Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 116

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 116
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 sjúkraskrám fengust úr fyrri rannsókn. Við mat á gæðum lyfjameðferða var stuðst við 15 lyfjamiðaða gæðavísa. Niðurstöður: Hlutfall innlagna sem greindust með einn eða fleiri gæðavísi var 48,4% og var algengið 56,2% meðal kvenna og 39,9% meðal karla. Fyrir utan einn gæðavísi voru fleiri konur en karlar með hvern þeirra sem valdir voru fyrir þessa rannsókn. Tölfræðilega marktækur munur var á milli aldursbila með tilliti til fjölda gæðavísa og algengara var að eldri einstaklingar greindust með gæðavísi. Tengsl milli gæða lyfjameðferða og fjölda legudaga eða afdrifa sjúklinga komu ekki fram í rannsókninni. Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að gæðum lyijameðferða meðal aldraðra sé ábótavant og að betur megi gera bæði í eftirfylgd og í sambandi við ákvarðanatöku um lyfjameðferð. Konur virðast líklegri til að vera á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð. Mælitækið sem notað var í rannsókninni var ekki áreiðanleikaprófað og æskilegra væri að nota viðurkennt, hugsanlega sjúkdómsmiðað, mælitæki ef til framhaldsrannsókna kæmi. V 105 Barneign og heilsa íslenskra kvenna Hildur Kristjánsdóttir1,4, Ólöf Ásta Ólafsdóttir* 1-3, Þóra Steingrímsdóttir1'3, Jóhann Ág. Sigurðsson1-2 'f-láskóla íslands, 2Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 3kvenna- og barnasviði Landspítala, 4landlæknisembættinu olofol@hi.is Inngangur: Ytri áhrif og líðan móður á meðgöngu getur haft afgerandi áhrif á fæðinguna og líkamlega og andlega heilsu móður, barns og fjölskyldu síðar meir. Markmið rannsóknarinnar er að kanna barneignarþjónustu, heilsu og líðan kvenna frá því snemma á meðgöngu þar til um ári eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Arið 2008 hófst umfangsmikil spuminga- listakönnun um barneignarferli íslenskra kvenna. í fyrsta áfanga var konum sem komu í mæðravemd í 11-16 viku meðgöngu með tilviljanakenndum hætti boðin þátttaka. I öðrum áfanga, sem hófst 2009 og lýkur 2011, er sömu konum sendur nýr spumingalisti þremur mánuðum eftir fæðingu. Þriðji áfangi er fyrirhugaður einu ári eftir fæðingu. Upplýsinga er aflað um félagslega þætti og barneignarþjónustu, svo sem ómskoðun á meðgöngu, verkjameðferð, keisarafæðingu, heimafæðingu, val á meðferð og fæðingarstað, fæðingarorlof, samskipti við heilbrigðisfagfólk og fjölskyldu, líðan, líkamleg og tilfinningaleg einkenni, áhyggjur til dæmis af húsnæði, atvinnu/atvinnuleysi, öryggiskennd og mat á eigin fæmi. Óskað verður eftir viðtölum við lítinn hóp þátttakenda til að fá fram ítarlegri upplýsingar byggðar á persónubundinni reynslu. Niðurstöður: Ellefu hundruð og fimm konur tóku þátt í fyrsta áfanga (um 20% allra í mæðravemd á íslandi), þar af voru 40% frumbyrjur. A höfuðborgarsvæðinu búa 69%. Konumar mátu heilsu sína góða eða mjög góða í 83% tilvika. Af konunum kysu 7% að fæða með keisaraskurði og 19% (207/929) kysu að fæða í heimahúsi með aðstoð ljósmóður ef þær gætu valið sér fæðingarmáta. Ekki er að jafnaði munur á svörum frá landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Alyktanir: A tímum mikilla breytinga í íslensku samfélagi gefst tækifæri til að fylgast með líðan barnshafandi kvenna og nýju fjölskyldunnar við þróun barneignarþjónustu, meðal annars frá sjónarhóli kvenna. V 106 Lifun inniliggjandi geðsjúklinga með fíknisjúkdóm Steinn Steingrímsson12, Thor Aspelund3, Sigmundur Sigfússon4, Andrés Magnússon1'2 ’Geödeild Landspítala, 3læknadeild, 3raunvísindadeild HÍ, 4geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri steinnstein@gmail.com Inngangur: Fíknisjúkdómur er algengur og alvarlegur sjúkdómur meðal inniliggjandi geðsjúklinga. Fíknisjúkdómur getur verið meginorsök innlagnar á geðdeild eða verið meðvirkandi þáttur. Megintilgangur rannsóknarinnar var að bera saman lifun tveggja hópa inniliggjandi sjúklinga; þá með og án fíknigreiningar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra innlagna (18 ára og eldri) á geðdeildir íslands á 27 árum. Gengið var út frá greiningu við fyrstu innlögn; bornir voru saman þeir sem höfðu fíknigreiningu við þá sem höfðu ekki þá greiningu. Tölfræðiútreikningar voru aðskildir fyrir kjm og notaður Cox-áhættulíkindareikningur. Leiðrétt var fyrir aldri og innlagnarári. Sá hópur sjúklinga sem var bæði með fíknisjúkdóm og aðrar meðfylgjandi geðgreiningar var skoðaður sérstaklega. Niðurstöður: A tímabilinu lögðust 14.025 sjúklingar inn á geðdeildir. Eftirfylgnitími var alls 156.123 ár. Lifun karla með fíknisjúkdóm var svipuð lifun geðklofasjúklinga án fíknisjúkdóms (Áhættuhlutfall (hazard ratio (HR))=1,02, p>0,05) en verri borin saman við sjúklinga með lyndisraskanir (HR=0,86, p<0,05) og aðra geðsjúkdóma (HR=0,79, p<0,05). Lifun kvenna með geðklofa- (HR=0,75, p<0,05), lyndisraskanir (HR=0,60, p<0,05) og aðra geðsjúkdóma (HR=0,66, p<0,05) var betri miðað við þær sem greindust með fíknisjúkdóm. Önnur geðgreining ásamt fíknisjúkdóm borin saman við einungis fíknigreiningu jók marktækt dánartíðni karla (HR=1,23, p<0,05) en ekki kvenna (HR=1,11, p>0,05). Ályktanir: Fíknisjúkdómur hefur verri lífshorfur en bæði lyndisraskanir og aðrir geðsjúkdómar án fíknisjúkdóms. Hjá körlum er lifun svipuð við ffknisjúkdóm og við geðklofa án fíknigreiningar en fíknisjúkdómur gefur verri lífshorfur en geðklofi hjá konum. Önnur geðgreining samhliða fíknisjúkdómi eykur dánartíðni karla en ekki kvenna. V 107 Greining og meðferð lungnabólgu fullorðinna í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu Ágúst Óskar Gústafsson1, Jón Steinar Jónsson1-, Steinn Steingrímsson2, Gunnar Guðmundsson2-3 1 Heilsugæslu höfuðborgarsvæöisins, dæknadeild Hí, 3lungnadeild Landspítala agust_gustafsson@hotmail.com Inngangur: Lungnabólga er algeng sjúkdómsgreining hjá fullorðnum i heilsugæslu. Lítið er vitað um klínísk einkenni, greiningaraðferðir og meðferð lungnabólgu í heilsugæslu hérlendis. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna greiningaraðferðir, sýklalyfjanotkun og aðra meðferð. Efniviðurogaðferðir: SafnaðvarsamanupplýsingumfráHeilsugæslunni á Seltjarnamesi, Garðabæ og Hamraborg hjá einstaklingum eldri en 18 ára. Leitað var eftir greiningum um lungnabólgu í sjúkraskrárkerfi fyrir tímabilið 1. september 2008 til 1. september 2009. Stuðst var við samskiptaseðla, lyfseðla, röntgensvör og niðurstöður blóðrannsókna sem og ræktunarsvör og mótefnamælingar. Niðurstöður: Alls voru skoðuð gögn hjá 215 einstaklingum, 64% konur. Meðalaldur var 50,2 ár. Fyrir höfðu 22% þekktan lungnasjúkdóm. Alls komu 47% í bókaðan tíma. Lengd veikinda var undir viku hjá 64%. Algengustu einkennin voru hósti (71,6%), hiti (40,0%) og kvefeinkenni (29,8%). Blóðþrýstingur var skráður hjá 26 (14%) einstaklingum sem 116 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.