Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Qupperneq 49
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
E 98 Áreiðanleiki súrefnismælinga í sjónhimnu
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir’, Halldór Reynir Bergvinsson2, Renata
Sigurbergsdóttir3, Sveinn Hákon Harðarson1*3, Einar Stefánsson1-2
‘Augndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf.
i°nakv@landspitali. is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. (1) Að prófa
hvort æðavídd hefur einhver áhrif á mælingar á súrefnimettun í
asðum sjónliimnu. (2) Að kanna áreiðanleika endurtekinna mælinga á
surefnismettun sömu æðar í sjónhimnu.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) samanstendur
af venjulegri augnbotnamyndavél með aukabúnaði, sem gerir kleift að
greina lit blóðs í æðum sjónhimnu á sérstakan hátt. Súrefnismettunin
er reiknuð út frá þeirri greiningu. Samhliða súrefnismælingum er vídd
sðanna mæld. Mælingar voru gerðar á 12 heilbrigðum einstaklingum.
Súrefnimettunin var mæld í fyrstu gráðu æðum og eftir greiningu þeirra
æða í tvær, grennri, annarrar gráðu æðar. Auk þess var áreiðanleiki
skoðaður með því að mæla tvisvar sömu æð á sitt hvorri myndinni.
Niðurstöður: (1) Hlutfall súrefnismettunar í fyrstu og annarrar gráðu
slagæðum var 97±2% (meðaltal±staðalfrávik) og fyrir bláæðar var þetta
Mutfall 90±4%. (2) Staðalfrávik milli endurtekinna mælinga var 3,4%
fyrir fyrstu gráðu bláðæðar, 1,5% fyrir fyrstu gráðu slagæðar, 4,3% fyrir
annarrar gráðu bláæðar og 0,9% fyrir annarrar gráðu slagæðar.
Afyktanir: (1) Mælingar á súrefnismettun æða eru háðar vídd æðanna
þar sem grennri æðar sýna hærri mælda súrefnismettun. Gera má ráð
fyrir að raunveruleg mettun sé sú sama, að minnsta kosti í slagæðlingum
fyrir og eftir greiningu þeirra. (2) Endurteknum mælingum á sömu æð
bar vel saman.
E 99 Áhrif bláæðalokana og sykursýki á súrefnisbúskap sjónhimnu
Sveinn Hákon Harðarsonu3, Einar Stefánsson1,2
óugndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Oxymap ehf.
sveinnha@hi.is
Mngangur: Súrefnisbúskapur sjónhimnu er talinn vera óeðlilegur í
ýmsum algengum augnsjúkdómum en mælingar á súrefni í sjónhimnu
hafa hingað til reynst erfiðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla
súrefnismettun í sjónhimnuæðum sjúklinga með bláæðalokun eða
sykursýki.
Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) er settur
saman úr augnbotnamyndavél, speglum, ljóssíum, tveimur stafrænum
tóyndavélum og hugbúnaði. Mælingin byggir á lit blóðs og útkoman
er súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Mælingar voru gerðar á (A) 24
sjúklingum með stíflaða bláæðagrein í sjónhimnu, (B) 11 sjúklingum
með stíflaða miðbláæð, (C) 28 sjúklingum með sykursýki og 31
heilbrigðum einstaklingi.
hliðurstöður: (A) f bláæðum, þar sem greinarstífla hafði áhrif, var
miðgildi súrefnismettunar 59% (12-93%, n=22), 63% (23-80%) í sama
auga þar sem stífla hafði ekki áhrif og 55% (39-80%) í hinu auganu
■P-0,66). (B) Súrefnismettun í bláæðum sjónhimnu með stíflaða
miðbláæð var 49±12% (meðaltal±staðalfrávik, n=8) og 65±6% í hinu
auganu (p=0,003). (C) í heilbrigðri sjónhimnu var súrefnismettun í
hláæðum 58±6% (n=31) og 93±4% í slagæðum. Súrefnismettun bæði blá-
°g slagæða var hærri í öllum flokkum sjúklinga með sjónhimnusjúkdóm
1 sykursýki; meðaltal var 66-70% í bláæðum og 100-103% í slagæðum
(fjórir flokkar, sex til átta í hverjum flokki, p<0,05 fyrir allan samanburð
'úð heilbrigða).
A,yktanir: Súrefnismettun í bláæðum sjónhimnu er breytileg í kjölfar
bláæðagreinarlokunar. Miðbláæðarlokun veldur lækkun á mettun í
bláæðum. Súrefnismettun í sjónhimnuæðum sykursjúkra er meiri en í
heilbrigðum.
E 100 Áreiðanleiki æðarvíddarmælinga í sjónhimnu
Renata Sigurbergsdóttir Blöndal1, Margrét Kara Sturludóttir1, Sveinn Hákon
Harðarson1-2, Gísli Hreinn Halldórsson1, Einar Stefánsson2
lOxymap, 2Háskóla íslands og augndeild Landspítala
ghh@oxymap. com
Inngangur: Ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á þvermál æða í sjónhimnu.
Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika æðarvíddarmælis
sem er ný viðbót við súrefnismæli.
Efniviður og aðferðir: Augnbotnamyndir voru teknar af 12 heilbrigðum
einstaklingum með súrefnismæli Oxymap. Þvermál æða í sjónhimnunni
var mælt sjálfvirkt með Oxymap Analyzer hugbúnaði. Áreiðanleiki var
metinn með tvennum hætti: (1) Staðalfrávik endurtekinna mælinga
á sömu æðabútum. (2) Sömu myndir mældar með hálf-sjálfvirkum
mælibúnaði, það er æðarvíddarviðbót fyrir ImageJ.
Niðurstöður: Staðalfrávik deilt með meðaltali endurtekinna mælinga
var 2,8% og 4,0% fyrir fyrstu og annarrar gráðu bláæðlinga og 3,5% og
5,4% fyrir fyrstu og annarrar gráðu slagæðlinga. Æðar mældust breiðari
með ImageJ en Oxymap Analyzer í öllum tilvikum. Mismunurinn var
5,1±2,2; 2,9±1,3 og 2,7±1,6 pixel (meðaltal±staðalfrávik) fyrir fyrstu,
annarrar og þriðju gráðu bláæðlinga og 3,1±1,2; 2,7± 0,9 og 2,9±1,4 pixel
fyrir fyrstu, annarrar og þriðju gráðu slagæðlinga.
Ályktanir: Skekkja í endurteknum mælingum á æðavídd er sambærileg
við sérhæfða æðavíddarmæla. Mismunurinn og staðalfrávik mismunar
miðað ImageJ er ásættanlegur. Nýnæmið felst í því að geta mælt
samtímis þvermál og súrefnimettun æða sem er gagnlegt fyrir
rannsóknir á ýmsum lífeðlisfræðilegum þáttum.
E 101 Losun cýtókína úr litþekjufrumum við örvun P2X7 viðtakans
Þór Eysteinsson1, Leigh-Ann Tu2, Sonia Guha3, Jason Lim2, Alan M. Laties*, Claire
H. Mitchell3
^Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Anatomy and Cell Biology, 3Physiology Dept. og 4Ophthalmology
Dept., University of Pennsylvania, Bandaríkjunum
thoreys@hi.is
Inngangur: Litþekja augans liggur milli ljósnema og æðu. Við hrörnun
miðgrófar augans er mögulegt að losun vaxtarþátta og cýtókína úr
litþekjufrumum í vanda stuðli að nýæðamyndun í æðu og sjóntapi.
Cýtókínið interleukin-6 (IL-6) örvar nýæðamyndun, og hömlun IL-6
getur hindrað bólgumyndun og vöxt nýrra æða. Vitað er að tjáning IL-6
gensins er aukin í litþekjufrumum í augum með hrörnun miðgrófar,
en ekki er vitað hvað veldur losun IL-6 úr frumunum. f öðrum vefjum
veldur örvun ATP viðtakans P2X7 virkjun pannexin jónaganga, sem
aftur vekur upp bólgusvar og losun cýtókína. Hér var athugað hvort
sambærileg örvun P2X7 viðtakans veldur losun IL-6 úr frumulínu
litþekjufrumna.
Efniviður og aðferðir: Ræktaðar voru litþekjufrumur úr ARPE-19
frumulínunni á 96 brunna ræktunarplötum. Losun IL-6 var mæld
með ELISA mótefnamælingu. ARPE-19 voru fylltar með flúrljómandi
litarefninu fura-2 og það örvað með 340 nm og 380 nm ljósi til að mæla
styrk kalsíum í innanfrumuvökva.
Niðurstöður: Við örvun P2X7 viðtaka með BzATP varð snögg en
samfelld aukning í styrk kalsíum í ARPE-19 litþekjufrumum, sem
LÆKNAblaðið 2011/97 49