Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 33
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
Alyktanir: Þrívíð samrækt þekjufrumna og æðaþels er öflugt kerfi sem
leyfir okkur að rannsaka grundvallaratriði við formmyndun lungna.
Lentiveiruferjur henta vel til erfðafræðilegra breytinga á kerfinu og gera
okkur kleift að kryfja til mergjar þau ferli sem stýra greinamyndun og
þroskun lungna.
E 48 Áhrif þöggunar og yfirtjáningar Dlg7 á blóðfrumusérhæfingu
stofnfrumna úr fósturvísum músa
Níels Árni Árnason', Sigríður Þóra Reynisdóttir', Jonathan R. Keller2, Leifur
Þorsteinsson', Kristbjöm Orri Guðmundsson2, Sveinn Guðmundsson1, Ólafur E.
Sigurjönsson14
Blóðbankanum Landspítala, 2National Cancer Institute, Maryland BNA, 4tækni- og
verkfræðideild HR
oes@landspitali.is
Inngangur: Við höfum lýst geni, Dlg7, sem er tjáð í stofnfrumum,
þar á meðal blóðmyndandi stofnfrumum, og stofnfrumum úr
fóstuvísum músa (mES). Við höfum einnig sýnt fram á að Dlg7 er
tjáð í blóðmyndandi stofnfrumum (CD34+CD38+) en mun minna í
blóðmyndandi forverafrumum (Cd34+CD38+). Dlg7 er talið gegna
hlutverki í frumuhringnum meðal annars við stjómun stöðugleika
spóluþráða í frumuskiptingu. Sýnt hefur verið fram á aukna tjáningu
a Dlg7 í meinvörpum í lifrarkrabbameini og vísbendingar um að
genið gegni hlutverki í krabbameinsmyndun í tengslum við Aurora-A
kínasann. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að kanna hvert
hlutverk Dlg7 er í sérhæfingu stofnfrumna úr mES frumum með áherslu
á blóðmyndun.
Efniviður og aðferðir: Við notuðum lentiveiruvektora til að yfirtjá og
Þagga niður Dlg7 í mES fmmur. Genabreyttar músastofnfrumur voru
síðan sérhæfðar yfir í embryoid bodies og þaðan yfir í blóðmyndandi
frumur. Áhrif genabreytingarinnar voru athuguð með colony forming
unit assay, frumuflæðisjá og Q-PCR.
Niöurstöður: Við höfum sýnt fram á að skammtíma (transient) (non-
viral) yfirtjáning á Dlg7 dregur úr stærð og fjölda embryoid bodies.
Yið höfum fengið samskonar niðurstöður með því að þagga niður í
DlS7 rneð lentíveiru shRNA tækni.Tekist hefur að mynda stöðugar
genabreyttar ES frumur með yfirtjáningu og þöggun í Dlg7 geninu.
Einnig höfum við sett upp sérhæfingaraðferðir fyrir mES frumur yfir í
blóðmyndandi frumur og sérhæfingu þeirra yfir í rauðfrumur.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að yfirtjáning og þöggun á Dlg7 í
nrúsa ES frumum hafi áhrif á sérhæfingu mES frurnna til blóðmyndunar.
E 49 Tjáning Dlg7 í þroskun æðaþelsfrumna úr naflastrengsblóði
Lóifur Þorsteinsson1, Sigríður Þ. Reynisdóttir1, Valgarður Sigurðsson2, Birkir Þ.
nragason3, Kristrún Ólafsdóttir1, Karl Ólafsson5, Ólafur E. Sigurjónsson'", Sveinn
'^uðmundsson1
^Blóðbankanum Landspítala, ^blóðmeinafræðideild Landspítala, ■’Tilraunastöð HÍ að Keldum,
rannsóknastofu HÍ í meinafræði, 5kvennadeild Landspítala, 6tækni- og verkfræðideild HR
leifurth@iandspitali.is
Ihngangur: Fyrri rannsóknir sýna að Dlg7 er gen sem hefur mikilvægu
hlutverki að gegna í viðhaldi stofnfrumueiginleika frumna fyrir
hlóðmyndandi vef. Eftir því sem fruman sérhæfist minnkar tjáning
gensins. Þó svo forverafrumur æðaþels í blóði hafi ekki verið
fullskilgreindar ríkir nokkur einhugur um að þær sé að finna þar
°§ þá sérstaklega í naflastrengsblóði. Markmiðið með rannsókninni
var að sýna fram á að hægt sé að rækta æðaþelslíkar frumur úr
Þaflastrengsblóði og endursá þeim og að kanna tjáningamynstur Dlg7
1 þroskunarferlinu.
Efniviður og aðferðir: Einkjarna blóðfrumur (lymphocytes/
monocytes) voru einangraðar úr naflastrengsblóði og ræktaðar í æti
sérstaklega ætluðu til að fá fram frumur með æðaþelsfrumueiginleika.
Æðaþelsfrumur úr naflastreng (HUVEC) voru notaðar sem viðmið.
Tjáning markera fyrir æðaþelsfrumur var könnuð strax eftir
einangrun og eftir ræktun/þroskun, með frumuflæðisjá, til að
staðfesta að breytingin hefði gengið í rétta átt.Tjáning Dlg7 var
staðfest með RT-PCR, ónæmisbindingu (Western-blot) og ónæmislitun
(immunohistochemsitry).
Niðurstöður: Fullt samræmi var milli þeirra frurnna sem ræktaðar
voru úr naflastrengsblóði og HUVEC hvað varðar tjáningu CD
markera og hæfileika þeirra til að mynda æðar á matrígeli. Engin
tjáning á Dlg7 sást með RT-PCR og ónæmisbindingu í frumum strax
eftir einagrun úr naflastrengsblóði. Eftir að frumurnar höfðu öðlast
æðaþelsfrumueiginleika kom fram sterk tjáning á Dlg7 með RT-PCR.
Þetta var staðfest með ónæmisbindingu og ónæmislitun með mótefni
gegn Dlg7.
Ályktanir: Dlg7 er tjáð í æðaþelsfrumum þroskuðum frá frumum úr
naflastrengsblóði og hefur mögulega hlutverki að gegna í þroskun
æðaþelsfrumna í blóði.
E 50 Þrívítt frumuræktunarlíkan tll rannsókna á hlutverki erfðaþátta
í þroskun og sérhæfingu eðlilegra og illkynja þekjufrumna
blöðruhálskirtils
Jón Þór Bergþórsson1, Valgarður Sigurðsson’, Sævar Ingþórsson1, Sigríður Rut
Franzdóttir1, Ásgeir Sigurðsson2, Magnús Karl Magnússon1, Þórarinn Guðjónsson1
’Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum HÍ, 2ísienskri erfðagreiningu
jon.bergthorsson@gmaii.com
Inngangur: Myndun greinóttrar formgerðar er lykilþáttur í þroskun kirtla
af þekjuvefsuppruna svo sem brjóst- og blöðruhálskirtils og breyting á
þessari formgerð er eitt af fyrstu skrefum æxlisvaxtar. Þekkt er að stroma
(uppistöðuvefur) þar á meðal bandvefsfrumur og æðaþelsfrumur hafa
mikil áhrif á þroskun ýmissa líffæra af þekjuvefsuppruna. Við höfum
nýlega sýnt fram á í þrívíðum frumuræktunum að æðaþel örvar vöxt og
sérhæfingu þekjufrumna í brjóstkirtli og lungum og jafnframt myndun
greinóttrar formgerðar sem er einkennandi fyrir þessi líffæri. Hér er
markmiðið að útbúa frumuræktunarkerfi sem endurspeglar formgerð
blöðruhálskirtils í mönnum og nota má til rannókna á erfðaþáttum
blöðruhálskirtílskrabbameins á litningi 8q24. Virkni þessara erfðaþátta
hefur verið tengd wnt boðferlinum sem er mikilvægt í þroskun
og æxlismyndun. í rannsókninni var könnuð hæfni frumulína frá
blöðruhálskirtilsþekju til að mynda greinóttar formgerðir í þrívíðum
ræktunarkerfum í samrækt með æðaþelsfrumum.
Efniviður og aðferðir: Frumlínur úr eðlilegri blöðruhálskirtilsþekju
(PZHPV7, PWRIE, RWPEl, CAHPV10), krabbameinslínan 22RV1
og æðaþelsfrumur úr naflastreng (HUVEC). Frumulínurnar voru
skilgreindar með tilliti til arfgerðar og litningaóstöðugleika á 8q24
svæðinu (FISH). Vaxtarhæfni í mjúk-agar, tjáning á þekjuvefssameindum
(mótefnalitun) og hlutfall ætlaðra stofnfrumna (flæðigreining) var
einnig metið. Ræktun var framkvæmd í þrívíðu grunnhimnuefni með
og án æðaþelsfrumna. Gerð var úttekt á fjölda, þríviddarlögun og
skautun frumuþyrpinga með hefðbundinni smásjárskoðun og confocal
smásjárgreiningu.
Niðurstöður: { þrívíddarræktun mynda frumulínumar blöðrulaga
þyrpingar (prostasphere) en eiginlegar greinóttar formgerðir em fátíðar.
Samrækt með æðaþelsfrumum magnaði í öllum tilfellum fjölda þyrpinga
LÆKNAblaðið 2011/97 33