Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 134

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 134
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Niðurstöður: Litfæluæxli voru 1,8% nýrnafrumukrabbameina og nýgengi 0,17/100.000/ári fyrir bæði kyn. Samanborið við hinar vefjagerðirnar voru æxli af litfælugerð oftar greind vegna einkenna, (93% á móti 71%, p=0,02) og á lægri stigum (73% á móti 45% á stigum I+II, p<0,01). Einn sjúklingur var með meinvörp við greiningu og annar greindist ári síðar. Báðir létust úr meininu en aðrir sex létust af öðrum orsökum og sjö voru á lífi í lok árs 2009. Fimm ára lífshorfur voru 87% fyrir litfæluæxlin, en 59% og 50% fyrir tærfrumu- og totufrumugerð. Munurinn var marktækur í einþáttagreiningu, en eftir að leiðrétt var fyrir stigun reyndist litfælugerð ekki sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa. Alyktanir: Hlutfall litfæluæxla á Islandi (1,8%) er ívíð lægra en annars staðar hefur verið lýst (-2-3%). Þrátt fyrir að vera oftar einkennagefandi eru litfæluæxli oftar staðbundin í nýrum en æxli af hinum vefjagerðunum, það er á lægra stigi, sem skýrir líklega betri lífshorfur þeirra. Þetta bendir til að litfæluæxli hafi aðra líffræðilega hegðun en hinar vefjagerðirnar. V 161 lllkynja iðraþekjuæxli í fleiðru á íslandi 1985-2008 Tómas Guðbjartsson1'1, Eyrún Valsdóttir1, Tryggvi Þorgeirsson1, Helgi J. ísaksson2, Hrönn Harðardóttir3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2 *rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungnadeild Landspítala, 4læknadeild HI tomasgud@landspitali. is Inngangur: Æxli í fleiðru eru aðallega af tveimur gerðum, góðkynja SFTP-æxli (solitary fibrous tumor of pleura) eða illkynja iðraþekjuæxli (malignant mesothelioma). Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á illkynja fleiðruæxlum á Islandi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tíðni sjúkdómsins hérlendis, einkenni, áhættuþætti og lífshorfur. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 33 sjúklingum (meðalaldur 71,5 ár; bil 49-89 ár; 88% karlar) sem greindust með illkynja fleiðruæxli á Islandi 1985-2009. Úr sjúkraskrám voru skráð einkenni ásamt atvinnu- og reykingasögu og sögu um snertingu við asbest. Æxlin voru endurskoðuð af meinafræðingi og stiguð samkvæmt kerfi International Mesothelioma Interest Group. Einnig voru reiknaðar lífshorfur (hráar) og miðast útreikningar við 31. des. 2009. Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi var 4,9 fyrir milljón karla og konur (95% CI 3,32-7/106). Alls höfðu 87% sjúklinganna sögu um reykingar og 63% höfðu staðfesta sögu um snertingu við asbest. Algengustu einkenni sem leiddu til greiningar voru mæði og brjóstverkur. Alls voru 78% sjúklinganna á stigi III eða IV við greiningu, þar af 11 (41%) með staðfest fjarmeinvörp, oftast í lifur og lungum. Enginn greindist á stigi I og sex sjúklingar (22%) voru á stigi II. Ekki var hægt að stiga sex sjúklinga vegna ófullnægjandi upplýsinga. Fleiðrusýni til greiningar voru tekin hjá 14 sjúklingum, annaðhvort í gegnum brjóstholsskurð (n=8) eða með brjóstholsspeglun (n=6). Enginn sjúklinganna gekkst undir brottnám á fleiðru og lunga með lækningu að markmiði. Lífshorfur voru 8,3 mánuðir að meðaltali (bil tvær vikur til 40 mánuðir). Við lok rannsóknartímabilsins voru fimm af 33 sjúklingum á lífi og höfðu þeir allir verið greindir innan 48 mánaða. Ályktanir: Illkynja fleiðruæxli eru fátíðari á íslandi en í nágrannalöndunum. Fjórir af hverjum fimm sjúklingum greinast með útbreiddan og ólæknandi sjúkdóm. Rannsóknin sýnir að stigun sjúkdómsins er oft ábótavant og athygli vekur að enginn sjúklinganna gekkst undir brottnám á æxlinu. V 162 Vefja- og sameindafræðileg sérkenni 30 tilfella af setmeini úr framsýnu berkjuspeglunarþýði Ámi Sæmundsson', Guðrún Nína Óskarsdóttir1, Steinn Jónsson1, York E. Miller2, Timothy Kennedy2, Maryleila Varella-Garcia2, Margaret Skokan2, Holly WolF, Tim Byers2, Jerry Haney2, Dan Merrick2, Fred R. Hirsch2, Paul A. Bunn2, Robert Keith2, Wilbur A. Franklin2 1 Háskóla íslands, 2University of Colorado, Denver, Bandaríkjunum gudrunn87@gmail.com Inngangur: Setmein (Carcinoma in situ, CIS) er vefjafræðileg breyting sem getur 1) þróast í ífarandi lungnakrabbamein (LK), 2) teygt sig eftir berkjuþekju út frá ífarandi lungnakrabbameini eða 3) gengið til baka til eðlilegs útlits. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort lífvísar gætu skýrt líffræðilega hegðun setmeins og/eða spáð fyrir um þróun meinsins. Efniviður og aðferðir: í framsýnni rannsókn fóru >1000 einstaklingar í flúrberkjuspeglun á 17 árum þar sem sýni voru tekin á mörgum stöðum. Setmein fannst í 30 einstaklingum og voru 465 vefjasýni skoðuð nánar. Dreifing og framgangur breytinga var metinn með hjálp berkjukorts. Meðal lífvísa voru ónæmislitanir fyrir Ki-67 og p53, raðgreining fyrir TP53 meingenum og mat á aneusomy með FISH-rannsóknum. Niðurstöður: Þrettán sjúklinganna með setmein gengust undir fleiri en eina rannsókn. Setmein reyndist viðvarandi í sex tilvikum (46%). f tveimur tilfellum var lungnakrabbamein til staðar á sýnastað fyrri setmeins staðar. Tvisvar höfðu setmeinsbreytingar dreifst með berkjuslímltúð til hins lungans á nokkrum mánuðum með dreifingu eftir berkjuþekjunni. Þær fundust vegna sömu TP53 stökkbreytingarinnar í mörgum sýnum. í þremur höfðu breytingarnar gengið tilbaka. Ki-67 greindi ekki setmein frá hágráðu dysplasiu (misvexti) með meðaltals vaxtarhraða Ki-67 35% í setmeini og 53% í hágráðu dysplasiu. Ályktanir: Þessi gögn benda til þess að setmein geti verið til staðar í mánuði eða ár áður en það verður að ífarandi lungnakrabbamein og að viss mein geti dreifst eftir berkjuslímhúð án þess að mynda lungnakrabbamein. Innanslímhúðar dreifing getur greinst með flúrljómandi berkjuspeglun og nútíma vefjafræðilegum aðferðum. Undirhópur setmeins getur horfið á nokkrum mánuðum. Þessar breytingar eru ekki aðgreinanlegar með vefja-, sameinda- eða ónæmisfræðilegum aðferðum frá þeim breytingum sem þróast yfir í lungnakrabbamein. FISH-niðurstöður eru væntanlegar og gætu haft úrslitaþýðingu í áhættumati þessara sjaldgæfu breytinga. V 163 Áhrif poly (ADP-ríbósa) polymerasa, PARP, hindra á BRCA2 arfblendnar frumulínur úr mönnum Anna María Halldórsdóttir, Linda Viðarsdóttir, Ólafur Andri Stefánsson, Hörður Bjamason, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeild HÍ halldorsdottir.am@gmail.com Inngangur: PARP hindrinn olaparib(AZD2281) lofar góðu sem sértækt krabbameinslyf fyrir sjúklinga með galla í tvíþátta DNA-viðgerð eins og til dæmis arfbera BRCAl og BRCA2 stökkbreytinga. Klínískar rannsóknir á lyfinu benda til að í arfberum virki lyfið á æxlisfrumur en eðlilegar frumur þoli það. Efniviður og aðferðir: PARP hindrinn olaparib® var prófaður á þrjár arfblendnar bjóstaþekjulínur úr 999del5 BRCA2 arfberum og einni án slíkrar breytingar. Brislínan Capan-1, sem er með óvirkt BRCA2, og brjóstalínan MCF7 voru einnig skoðaðar. Samsætutap greint með TaqMan qRT-PCR og fjöldabreytingar á CGH örflögum (aCGH). MTS aðferð var notuð til að áætla lifun, olaparib skammta og IC50 gildi. 134 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.