Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 49
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 98 Áreiðanleiki súrefnismælinga í sjónhimnu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir’, Halldór Reynir Bergvinsson2, Renata Sigurbergsdóttir3, Sveinn Hákon Harðarson1*3, Einar Stefánsson1-2 ‘Augndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf. i°nakv@landspitali. is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. (1) Að prófa hvort æðavídd hefur einhver áhrif á mælingar á súrefnimettun í asðum sjónliimnu. (2) Að kanna áreiðanleika endurtekinna mælinga á surefnismettun sömu æðar í sjónhimnu. Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) samanstendur af venjulegri augnbotnamyndavél með aukabúnaði, sem gerir kleift að greina lit blóðs í æðum sjónhimnu á sérstakan hátt. Súrefnismettunin er reiknuð út frá þeirri greiningu. Samhliða súrefnismælingum er vídd sðanna mæld. Mælingar voru gerðar á 12 heilbrigðum einstaklingum. Súrefnimettunin var mæld í fyrstu gráðu æðum og eftir greiningu þeirra æða í tvær, grennri, annarrar gráðu æðar. Auk þess var áreiðanleiki skoðaður með því að mæla tvisvar sömu æð á sitt hvorri myndinni. Niðurstöður: (1) Hlutfall súrefnismettunar í fyrstu og annarrar gráðu slagæðum var 97±2% (meðaltal±staðalfrávik) og fyrir bláæðar var þetta Mutfall 90±4%. (2) Staðalfrávik milli endurtekinna mælinga var 3,4% fyrir fyrstu gráðu bláðæðar, 1,5% fyrir fyrstu gráðu slagæðar, 4,3% fyrir annarrar gráðu bláæðar og 0,9% fyrir annarrar gráðu slagæðar. Afyktanir: (1) Mælingar á súrefnismettun æða eru háðar vídd æðanna þar sem grennri æðar sýna hærri mælda súrefnismettun. Gera má ráð fyrir að raunveruleg mettun sé sú sama, að minnsta kosti í slagæðlingum fyrir og eftir greiningu þeirra. (2) Endurteknum mælingum á sömu æð bar vel saman. E 99 Áhrif bláæðalokana og sykursýki á súrefnisbúskap sjónhimnu Sveinn Hákon Harðarsonu3, Einar Stefánsson1,2 óugndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf. sveinnha@hi.is Mngangur: Súrefnisbúskapur sjónhimnu er talinn vera óeðlilegur í ýmsum algengum augnsjúkdómum en mælingar á súrefni í sjónhimnu hafa hingað til reynst erfiðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla súrefnismettun í sjónhimnuæðum sjúklinga með bláæðalokun eða sykursýki. Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) er settur saman úr augnbotnamyndavél, speglum, ljóssíum, tveimur stafrænum tóyndavélum og hugbúnaði. Mælingin byggir á lit blóðs og útkoman er súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Mælingar voru gerðar á (A) 24 sjúklingum með stíflaða bláæðagrein í sjónhimnu, (B) 11 sjúklingum með stíflaða miðbláæð, (C) 28 sjúklingum með sykursýki og 31 heilbrigðum einstaklingi. hliðurstöður: (A) f bláæðum, þar sem greinarstífla hafði áhrif, var miðgildi súrefnismettunar 59% (12-93%, n=22), 63% (23-80%) í sama auga þar sem stífla hafði ekki áhrif og 55% (39-80%) í hinu auganu ■P-0,66). (B) Súrefnismettun í bláæðum sjónhimnu með stíflaða miðbláæð var 49±12% (meðaltal±staðalfrávik, n=8) og 65±6% í hinu auganu (p=0,003). (C) í heilbrigðri sjónhimnu var súrefnismettun í hláæðum 58±6% (n=31) og 93±4% í slagæðum. Súrefnismettun bæði blá- °g slagæða var hærri í öllum flokkum sjúklinga með sjónhimnusjúkdóm 1 sykursýki; meðaltal var 66-70% í bláæðum og 100-103% í slagæðum (fjórir flokkar, sex til átta í hverjum flokki, p<0,05 fyrir allan samanburð 'úð heilbrigða). A,yktanir: Súrefnismettun í bláæðum sjónhimnu er breytileg í kjölfar bláæðagreinarlokunar. Miðbláæðarlokun veldur lækkun á mettun í bláæðum. Súrefnismettun í sjónhimnuæðum sykursjúkra er meiri en í heilbrigðum. E 100 Áreiðanleiki æðarvíddarmælinga í sjónhimnu Renata Sigurbergsdóttir Blöndal1, Margrét Kara Sturludóttir1, Sveinn Hákon Harðarson1-2, Gísli Hreinn Halldórsson1, Einar Stefánsson2 lOxymap, 2Háskóla íslands og augndeild Landspítala ghh@oxymap. com Inngangur: Ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á þvermál æða í sjónhimnu. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika æðarvíddarmælis sem er ný viðbót við súrefnismæli. Efniviður og aðferðir: Augnbotnamyndir voru teknar af 12 heilbrigðum einstaklingum með súrefnismæli Oxymap. Þvermál æða í sjónhimnunni var mælt sjálfvirkt með Oxymap Analyzer hugbúnaði. Áreiðanleiki var metinn með tvennum hætti: (1) Staðalfrávik endurtekinna mælinga á sömu æðabútum. (2) Sömu myndir mældar með hálf-sjálfvirkum mælibúnaði, það er æðarvíddarviðbót fyrir ImageJ. Niðurstöður: Staðalfrávik deilt með meðaltali endurtekinna mælinga var 2,8% og 4,0% fyrir fyrstu og annarrar gráðu bláæðlinga og 3,5% og 5,4% fyrir fyrstu og annarrar gráðu slagæðlinga. Æðar mældust breiðari með ImageJ en Oxymap Analyzer í öllum tilvikum. Mismunurinn var 5,1±2,2; 2,9±1,3 og 2,7±1,6 pixel (meðaltal±staðalfrávik) fyrir fyrstu, annarrar og þriðju gráðu bláæðlinga og 3,1±1,2; 2,7± 0,9 og 2,9±1,4 pixel fyrir fyrstu, annarrar og þriðju gráðu slagæðlinga. Ályktanir: Skekkja í endurteknum mælingum á æðavídd er sambærileg við sérhæfða æðavíddarmæla. Mismunurinn og staðalfrávik mismunar miðað ImageJ er ásættanlegur. Nýnæmið felst í því að geta mælt samtímis þvermál og súrefnimettun æða sem er gagnlegt fyrir rannsóknir á ýmsum lífeðlisfræðilegum þáttum. E 101 Losun cýtókína úr litþekjufrumum við örvun P2X7 viðtakans Þór Eysteinsson1, Leigh-Ann Tu2, Sonia Guha3, Jason Lim2, Alan M. Laties*, Claire H. Mitchell3 ^Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Anatomy and Cell Biology, 3Physiology Dept. og 4Ophthalmology Dept., University of Pennsylvania, Bandaríkjunum thoreys@hi.is Inngangur: Litþekja augans liggur milli ljósnema og æðu. Við hrörnun miðgrófar augans er mögulegt að losun vaxtarþátta og cýtókína úr litþekjufrumum í vanda stuðli að nýæðamyndun í æðu og sjóntapi. Cýtókínið interleukin-6 (IL-6) örvar nýæðamyndun, og hömlun IL-6 getur hindrað bólgumyndun og vöxt nýrra æða. Vitað er að tjáning IL-6 gensins er aukin í litþekjufrumum í augum með hrörnun miðgrófar, en ekki er vitað hvað veldur losun IL-6 úr frumunum. f öðrum vefjum veldur örvun ATP viðtakans P2X7 virkjun pannexin jónaganga, sem aftur vekur upp bólgusvar og losun cýtókína. Hér var athugað hvort sambærileg örvun P2X7 viðtakans veldur losun IL-6 úr frumulínu litþekjufrumna. Efniviður og aðferðir: Ræktaðar voru litþekjufrumur úr ARPE-19 frumulínunni á 96 brunna ræktunarplötum. Losun IL-6 var mæld með ELISA mótefnamælingu. ARPE-19 voru fylltar með flúrljómandi litarefninu fura-2 og það örvað með 340 nm og 380 nm ljósi til að mæla styrk kalsíum í innanfrumuvökva. Niðurstöður: Við örvun P2X7 viðtaka með BzATP varð snögg en samfelld aukning í styrk kalsíum í ARPE-19 litþekjufrumum, sem LÆKNAblaðið 2011/97 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.