Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 106

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 106
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 73 Sykursýki af gerð eitt hjá fólki á aldrinum 20 til 30 ára. Fylgni sálfélagslegra þátta, meðferðarheldni, þunglyndis og kvíða Fjóla Katrín Steinsdóttir1, Hildur Halldórsdóttir1, Steinunn Arnardóttir2, Arna Guðmundsdóttir’, Jakob Smári1, Eiríkur Öm Amarson34 Sálfræðideiid HÍ, 2göngudeild sykursjúkra Landspítala, 3sálfræðiþjónustu geðsviði Landspítala, 41æknadeild HÍ fks1@hi.is Inngangur: Góð stjórn á blóðsykri er meðal annars fólgin í jafnvægi insúlínsbúskapar, hreyfingar og fæðu, því að forðast reykingar og tempra áfengisneyslu. Rannsóknir benda til að sálfræðileg aðstoð geti bætt líðan og stjórn á blóðsykri og mikilvægt að kanna tengsl sálfræðilegra þátta og framvindu sykursýki hérlendis. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 56 ungmenni 20-30 ára gömul í eftirliti á D-G3 LSH. Þátttökuskilyrði uppfylltu 72, svarhlutfall 78%. Metið var þunglyndi, kvíði, bjargráð, félagslegur stuðningur og lífsstíll og upplýsingum safnað um blóðsykursmælingar, fylgikvilla, mætingu og fleira. Niðurstöður: HbAlc gildi lækkuðu eftir tímabilum en voru yfir meðferðarmarkmiðum ADA (HbAlc <7%). Á 12 mánaðum mættu 16 til eftirlits að minnsta kosti fjórum sinnum. Helmingur kvenna og tæplega 30% karla voru með fylgikvilla og sjónumein algengast. Aðeins 22 þáttakenda kváðust hafa fengið ráðleggingar um hreyfingu en flestir sögðust „stundum" fara eftir ráðleggingum. Helmingur þátttakenda sagðist „oft" borða fæðu sem ráðlög væri. Fjórðungur kvaðst reykja og skoruðu þeir hærra á þunglyndis- og kvíðakvörðum og notuðu síður verkefnamiðuð bjargráð. Minni notkun á tilfinningamiðuðum bjargráðum tengdist betri meðferðarheldni og minni kvíða og þunglyndi, en meiri notkun fleiri fylgikvillum. Eftir því sem félagslegur stuðningur var betri því minni var kvíði og þunglyndi. Ályktanir: Kanna þarf nýjar leiðir til að ná til ungs fólks með sjúkdóminn, einkum er varðar reykingar og meðferðarheldni tengd mataræði og hreyfingu. Það má ætla að hópurinn myndi hafa gagn af sálfræðilegri aðstoð auk hefðbundinnar meðferðar. Kynni það að auka lífsgæði til dæmis með því að auðvelda fólki að sætta sig við ástandið og efla notkun viðeigandi bjargráða, en taka þyrfti meira mið af aðstandendum í meðferð. V 74 Samband verkja og andlegrar líðanar gigtarsjúklinga á dagdeild. Mikilvægi sálfélagslegra þátta Árni Halldórsson1,4, Eggert Birgisson2, Elínborg Stefánsdóttir3, Arnór Víkingsson3, Eiríkur Öm Amarson4'5 'Háskólanum í Árósum, 2Þraut, greiningar- og endurhæfingarstöð, 'gigtardeild, 4sálfræðiþjónustu geðsviði Landspítala, 5Háskóla íslands eihkur@iandspitali.is Inngangur: Tengsl eru milli upplifunar verkja og andlegrar líðanar gigtarsjúklinga sem ekki er hægt að rekja að fullu til vefrænna skemmda eða sjúkdómsferla. Þess í stað benda rannsóknir til að andleg líðan sé einnig afleiðing huglægrar túlkunar á verkjum. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað níutíu og tveir sjúklingar á dagdeild gigtlækninga (meðalaldur 51,5±12,4 ár, 49% konur) svöruðu fjölþátta spumingalistum um huglægt mat á verkjum ásamt spurningalista um kvíða- og þunglyndiseinkenni til mælingar á andlegri líðan. Upplýsingum um hlutlæga eiginleika verkja var einnig aflað, svo sem um verkjalyfjatöku, staðsetningu og hve lengi þeir höfðu varað. Fjöldi sársaukanæmra svæða var ákvarðaður með kvikupunktamati (tender point examination). Niðurstöður: Tæplega fjórðungur sjúklinga greindi frá nokkrum til talsverðum einkennum kvíða. Nýgengi þunglyndiseinkenna var lægra, eða 14,5%. Hvorugt þessara einkenna var hægt að skýra út frá mælingum á hlutlægum eiginleikum verkja. Jafnframt var samband styrkleika verkja og andlegrar líðanar aðeins marktækt þegar tekið var tillit til huglægs mats sjúklinga á verkjum. Þannig voru einkenni þunglyndis fyrst og fremst háð mati á áhrifum verkja á lífsgæði (p=0,004) og stjórn á verkjum (p<0,001). Samband verkja og kvíða var með sama hætti að mestu ákvarðað af neikvæðum tilfinningum (p<0,001) og ótta við verki (p<0,05). Ályktanir: Svo virðist sem túlkun á ólíkum eiginleikum og afleiðingum verkja hafi meiri áhrif á andlega líðan en skynjun á styrkleika þeirra. Niðurstöður benda til að gigtarsjúklingar sem upplifa vanlíðan samfara veikindum sínum geti haft gagn af marghliða nálgun sem snýr meðal annars að því að breyta neikvæðum viðhorfum þeirra um verki. V 75 Samband sykursýki af tegund 2 og alvarlegrar geðlægðar meðal aldraðra á íslandi. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Benedikt Bragi Sigurösson',2, Thor Aspelund3-5 *, Arna Guðmundsdóttir4, Brynja Björk Magnúsdóttir2, Þórður Sigmundsson36, Tamara Harris2, Lenore Launer7, Vilmundur Guðnason3-5 Eiríkur Öm Amarson2-5 Háskólanum í Kaupmannahöfn, 2sálfræðiþjónustu Landspítala, 3Hjartavemd, 4göngudeild sykursjúkra Landspítala, 5Háskóla íslands, 'geösviði Landspítala, ’Oldmnarstofnun Bandaríkjanna bennibragi@gmail. com Inngangur: Algengi alvarlegrar geðlægðar var kannað meðal aldraðra með sykursýki af tegund 2 (SS2), hvort munur væri á algengi með tilliti til þekktrar (áður greind) og óþekktrar (nýgreind) SS2 og hvort samband væri milli árafjölda frá greiningu SS2 og alvarlegrar geðlægðar. Eirtnig hvernig þunglyndir og sykursjúkir mátu eigin heilsu. Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar; handahófsúrtak (n=5764) var dregið úr eftirlifandi þýði (N=30.795) íslendinga sem bjuggu á Stór-Reykjavíkur svæðinu árið 1967 og voru hluti af Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Fjögur þúsund sex hundruð og fimm þátttakendur uppfylltu viðmið fyrir úrvinnslu gagna. SS2 var ákvörðuð með spumingum og mælingu á fastandi blóðsykurgildi, Mini-Intemational Neuropsychiatric Interview var notað tii að meta alvarlegar geðlægðir eftir skimun með Geriatric Depression Scale. Þátttakendur mátu heilsu sína á fimm stiga kvarða. Niðurstöður: Tvö hundruð og fjórtán (4,6%) greindust með alvarlegar geðlægðir og 533 (11,6%) með SS2. Tölfræðilega marktækt samband var milli alvarlegra geðlægða og SS2. Eftir því sem lengra var liðið frá greiningu SS2 jukust líkur á alvarlegrum geðlægðum: SS2 sem varað hafði lengur en 10 ár Odds Ratio (OR)=2,47 (95% öryggisbil: 1,35-4,51); SS2 sem varað hafði skemur en í 10 ár OR=1,50 (95% öryggisbil: 0,79-2,88); nýgreind SS2 OR=l,17 (95% öryggisbil: 0,50- 2,76). Marktækt samband var milli alvarlegrar geðlægðar og þess að vera á insulínmeðferð vegna SS2 OR=4,28 (95% öryggisbil 1,56-11,70). Leiðrétt var fyrir 14 heilsufarstengdum og lýðfræðilegum breytum, meðal annars blóðsykurstjórnun (HbAlc); breyturnar skýrðu ekki sambandið. Þunglyndir og sykursjúkir meta heilsu sína marktækt verr en samanburðarhópur. Ályktanir: Fylgni er á milli alvarlegrar geðlægðar og SS2. Algengi alvarlegrar geðlægðar eykst hjá sykursjúkum því lengra sem liðið hefur frá greiningu. Niðurstöður benda til þess að sálfélagslegir þættir tengdir SS2 auki líkur á þunglyndi. 106 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.