Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 35
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 54 Fingralengdarhlutfall og slitgigt. Einstaklingar með lengri baugfingur en vísifingur fá oftar gervilið í hné vegna slitgigtar. AGES- Reykjavík rannsóknin •’órir Már Björgúlfsson', Kristín Sigurjónsdóttir1, Thor Aspelund2, Sigurður Sigurðsson2, Þorvaldur Ingvarsson3, Tamara B. Harris4, Lenore Launer4, Vilmundur Guðnason3-2, Helgi Jónsson1,5 ‘Háskóla íslands, d ljartavemd, 'Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, 4National Institute on ðging, Bethesda, BNA, 5Landspítala thb1@hi.is Inngangur: Nýlegar rartnsóknir hafa bent til tengsla á milli flngralengdarhlufalls (hlutfall vísi- og baugfingurs) og slitgigtar í hnjám. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort samband v®ri milli fingralengdarhlufalls og gerviliðaðagerða vegna slitgigtar í AGES-Reykjavík rannsókn Hjartavemdar og NIA. Efniviður og aðferðir: Fingralengd var metin sjónrænt af 5170 ljósmyndum af höndum (2975 konur og 2195 karlar, meðalaldur 76±6 ®r). Þátttakendum var skipt í þrjá flokka eftir niðurstöðum (flokkur 1: vísifingur lengri, flokkur 2: vísifingur og baugfingur álíka langir og flokkur 3: baugfingur lengri). Gerviliðir í hnjám og mjöðmum voru skráðir með hjálp tölvusneiðmynda og slitgigt var talin orsök þegar búið var að útiloka að um brot eða bólgugigtarsjúkdóm væri að ræða. Niðurstöður: Algengi gerviliða í hnjám var 223 (4,3%) og í mjöðmum 316 (6,1%). Varðandi fingralengd var flokkur 3 (baugfingur lengri) algengastur eða 50% (43% í konum og 58% í körlum). Framkvæmd var aðhvarfsgreining (regression analysis; backwards binary logistic regression) á sambandi fingralengdar og gerviliða í hnjám og mjöðmum °g teknir með í reikninginn aðrir þekktir og mögulegir áhrifavaldar eins og slitgigt í höndum, aldur, kyn, mittismál, BMI, hs-CRP, kólesteról, notkun statínlyfja, beinþéttni í hrygg, menntun og reykingar. Hlutfallstala (OR) fyrir gervilið í hné reyndist 1,65 (1,24-2,2) p=0,0007, fyrir flokk 3, sambærilegt fyrir bæði kyn. Engin tengsl sáust við gerviliði í rnjöðmum. Alyktanir: Fingralengdarhlutfall hefur tengsl við gerviliði í hnjám en ekki í mjöðmum. Orsakir eru ekki þekktar en mögulegar skýringar fengjast atferli, útlimalengd og lögun og kynhormónum. E 55 Markviss styrkþjálfun aldraðra, áhrif á starfræna færni og heilsutengd lífsgæði Kristín Briem1, Ólöf Guðný Geirsdóttir2, Atli Amarson2, Alfons Ramel2, Kristinn t °masson3,4Pálmi V. Jónsson, Inga Þórsdóttir2 Namsbraut í sjúkraþjálfun, 2rannsóknastofu i næringarfræði, !Vinnueftirlih ríkisins, rannsóknastofu Hí og Landspítala í öldrunarfræöum kbriem@hi.is fl'ugangur: Á meðal þekktra öldrunartengdra breytinga líkamans má nefna minnkaðan vöðvamassa og -styrk. Þessar breytingar gerast hraðar efflr að fólk kemst á sjötugsaldur og eru að hluta til háðar næringu og líkamsþjálfun. Rannsóknir hafa sýnt að markviss líkamsþjálfun hefur jákvæð áhrif á vöðvastyrk, en minna er vitað um tengsl styrks við starfræna færni og lífsgæði. Tilgangur okkar var því að kanna áhrif sfyrkþjálfunar á vöðvamassa, styrk, starfræna getu og lífsgæði aldraðra á íslandi. Efniviður og aðferðir: Auglýst var eftir almennt heilbrigðum þátttakendum, 65 ára og eldri. Við upphaf rannsóknartímabilsins v°ru gerðar mælingar á líkamssamsetningu, vöðvastyrk, gripstyrk °8 líkamlegri færni, en lífsgæði voru mæld með spurningalista fynr heilsutengd lífsgæði. Þátttakendur tóku síðan þátt í 12 vikna styrkþjálfun, en að þeim tíma loknum voru allar mælingar endurteknar. Niðurstöður: Alls luku 213 manns þjálfun. Almennt jókst styrkur og vöðvamassi marktækt en fitumassi minnkaði. Einnig varð bæting á mælingum á starfrænni færni og heilsutengdum lífsgæðum. Marktæk fylgni reyndist vera milli þeirra breytinga sem mældust á styrk og starfrænni færni á tímabilinu og einnig á milli breytinga sem mældust á starfrænni fæmi og lífsgæðum. Þessi fylgni var sterkari hjá konum en körlum. Ályktanir: Markviss styrkþjálfun aldraðra er vel til þess fallin að bæta vöðvastyrk þeirra. Auk þess hefur þjálfunin jákvæð áhrif á starfræna fæmi og mat þeirra á heilsutengdum lífsgæðum. Styrkþjálfun gæti leitt til heilbrigðara og sjálfstæðara lífs aldraðra, aukið lífsgæði og lífslíkur. Aukin áhersla á styrkþjálfun aldraðra mundi þannig ekki einungis skila sér til einstaklingsins, heldur samfélagsins alls í minnkuðum heilbrigðiskostnaði. E 56 Heilsufarslegar breytingar sjúklinga í offitumeðferð á Reykjalundi Steinunn H. Hannesdóttir1-2, Erlingur Jóhannsson1, Ludvig Á. Guðmundsson2 ’Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræöum HÍ, !Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS hveri@simnet.is Inngangur: Á íslandi hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna svipaða þróun hér á landi á holdafari og annars staðar. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur offitumeðferðar á Reykjalundi á þrek, púls- og blóðþrýstingssvörun á þolprófi í offitumeðferð. Auk þess var mat sjúklinganna á eigin líðan kannað með spurningalistum og borið saman við árangur. I þessari rannsókn voru einnig skoðaðar breytingar á lífsgæðum einstaklinganna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 47 konur (n=47) á aldrinum 20-60 ára. Notaðar voru eftirfarandi mælingar og breytur: hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðul! (LÞS), mittismál, BIA (bioelectrical impedance method) rafleiðnimæling, 6 mínútna göngupróf, þolpróf á hjóli, ásamt púls- og blóðþrýstingssvörun, þrektala (v/kg) og hámarkssúrefnisnotkun (ml/kg/mín). Auk þess voru lagðir fyrir spurningalistarnir SF-36v2 um heilsutengd lífsgæði (short form 36 health survey version 2.0), OP kvarði um sálfélagslega líðan tengdri offitu (Obesity-related Problems scale), BAI kvíðakvarði (Beck's anxiety inventory scale) og BDI-II þunglyndiskvarði (Beck's depression inventory scale). Niðurstöður: Líkamsþyngdarstuðull breyttist um 4 kg/m2 (p<0,001), heildarhámarksálag í þolprófi á hjóli jókst um 12% (p<0,001), sem bætti þrektölu um 21% (p<0,001) og hámarkssúrefnisnotkun jókst um 18% (p<0,001). Marktæk lækkun varð á blóðþrýstingi og í hvíldarpúlsi (p<0,05). Niðurstöður allra spurningalista sýndu marktækan jákvæðan mun á heildarstigum (p<0,001). Ályktanir: Niðurstöðumar undirstrika þýðingu markvissrar offitumeðferðar með áherslu á varanlegar lífsstílsbreytingar. Gagnlegt og áhugavert væri að skoða langtímaárangur sömu offitumeðferðar til að meta heildarárangur. Ávinningurinn af breyttum lífsstíl er óumdeildur til aukins heilbrigðis fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. LÆKNAblaðið 2011/97 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.