Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 62
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 140 Aukin notkun ECMO-meðferðar á íslandi Halla Viðarsdóttir', Þorsteinn Ástráðsson2, Bjarni Torfason'-3, Líney Símonardóttir', Tómas Guðbjartsson1-3, Feiix Valsson2 3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild HÍ hallavi@landspitali.is Inngangur: ECMO-meðferð (extracorporeal membrane oxygenation) getur verið lífsbjargandi í alvarlegri öndunarbilun (V-V (Veno-Venous) ECMO) eða mikilli hjartabilun (V-A (Veno-arterial) ECMO). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur ECMO-meðferðar hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem fengu ECMO-meðferð á íslandi fram að 2010, bæði V-V og V-A ECMO. Skráðar voru ábendingar og fylgikvillar meðferðar en einnig hverjir lifðu af meðferðina. Niðurstöður: Tuttugu og níu sjúklingar (20 karlar), með meðalaldur 45,7 ár (bil 14-84) voru meðhöndlaðir á tímabilinu. Alls fóru 17 (59%) sjúklingar í V-A ECMO vegna hjartabilunar, þar af 12 meðhöndlaðir 2007-2009, í átta tilfellum eftir hjartaaðgerð. Heildarlifun var 35% en 25% fyrir þá sem fóru í ECMO eftir hjartaaðgerð. Meðalaldur sjúklinga í V-A ECMO sem lifðu meðferðina var 36 ár samanborið við 60 ar fyrir þá sem létust. Tólf sjúklingar voru meðhöndlaðir með V-V ECMO vegna öndunarbilunar og var lifunin 67%, þar af tveir með HlNl sýkingu og lifðu báðir. Marktækur munur var á aldri sjúklinga sem lifðu af V-V ECMO og þeirra sem létust (31 á móti 50 ár, p=0,03) en einnig sást marktækt betri lifun hjá sjúklingum sem höfðu verið innan við sjö daga á öndunarvél fyrir ECMO-meðferð (p<0,05). Algengasti fylgikvilli meðferðar voru blæðingar sem sáust í 10 tilfellum, en fjórir sjúklingar í V-A ECMO fengu blóðrásarskerðingu í ganglim. Alyktanir: Árangur VV-ECMO-meðferðar er mjög góður á íslandi (67% lifun) og sambærilegur við það sem best þekkist erlendis. Árangur eftir V-A ECMO, sérstaklega eftir hjartaaðgerð, er hins vegar síðri (25% lifun), og því mikilvægt að meta ábendingar fyrir notkun ECMO í slíkum tilfellum. E 141 Fylgikvillar blaðnámsaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi 1999-2008 Rut Skúladóttir' Guðrún Nína Óskarsdóttir'- Helgi J. ísaksson2- Steinn Jónsson123' Húnbogi Þorsteinsson1, Tómas Guðbjartsson'-4 'Læknadeild HÍ, "rannsóknarstofu í meinafræði, ’lungnadeild, 'hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala rus2@hi.is Inngangur: Skurðaðgerð er helsta meðferðin við lungnakrabbameini og er langoftast beitt blaðnámi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar og snemmkomna fylgikvilla blaðnáms á Islandi. Efniviður og aðferðir: Tvö hundruð og þrettán sjúklingar sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins á árabilinu 1999-2008. Kannaðar voru ábendingar, fylgikvillar, æxlisgerð og TNM-stigun. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhættuþætti fylgikvilla. Niðurstöður: Áttatíu og fimm sjúklingar (40%) greindust fyrir tilviljun en aðrir vegna einkenna sjúkdómsins. Kirtilmyndandi (62%) og flöguþekjukrabbamein (29,1%) voru algengust. Flestir greindust á stigi I (59,6%) og stigi II (17,8%), 7% á stigi IIIA og 14,8% á stigum IIIB- IV. Miðmætisspeglun var gerð hjá 13,6% sjúklinga fyrir blaðnámið. Meðalaðgerðartími var 128 mín. og blæðing í aðgerð 580 ml. Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega fylgikvilla og 36 (17%) minniháttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%) og gáttatif/flökt (6,1%). Tólf sjúklingar þurftu enduraðgerð, tveir vegna fleiðruholssýkingar og einn vegna berkjufleiðrufistils. Eldri sjúklingar með hátt ASA skor og langa reykingasögu voru í aukinni hættu á að fá fylgikvilla eftir aðgerðirnar. Legutími eftir aðgerð var 10 dagar (miðgildi). Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð en fjórir (1,9%) innan 90 daga frá aðgerð. Ályktanir: Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða vegna lungnakrabba- meins er góður hér á landi samanborið við aðrar rannsóknir. E 142 Skurðaðgerðir vegna lungnameinvarpa á íslandi 1984-2008 Halla Viðarsdóttir', Páll Helgi Möller''4, Jón Gunnlaugur Jónasson3-4, Tómas Guðbjartsson2,4 'Skurðlækningadeild,2 hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknastofu Landspítala í meinafræði, 'læknadeild HÍ hallavi@landspitali.is Inngangur: Rúmur þriðjungur sjúklinga með krabbamein greinast fyrr eða síðar með lungnameinvörp. Þegar meinvörpin eru bundin við lungu kemur til greina að fjarlægja þau með skurðaðgerð og bæta þannig lífshorfur. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna algengi og árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir brottnám á lungnameinvörpum með lækningu að markmiði á íslandi 1984-2008. Litið var nánar á sjúklinga með þrjár algengustu frumæxlin, meðal annars kannaðar ábendingar, fylgikvillar aðgerða og reiknuð út lifun (Kaplan-Meier). Útreikningar miðuðust við 31. des. 2009 og var meðal eftirfylgni 45 mánuðir (bil: 3-311). Niðurstöður: Alls fór 81 sjúklingur í aðgerð vegna lungnameinvarpa á tímabilinu (aldur 55 ár, bil: 2-81 ár, 51% karlar). Algengustu frumæxlin voru krabbamein í ristli/endaþarmi (33%, n=27), sarkmein (26%, n=21) og nýrnafrumukrabbamein (17%, n=14) en fjórðungur sjúklinga hafði önnur krabbamein. Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðgerð var 1,0%, 6,5% og 1,4% fyrir þrjár algengustu æxlisgerðirnar. Þessir 62 sjúklingar gengust undir 79 aðgerðir. Fleygskurður (n=45) og blaðnám (n=30) voru algengastu aðgerðimar en hjá fjórum var framkvæmt lungnabrottnám. Skurðdauði var 1,2%. Miðgildi legutíma var 11 dagar (bil: 4-85). Fimm ára lifun fyrir sjúklinga með ristil- og endarþarmskrabbamein var 45%, nýrnafrumukrabbamein 39% og sarkmein 19% (p=0,ll). Ályktanir: Hlutfall krabbameinssjúklinga sem fer í brottnám á lungnameinvörpum hér á landi var frekar lágt. Árangur þessara aðgerða var góður og sambærilegur við erlendar rannsóknir. E 143 Árangur lungnaskurðaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi Húnbogi Þorsteinsson', Ásgeir Alexandersson', Guðrún Nína Óskarsdóttir', Rut Skúladóttir', Helgi J. ísaksson3, Steinn Jónsson'-4, Tómas Guðbjartsson' 2 'Læknadeild HÍ, 'hjarta- og lungnaskurðdeild, "rannsóknastofu í meinafræði, 'lungnadeild Landspítala hth14@hi.is Inngangur: Hér á landi hefur vantað upplýsingar um hlutfall sjúklinga með lungnakrabbamein sem gangast undir lungnaskurðaðgerð með lækningu að markmiði. í Bandaríkjunum hefur þetta hlutfall verið um 30% en 20-25% í Evrópu. Markmið okkar var að kanna þetta hlutfall hér á landi og bera saman árangur helstu aðgerða. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga með lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein (ÖES) sem gengust undir læknandi lungnaskurðaðgerð á íslandi 1994-2008. Upplýsingar 62 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.