skoðaðar með tilliti til birtra greina og ágripa frá
klínískum og vísindalegum fundum ásamt því hvort nemar hefðu fengið
klíníska sérhæfingu eða frekari gráðu. Einnig var skoðað hvað margir
hefðu haft hlutastarf sem klínískir kennarar við deildina.
Niðurstöður: Frá 1990 til 1998 hafa níu nemendur tekið
viðbótarrannsókarverkefni með birtingu á 10 ágripum og fimm greinum
þar af einni grein birtri erlendis. Frá því formleg skráning hófst á
viðbótarverkefnum hefur þátttaka aukist. Þarrnig luku 33 af 51 kandídat
í tannlækningum (65%) frá 2003 viðbótarrannsókarverkefni.
Ályktanir: Það er vaxandi áhugi meðal nemenda að ljúka
viðbótarrannsóknarverkefni. Vegna fyrirhugaðar breytingar á að
aðlaga nám í tannlæknadeild Bologna-áætlun (3+2) er nauðsynlegt
að endurskoða og taka tillit til klínískrar þjálfunar, að viðbættu
rannsókanrverkefni.
96 LÆKNAblaðið 2011/97