Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 36
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 66
E 57 Heilsuefling bæjarstarfsmanna á Höfn
Matthildur Ásmundardóttir, Þórarirm Sveinsson
Rannsóknarstofu í hreyfívísindum, Lífeðtisfræðistofnun HÍ
matthildur77@simnet.is
Inngangur: Vinnuveitendur einblína margir á kostnað sem tengist
heilsu starfsmanna sinna en rannsóknir hafa sýnt fram á greinileg
tengsl milli áhættuþátta sjúkdóma, heilsu og heilsutengdan ko-
stnað fyrirtækja. Heilsuefling getur því dregið úr heilsutengdum
kostnaði. Rannsóknir hafa sýnt að íhlutanir með áherslu á hrey-
fingu eru áhrifaríkar í að auka eða viðhalda hreyfingu. Ihlutanir
geta verið á ýmsu formi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
hvort tvær mismunandi íhlutanir á formi heilsueflingar geti leitt til
aukinnar hreyfingar og bættrar heilsu á meðal bæjarstarfsmanna á
Hornafirði. Annað íhlutunarformið byggði á einstaklingsmiðuðum
viðtölum en hitt formið var hins vegar almennara og hópmiðað.
Efniviður og aðferðir: Öllum bæjarstarfsmönnum Homafjarðar í
50% starfshlutfalli eða meira var boðin þátttaka og tóku 125 starfs-
menn þátt. Allir þátttakendur voru mældir í upphafi, eftir sex
mánaða íhlutunartímabil og aftur sex mánuðum eftir að íhlutun lauk.
Mælingarnar voru: holdafarsmælingar (hæð, þyngd, líkamsþyn-
gdarstuðull, mittisummál og fituprósenta), þrekmæling (sex mínútna
hjólapróf), blóðmælingar (heildarkólesteról, HDL og LDL kólesteról,
þríglýseríð, blóðsykur), spurningalisti um heilsutengd lífsgæði,
hreyfing með hreyfimæli. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa sem
fengu mismunandi íhlutun: viðmiðunarhóp og tvo rannsóknarhópa.
Niðurstöður: Allir hóparnir lækkuðu marktækt í efri mörkum
(p=0,01) og neðri mörkum (p=<0,001) blóðþrýstings. Breytingarnar
voru eins í öllum hópunum (víxlhrif voru ekki marktæk).
Allir hópamir hreyfðu sig minna (p=0,03) í lok rannsóknartí-
mabils, marktæk víxlhrif (p=0,05) komu fram milli hópa.
Alyktanir: íhlutunin skilaði ekki tilætluðum árangri. Niðurstöður
benda til að íhlutunin hafi ekki verið nægilega mikil til að ná að hafa
áhrif á þátttakendur.
E 58 Hefur fæðingarmánuður áhrif á heilsu og menntun íslendinga?
Þórhildur Ólafsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir
Hagfræðideiid HÍ
tho32@hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort
fæðingarmánuður tengist því hvernig íslenskum stúlkubörnum
reiðir af síðar á lífsleiðinni. Erlendar rannsóknir hafa fjallað um ýmsa
þætti í byrjun lífs sem gætu haft áhrif á velferð einstaklinga síðar á
lífsleiðinni og hefur fæðingarmánuður verið kynntur til sögunnar í
því samhengi. Ýmsar kenningar hafa komið fram til skýringar þessara
tengsla. Niðurstöðumar hafa túlkanlegt gildi fyrir mismunandi
skólakerfi, hlutfallslegan aldur nemenda við upphaf skólagöngu
og rannsóknaraðferðir þar sem fæðingarmánuður er notaður sem
náttúmleg tilraun í rannsóknum á lengd skólagöngu. Áhugavert er að
framkvæma slíka rannsókn á íslandi þar sem skólakerfið er ólíkt því
sem gerist í samanburðarlöndunum en lengd skólaskyldu miðast við
fæðingarmánuð í Bandaríkjunum en hérlendis er miðað við skólaárið.
Því má búast við ólíkum niðurstöðum ef þessir þættir hafa áhrif á
sambandið sem er til athugunar.
Efniviður og aðferðir: Gögn rannsóknarinnar eru úr könnun sem
Krabbameinsskrá framkvæmdi árið 2004 og inniheldur handahófskennt
úrtak 20.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-45 ára. Aðhvarfsgreining er
framkvæmd til þess að meta hvort fæðingarmánuður tengist eigin mati
á heilsu og árafjölda í skóla.
Niðurstöður: Niðurstöður benda ekki til þess að um samband sé að
ræða milli fæðingarmánaðar og þess hvemig einstaklingunum reiðir
af síðar á lífsleiðinni ef notuð eru hefðbundin viðmið um tölfræðilega
marktækni, þó má greina kerfisbundnar breytingar á punktmati.
Ályktanir: I fyrri rannsóknum hefur sambandið milli fæðingarmánaðar
og árafjölda í skóla ekki verið sterkt og ef niðurstöður þessarar
rannsóknar eru skoðaðar með tilliti til úrtaksstærðar þá eru þær í
samræmi við bandarískar niðurstöður sem benda til þess að þeir
sem fæðast í byrjun árs hafi færri menntunarár að baki en aðrir. Þessi
niðurstaða rennir ekki stoðum undir kenningar um áhrif skólakerfis eða
hlutfallslegs aldurs á sambandið sem er til athugunar. Áhugavert væri
því að rannsaka breytileika í árafjölda menntunar eftir fæðingarmánuði
að teknu tilliti til fjölskyldubakgrunns með töluvert stærra úrtaki.
E 59 Líðan og heilsutengd lífsgæði foreldra barna með meðfædda
heilalömun I samanburði við foreldra heilbrigðra barna
Ásta Harðardóttir', Zuilma Gabríela Sigurðardóttir', Haukur Freyr Gylfason"
'Sálfræðideild HÍ, 'viöskiptadeild HR
zuilma@hi.is
Inngangur: Á íslandi hefur verið lítið um rannsóknir á líðan og
heilsutengdum lífsgæðum foreldra barna sem búa við skerta heilsu
sem varir lengur en þrjá mánuði. Heilsutengd lxfsgæði (Health-Related
Quality of Life) felast í að vera án verkja, hafa næga orku, getu og
aðstæður til að takast á við daglegt líf á þarm hátt sem fólki finnst
eðlilegt að geta gert. Ef þau skerðast þá hefur það áhrif á líðan.
Efniviður og aðferðir: Spumingalistar voru sendir til foreldra allra
bama sem fengu greiningu með meðfædda heilabilxm (Cerebral Palsy,
CP) á árunum 1991-2007. Svör bárust frá foreldrum 79 barnanna
(N=150). Sambærilegur hópur foreldra heilbrigðra barna (foreldrar 81
bams, N=132) var valinn til samanburðar út frá fjölda þeirra mæðra
bama með meðfædda heilabilun sem tóku þátt í rannsókninni að
teknu tillti til aldurs, menntunnar og hjúskaparstöðu. Til að mæla
heilsutengd lífsgæði voru notaðir tveir spurningalistar; HL-listinn
sem er íslenskur og hefur verið staðlaður (T=50, SF=10) meðal
landsmanna og EQ-5D sem er alþjóðlegur listi sem gerir alþjóðlegan
samanburð mögulegan, en vantar þó erm stöðluð viðmið fyrir ísland.
Á báðum þessum listum merkir hærra skor meiri heilsutengd lífsgæði.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sendi út spumingalista til foreldra
bama með meðfædda heilabilun. Samanburðarhópur var valinn með
hentugleikaaðferð en sem mest sambærilegur við foreldra barna með
meðfædda heilabilun sem tóku þátt í rannsókninni.
Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós mun á heilsutengdum lífsgæðum
foreldra eftir því hvort að bam var með meðfædda heilabilun eða
ekki. Þá var munur á heilsutengdum lífsgæðum foreldra barna með
meðfædda heilabilun eftir greiningarári bams og að hluta til einnig á
líðan.
Ályktanir: Niðurstöður styðja að ákveðin tímabil séu foreldrum erfiðari
en örmur og álykta má út frá þeim um fyrirbyggjandi aðgerðir.
36 LÆKNAblaðið 2011/97