Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 104

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 104
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 námskeið á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru vel menntaðir foreldrar sem eiga von á sínu fyrsta barni. Upplýsingar um námskeiðin koma frá ljósmæðrum í meðgönguvernd. Vinna þarf að því að breiðari hópur verðandi foreldra taki þátt í foreldrafræðslu á meðgöngu og þarf sérstaklega að huga að hvernig slík námskeið eru kynnt. V 67 Reynsla kvenna af nálastungumeðferð við grindarverkjum á meðgöngu Helga Gottfreðsdóttir,'3Þóra Jenný Gunnarsdóttir2 •Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði, 2hjúkrunarfræðideild HÍ,3 Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins helgagot@hi.is Inngangur: Nálastungumeðferð er víða notuð við grindarverkjum kvenna á meðgöngu. Hér á landi veita meðal annars ljósmæður slíka meðferð. Reynsla kvenna af meðferðinni hefur lítið verið skoðuð en það er mikilvægur þáttur í því hvort halda eigi áfram að þróa meðferðina og bjóða hana verðandi mæðrum. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða forprófun þar sem rannsóknarsniðið var framskyggð meðferðarrannsókn sem ætlað er að meta árangur af meðferðinni og reynslu verðandi mæðra af nálastungumeðferð. Þýðið voru konur í meðgönguvemd á Miðstöð mæðraverndar og var úrtakið þægindaúrtak 20 kvenna sem uppfylltu skilyrði um þátttöku. Hverri konu voru boðnar átta meðferðir á fjögurra vikna tímabili. Mat á árangri var byggt á VAS-skalanum og þátttakendur svömðu spurningalistum um reynslu sína af meðferðinni þar sem sérstaklega var horft til þátta eins og svefns, hreyfingar, daglegra athafna, verkja, andlegrar líðanar og fleira. Urvinnsla gagna fór fram í SPSS og notast var við Wilcoxon Signed Rank Test til að athuga hvort marktæk breyting hefði orðið á líðan þátttakenda milli mælinga f upphafi og lok meðferðar. Niðurstöður: Upplifun og reynsla kvenna af nálastungumeðferð var almennt góð. Upplifunin er mjög persónubundin og ekki endilega í samhengi við hvort meðferðin skilar árangri. Allar konurnar fóru í að minnsta kosti átta meðferðir. Marktækt minni verkir (p=0,002) vom við upphaf síðustu meðferðar miðað við í upphafi fyrstu meðferðar hjá þátttakendum. Um 75% þátttakenda töldu að verkir hefðu minnkað á meðferðartímabilinu og 65% þátttakenda töldu í upphafi rannsóknar að grindarverkir hefðu áhrif á félagslega virkni þeirra en tæp 40% eftir að meðferð lauk. Um helmingi þátttakenda þótti meðferðin bæta gæði svefns og um 40% töldu að andleg líðan þeirra hefði batnað á meðferðatíma. Ályktanir: Nálastungumeðferð getur hjálpað konum með grindarverki á meðgöngu og styður það því áframhaldandi þróun og aðgengi að slíkri meðferð. Mikilvægt er að meðferð sé aðlöguð að þörfum hvers og eins. V 68 Langtímaálagseinkenni og áfallastreituröskun hjá foreldrum barna með Cerebral Palsy Ásta Harðardóttir1, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir1, Haukur Freyr Gylfason2 ‘Sálfræðideild HÍ, 2viðskiptadeild HR zuilma@hi.is Inngangur: Langtímaálagseinkenni í formi áfallastreituröskunar voru mæld hjá foreldrum íslenskra barna sem búa við langvarandi heilsuskerðingu vegna Cerebral Palsy (CP). Einnig var athugað hvort munur væri á einkennum um áfallastreituröskun eftir því hversu langt var síðan barn greindist. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var unnin í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem sendi út spumingalista til foreldra allra barna sem fengu greiningu um CP á árunum 1991-2007 (svarshlutfall 52,6%). Sambærilegur hópur foreldra heilbrigðra barna (foreldrar 81 barns, N=132) var valinn til samanburðar út frá fjölda mæðra barna með CP sem tóku þátt í rannsókninni að teknu tillti til aldurs, menntunar og hjúskaparstöðu. Spurningar mældu einkenni um áfallastreituröskun og stuðning við áfall. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að, að meðaltali uppfylltu 17,8% foreldra barna með CP greiningarviðmið um áfallastreituröskun en 1,2% foreldra í samanburðarhópi. Þá voru 36,0% foreldra barna með CP án allra einkenna um áfallastreituröskun en 67,3% foreldrar heilbrigðra barna. Þegar bam með CP var á aldrinum 6-9 ára virtust foreldrar búa við minnsta skerðingu á heilsutengdum lífsgæðum þrátt fyrir að á sama tíma aukist skerðing á venjubundnum störfum. Skor á forðunarþætti þegar barn var tveggja til fimm ára auk álagseinkenna í formi skertra heilsutengdra lífsgæða eru vísbendingar um að við greiningu þurfi foreldrar aukinn stuðning og eftirfylgni til að takast á við breyttar lífsaðstæður. Ályktanir: Með því að kenna foreldrum að takast á við aðstæður eftir því sem barnið stækkar og þroskast væri hugsanlega hægt að stuðla að fjölgun þeirra sem mælast einkennalausir og fækka þeim sem mælast með áfallastreituröskun. Huga þarf að aukinni samhæfingu fagaðila, vinnustaða, skóla og félagsþjónustu. V 69 Forrannsókn á árangri námskeiðs um sálræna líðan kvenstúdenta Jóhanna Bernharðsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson Hjúkrunarfræðideiid Hí johannab&hi.is Inngangur: Erlendar rannsóknarniðurstöður benda margar til þess að tíðni sálrænnar vanlíðanar, það er einkenni þunglyndis og kvíða, meðal háskólastúdenta sé á bilinu 20-30% og að 10-20% stúdentanna nýti sér geðheilbrigðisþjónustu í háskólaheilsugæslu þar sem hún er í boði. íslensk rannsókn meðal kvenstúdenta sýndi að 21,2% þeirra hafa einkenni kvíða og 22,5% hafa einkenni þunglyndis. Um tveir þriðju kvennanna fengu ekki geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að þær teldu sig hafa þörf fyrir hana. Því var ákveðið að þróa forvarnarnámskeið sem byggir á hugrænni atferlismeðferð og framkvæma forrannsókn á árangri þess. Námskeiðið var fjögur skipti og var kennt vikulega í tvo klukkutíma í senn. Tveir geðhjúkrunarfræðingar voru leiðbeinendur í námskeiðinu en þar var fjallað um einkenni sálrænnar vanlíðanar, streitu og álag, sjálftraust og eigið getumat ásamt grunnatriðum hugrænnar atferlismeðferðar. Efniviður og aðferðir: Nítján konur voru í úrtaki og voru lagðir fyrir þær átta spurningalistar við upphaf og lok námskeiðsins. Þeir voru Derogatis þunglyndis- og kvíðakvarði, sjálfsmatskvarði Rosenberg, eigið getumat samkvæmt Pearlin, UCLA einsemdarkvarðinn ásamt Beck-þunglyndis-, kvíða- og vonleysiskvörðunum. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýndu marktæka lækkun á þunglyndiseinkennum samkvæmt þunglyndiskvörðum Beck og Derogatis, kvíðaeinkennum samkvæmt Derogatis og hækkun á sjálfstrausti samkvæmt Rosenberg-kvarðanum. Ályktanir: Höfundar álykta á grundvelli ofangreindra niðurstaðna 104 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.