Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 89
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 stoðkerfisverki séu í aukinni áhættu fyrir kvíða (LH karlar=l,88 (95% ÖB=1,40-2,54); LH konur=l,71 (95% ÖB=1,37-2,13)), þunglyndi (LH karlar=l,83 (95% ÖB=l,32-2,52); LH konur=l,73 (95% ÖB=1,37-2,19)) og svefntruflunum (LH karlar=l,79 (95% ÖB=1,39-2,31); LH konur=l,67 (95% ÖB=l,36-2,04)). Fólk með langvinna stoðkerfisverki lýsir oftar neikvæðum tilfinningum (LH karlar=3,30 (95% ÖB=2,11-5,17); LH konur=2,88 (95% ÖB=l,95-4,26)) og stjórnleysi gagnvart lífsaðstæðum sínum (LH karlar=2,26 (95% ÖB-1,37-3,72); LH konur=2,76 (95% ÖB=l,96-3,88)) samanborið við fólk án langvinnra stoðkerfisverkja. Ályktanir: Niðurstöður gefa vísbendingar um að langvinnir stoðkerfisverkir hafi veruleg áhrif á lífsgæði og líðan fólks og hafi þannig áhrif á möguleika fólks til þjóðfélagsþátttöku. Efla þarf skilning meðferðaraðila á áhrifum langvinnra verkja á andlegar og líkamlegar hömlur fólks. V 20 Réttmæti norræns spurningalista við að meta hreyfingu fuilorðinna á íslandi Sigrún Hreiðarsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Þórarinn Sveinsson Rannsóknarstofu í hreyfivísindum og Lífeðlisfræðistofnun heilbrigðisvísindasviði HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Lítil hreyfing er talin einn af meginorsakaþáttum ofþyngdar og aukinnar tíðni sjúkdóma hjá fullorðnum í hinum vestræna heimi. {júlí 2006 birti Norræna ráðherranefndin aðgerðaráætlun um bætt mataræði og aukna líkamlega hreyfingu. Mikilvægur þáttur í aðgerðaráætluninni er að þróa einfalda mælikvarða sem unnt er að nota til þess að fylgjast með og bera saman þróun þyngdar, mataræðis og hreyfingar meðal íbúa á Norðurlöndunum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta réttmæti spurninga um hreyfingu hjá fullorðnum. Efni viður og aðferðir: Spurningalistar voru samdir á ensku af fulltrúaráði skipuðu sérfræðingum í hreyfingu frá öllum Norðurlöndunum og síðan þýddir á öll Norðurlandamálin. Óskað var eftir sjálfboðaliðum á nokkrum vinnustöðum í þéttbýli og dreifbýli á íslandi til að taka þátt í rannsókninni. Þegar þátttakendur höfðu haft hröðunarmæli á sér í að minnsta kosti sjö daga var hringt í þá og spurningarnar lagðar fyrir þá. Svör við spumingunum voru síðan borin saman við gögnin af hröðunarmælunum með pöruðu t-prófi og Pearsons fylgnistuðlum. Niðurstöður: Fullnægjandi gögnum skiluðu 59 einstaklingar. Samkvæmt spumingalistunum hreyfðu einstaklingarnir sig af miðlungs eða mikilli ákefð í 4,6 klst/viku að meðaltali (SF=4,7) en 1,1 klst/ viku (1,4) samkvæmt hröðunarmælinum (p<0,001). Fylgnin á milli mæliaðferðanna var 0,30 (p=0,02). Þátttakendurnir hreyfðu sig hins vegar af mikilli ákefð í 1,9 klst/viku (3,6) samkvæmt spurningunum en 0,2 klst/viku (0,5) samkvæmt hröðunarmælunum (p=0,001) og fylgnin var 0,05 (p=0,68). Ályktanir: Réttmæti spumingalistans fyrir miðlungs og meiri ákefð er sambærilegt við það sem þekkist fyrir ítarlegri spurningarlista en réttmæti spurningalistans við að meta hreyfingu af mikilli ákefð er óásættanlegt. V 21 Langtímaáhrif sex mánaða fjölþættrar þjálfunar á líkamlega færni og lífsgæði eldri aldurshópa Janus Guðlaugsson/Vilmundur Guðnason2J, Thor Aspelund21, Kristín Siggeirsdóttir2, Anna Sigríður Ólafsdóttir’, Pálmi V. Jónsson3-4, Sigurbjörn Ámi Arngrímsson1, Tamara B. Harris5, Erlingur Jóhannsson1 ‘Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum HÍ, 2Hjartavernd, 3læknadeild og 'raunvísindadeild HI, 5öldrunarlækningadeild Landspítala,5 National Institute of Aging - Intramural Research Program Br1Jo@hi.is Inngangur: Með hækkandi aldri dregur úr daglegri líkamlegri virkni sem hefur neikvæð áhrif á hreyfifærni, líkamsþol og styrk. Regluleg líkamleg hreyfing hefur aftur á móti fjölþættan heilsutengdan ávinning fyrir eldri aldurshópa. Markmið rannsóknar var að meta áhrif sex mánaða fjölþættrar þjálfunar á líkamssamsetningu, hreyfifærni, styrk, þol, daglega líkamlega virkni (DLV) og heilsutengd lífsgæði (HL) hjá eldri aldurshópum. Einnig var markmiðið að skoða áhrif þjálfunar sex og 12 mánuðum eftir að íhlutunartímabili lauk. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í þessari rannsókn voru eldri einstaklingar, karlar og konur á aldrinum 72-92 ára, úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Meðalaldur var 79,2±4,4 ár. Þátttakendur í upphafi voru 114 en af þeim luku 98 við sex mánaða þjálfun. íhlutun fólst í fjölþættri þjálfun með áherslu á daglega göngu (þolþjálfun) og styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku. Þessi þjálfun var studd af sjö fyrirlestrum, þremur um næringu og fjórum um heilsu og líkamsbreytingar við öldrun. Niðurstöður: Að lokinni sex mánaða þjálfun komu fram marktækar breytingar (p<0,05) á hreyfifærni, styrk handa og fóta, gönguvegalengd og daglegri líkamlegri virkni. Marktækar breytingar komu einnig fram á líkamsþyngdarstuðli (BMI) (p<0,05) auk þess sem jákvæð breyting varð á heilsutegndum lífsgæðum (p<0,05). Sex mánuðum eftir að þjálfun lauk var enn marktækur munur (p<0,05) á eftirtöldum prófum þegar þau voru borin saman við grunnmælingar: BMI, SPPB-hreyfi-færni, 8-feta hreyfijafnvægi, styrkur í hnéréttu, sex mínútna gönguprófi, DLV og HL hjá konum. Þessar marktæku breytingar héldust einnig stöðugar 12 mánuðum eftir að þjálfunartíma lauk fyrir utan styrk, DLV og HL. Einu ári eftir að sex mánaða þjálfunartíma lauk tilkynnti helmingur þátttakenda um aukna þátttöku í gönguþjálfun og um 40% í styrktarþjálfun. Ályktanir: Reglubundin fjölþætt þrekþjálfun bætir hreyfifærni, styrk og þol. DLV eykst, BMI færist til betri vegar og HL aukast. Sambærilegar breytingar komu fram hjá konum og körlum. Einu og hálfu ári eftir að þjálfun lauk mátti enn sjá þessi jákvæðu áhrif. Niðurstöður gefa til kynna að vel hönnuð og skipulögð þjálfun, þar sem áherslan er ekki síður á verkkunnáttu, færni og félagslega nálgun en á mælanlegan árangur þjálfunar, getur viðhaldið og bætt líkamlega og sálfræðilega þætti hjá eldri aldurshópum. V 22 Sóragigt og naglbreytingar - Rannsókn á 1116 sjúklingum með sóra og 1-6 ára eftirfylgni með þeim sem höfðu gigt Þorvarður Jón Löve1-2, Jóhann Elí Guðjónsson3, Helgi Valdimarsson1'2, Bjöm Guðbjörnsson12 'Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3University of Michigan thorvardur@gmail. com Inngangur: Sóragigt tengist húðsjúkdómnum sóra. Naglbreytingar eru birtingarmynd sjúkdómsins og nagllos er tengt smáliðabólgum. Um 15-50% sjúklinga með sóra hafa naglbreytingar en allt að 85% sóragigtarsjúklinga. Við rannsökuðum naglbreytingar meðal sórasjúklinga og tengsl þeirra við sóragigt. Efniviður og aðferðir: Við gerðum þversniðsrannsókn á tengslum sóra og sóragigtar við naglbreytingar og fylgdum gigtarsjúklingunum eftir. Fullorðnum einstaklingum meðal almennings með virkan sóra var boðin þátttaka. Húð- og naglbreytingar voru skrásettar. HLA-C arfgerð var mæld. Spurt var hvort gigtarlæknir hefði greint sjúklinginn með sóragigt. Sóragigtarsjúklingunum var boðið aftur til skoðunar einu itl sex árum síðar. Einþátta aðhvarfsgeiningu var notuð til þess að meta tengsl húðbreytinga, naglbreytinga, og HLA-Cw06 vefjaflokkar LÆKNAblaðið 2011/97 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 66. fylgirit (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/379678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991002187629706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. fylgirit (01.01.2011)

Aðgerðir: