Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 35
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
E 54 Fingralengdarhlutfall og slitgigt. Einstaklingar með lengri
baugfingur en vísifingur fá oftar gervilið í hné vegna slitgigtar. AGES-
Reykjavík rannsóknin
•’órir Már Björgúlfsson', Kristín Sigurjónsdóttir1, Thor Aspelund2, Sigurður
Sigurðsson2, Þorvaldur Ingvarsson3, Tamara B. Harris4, Lenore Launer4, Vilmundur
Guðnason3-2, Helgi Jónsson1,5
‘Háskóla íslands, d ljartavemd, 'Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, 4National Institute on
ðging, Bethesda, BNA, 5Landspítala
thb1@hi.is
Inngangur: Nýlegar rartnsóknir hafa bent til tengsla á milli
flngralengdarhlufalls (hlutfall vísi- og baugfingurs) og slitgigtar í
hnjám. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort samband
v®ri milli fingralengdarhlufalls og gerviliðaðagerða vegna slitgigtar í
AGES-Reykjavík rannsókn Hjartavemdar og NIA.
Efniviður og aðferðir: Fingralengd var metin sjónrænt af 5170
ljósmyndum af höndum (2975 konur og 2195 karlar, meðalaldur 76±6
®r). Þátttakendum var skipt í þrjá flokka eftir niðurstöðum (flokkur 1:
vísifingur lengri, flokkur 2: vísifingur og baugfingur álíka langir og
flokkur 3: baugfingur lengri). Gerviliðir í hnjám og mjöðmum voru
skráðir með hjálp tölvusneiðmynda og slitgigt var talin orsök þegar
búið var að útiloka að um brot eða bólgugigtarsjúkdóm væri að ræða.
Niðurstöður: Algengi gerviliða í hnjám var 223 (4,3%) og í mjöðmum
316 (6,1%). Varðandi fingralengd var flokkur 3 (baugfingur lengri)
algengastur eða 50% (43% í konum og 58% í körlum). Framkvæmd
var aðhvarfsgreining (regression analysis; backwards binary logistic
regression) á sambandi fingralengdar og gerviliða í hnjám og mjöðmum
°g teknir með í reikninginn aðrir þekktir og mögulegir áhrifavaldar
eins og slitgigt í höndum, aldur, kyn, mittismál, BMI, hs-CRP,
kólesteról, notkun statínlyfja, beinþéttni í hrygg, menntun og reykingar.
Hlutfallstala (OR) fyrir gervilið í hné reyndist 1,65 (1,24-2,2) p=0,0007,
fyrir flokk 3, sambærilegt fyrir bæði kyn. Engin tengsl sáust við gerviliði
í rnjöðmum.
Alyktanir: Fingralengdarhlutfall hefur tengsl við gerviliði í hnjám en
ekki í mjöðmum. Orsakir eru ekki þekktar en mögulegar skýringar
fengjast atferli, útlimalengd og lögun og kynhormónum.
E 55 Markviss styrkþjálfun aldraðra, áhrif á starfræna færni og
heilsutengd lífsgæði
Kristín Briem1, Ólöf Guðný Geirsdóttir2, Atli Amarson2, Alfons Ramel2, Kristinn
t °masson3,4Pálmi V. Jónsson, Inga Þórsdóttir2
Namsbraut í sjúkraþjálfun, 2rannsóknastofu i næringarfræði, !Vinnueftirlih ríkisins,
rannsóknastofu Hí og Landspítala í öldrunarfræöum
kbriem@hi.is
fl'ugangur: Á meðal þekktra öldrunartengdra breytinga líkamans má
nefna minnkaðan vöðvamassa og -styrk. Þessar breytingar gerast hraðar
efflr að fólk kemst á sjötugsaldur og eru að hluta til háðar næringu og
líkamsþjálfun. Rannsóknir hafa sýnt að markviss líkamsþjálfun hefur
jákvæð áhrif á vöðvastyrk, en minna er vitað um tengsl styrks við
starfræna færni og lífsgæði. Tilgangur okkar var því að kanna áhrif
sfyrkþjálfunar á vöðvamassa, styrk, starfræna getu og lífsgæði aldraðra
á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Auglýst var eftir almennt heilbrigðum
þátttakendum, 65 ára og eldri. Við upphaf rannsóknartímabilsins
v°ru gerðar mælingar á líkamssamsetningu, vöðvastyrk, gripstyrk
°8 líkamlegri færni, en lífsgæði voru mæld með spurningalista
fynr heilsutengd lífsgæði. Þátttakendur tóku síðan þátt í 12 vikna
styrkþjálfun, en að þeim tíma loknum voru allar mælingar endurteknar.
Niðurstöður: Alls luku 213 manns þjálfun. Almennt jókst styrkur og
vöðvamassi marktækt en fitumassi minnkaði. Einnig varð bæting á
mælingum á starfrænni færni og heilsutengdum lífsgæðum. Marktæk
fylgni reyndist vera milli þeirra breytinga sem mældust á styrk og
starfrænni færni á tímabilinu og einnig á milli breytinga sem mældust
á starfrænni fæmi og lífsgæðum. Þessi fylgni var sterkari hjá konum en
körlum.
Ályktanir: Markviss styrkþjálfun aldraðra er vel til þess fallin að bæta
vöðvastyrk þeirra. Auk þess hefur þjálfunin jákvæð áhrif á starfræna
fæmi og mat þeirra á heilsutengdum lífsgæðum. Styrkþjálfun gæti leitt
til heilbrigðara og sjálfstæðara lífs aldraðra, aukið lífsgæði og lífslíkur.
Aukin áhersla á styrkþjálfun aldraðra mundi þannig ekki einungis
skila sér til einstaklingsins, heldur samfélagsins alls í minnkuðum
heilbrigðiskostnaði.
E 56 Heilsufarslegar breytingar sjúklinga í offitumeðferð á
Reykjalundi
Steinunn H. Hannesdóttir1-2, Erlingur Jóhannsson1, Ludvig Á. Guðmundsson2
’Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræöum HÍ, !Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS
hveri@simnet.is
Inngangur: Á íslandi hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna svipaða
þróun hér á landi á holdafari og annars staðar. Markmið þessarar
rannsóknar var að skoða árangur offitumeðferðar á Reykjalundi á þrek,
púls- og blóðþrýstingssvörun á þolprófi í offitumeðferð. Auk þess var
mat sjúklinganna á eigin líðan kannað með spurningalistum og borið
saman við árangur. I þessari rannsókn voru einnig skoðaðar breytingar
á lífsgæðum einstaklinganna.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 47 konur (n=47) á aldrinum
20-60 ára. Notaðar voru eftirfarandi mælingar og breytur: hæð,
þyngd, líkamsþyngdarstuðul! (LÞS), mittismál, BIA (bioelectrical
impedance method) rafleiðnimæling, 6 mínútna göngupróf, þolpróf
á hjóli, ásamt púls- og blóðþrýstingssvörun, þrektala (v/kg) og
hámarkssúrefnisnotkun (ml/kg/mín). Auk þess voru lagðir fyrir
spurningalistarnir SF-36v2 um heilsutengd lífsgæði (short form 36
health survey version 2.0), OP kvarði um sálfélagslega líðan tengdri
offitu (Obesity-related Problems scale), BAI kvíðakvarði (Beck's
anxiety inventory scale) og BDI-II þunglyndiskvarði (Beck's depression
inventory scale).
Niðurstöður: Líkamsþyngdarstuðull breyttist um 4 kg/m2 (p<0,001),
heildarhámarksálag í þolprófi á hjóli jókst um 12% (p<0,001), sem
bætti þrektölu um 21% (p<0,001) og hámarkssúrefnisnotkun jókst um
18% (p<0,001). Marktæk lækkun varð á blóðþrýstingi og í hvíldarpúlsi
(p<0,05). Niðurstöður allra spurningalista sýndu marktækan jákvæðan
mun á heildarstigum (p<0,001).
Ályktanir: Niðurstöðumar undirstrika þýðingu markvissrar
offitumeðferðar með áherslu á varanlegar lífsstílsbreytingar. Gagnlegt
og áhugavert væri að skoða langtímaárangur sömu offitumeðferðar
til að meta heildarárangur. Ávinningurinn af breyttum lífsstíl er
óumdeildur til aukins heilbrigðis fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í
heild.
LÆKNAblaðið 2011/97 35