Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 37
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 60 Líðan grunnskólakennara og mat á hegðun nemenda Anna Dóra Steinþórsdóttir, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir Sálfræðideild Hí zuilma@hi.is Inngangur: Þessi rannsókn athugaði áhrifin af líðan kennara á mat þeirra á hegðun nemenda sirrna. Þetta er mikilvæg spurning þar sem mat kennara á hvað er eðlileg hegðun miðað við þroska og aldur nemenda skiptir oft höfuðmáli þegar kemur að því að vísa nemanda öl skólasálfræðings. Mikill meirihluti grunnskólakennara eru konur á svipuðum aldri og rannsóknir sýna að þunglyndi er algengast. Efniviður og aðferðir: Fjögur hundruð og þrettán kennarar (44% stöðugilda grunnskólakertnara í Reykjavík) í 18 grunnskólum tóku þátt í rannsókninni. Hver þátttakandi svaraði eftirfarandi listum: Penn State Worry Questionnarie, Beck Anxiety Inventory®, Beck Depression Inventory® og Spurningar um líðan og ánægju í starfi, en sa Esti var saminn fyrir þessa rannsókn til að meta þætti á vinnustað °g einkalífi sem gætu haft áhrif á líðan kennara í vinnu. Viðhorf kennara til hegðunarvanda nemenda voru metin út frá svörun þeirra á spurningum listans um hegðunarvanda og óhlýðni í kennslustundum °g sú breyta notuð sem skilgreining á hegðunarvanda nemenda í rannsókninni en hún byggir á huglægu mati kennara. Upplýsingar um meðalaldur, meðaltekjur íbúa skólahverfanna og upplýsingar frá þjónustumiðstöðvum um fjölda tilvísana frá viðkomandi skólum á skólaárinu 2007 til 2008 voru fengnar. Niðurstöður: Fylgni var milli líðanar grunnskólakennara við hvernig þeir meta hegðun nemenda sinna. Þeir sem hafa meiri áhyggjur, kvíða eða einkenni þunglyndis hafa tilhneigingu til að meta hegðunarvanda nemenda meiri en þeir kennarar sem sýna minni einkenni vanlíðanar. Alyktanir: Þegar bami er vísað til sálfræðings skóla ber að hafa í huga að huglægt mat kennara á vanda nemandans er undir áhrifum kvíða, þunglyndis, ^’yggja og aimennrar líðanar kennarans. ^ 61 Kennsla á stöfum með aðferðum beinnar kennslu og þjálfun í aðgreiningu Kolbrún Ingibjörg Jónsdóttir, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir Sálfræðideild Hí zuilma@hi.is Inr>gangur: Lestrarörðugleikar koma fram strax á fyrsta ári grunnskóla °g magnast eftir því sem á líður. Bein kennsla (direct instruction) er árangursrík aðferð í lestri en hún er ekki notuð á fslandi, hvorki V erðandi kennarar né sérkennarar læra um þessa aðferð. Stúlku í þriðja bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem var nánast ólæs var kennt að lesa með þessari aðferð. Hertni var vísað til skólasálfræðings þar sem serkennsla skilaði engu en hann gat ekki fundið sálfræðilegan vanda að baki lestrarerfiðleikunum, því var ákveðið að prófa að nota beina kennslu. Efniviður og aðferðir: Þjálfunin fór fram á heimili stúlkunnar á sex vikna tímabili, flesta daea vikurtnar í um tvær klukkustundir á dag. Ap .* ° °-sntð með eftirfylgd var notað til að meta árangur kennslunnar. Grunnfærni var metin fyrst til að sjá hvað þyrfti að byrja að kenna og markmið voru sett. Handrit var notað til að kenna stafina og villur 'eiðréttar í hvert skipti. Stúlkunni var hrósað fyrir hverja rétta svörun en einnig var notast við hvatningakerfi þar sem hún gat unnið sér til lítilla Verðlauna þegar frammistaða hennar batnaði. Samræmismælingar á rum- og fylgibreytum voru rúmlega 99%. Niðurstöður: Þessi átta ára stúlka var nánast ólæs í byrjun þjálfunar þrátt fyrir tvö ár £ sérkennslu. Lestur hennar var ekki mælanlegur í atkvæðum. Með aðferðum beinnar kennslu og villulausri aðgreiningarþjálfun í 60 klukkustundir lærði hún nöfn og hljóð allra stafa, gat hljóðað út orð, lærði að lesa setningar og einnig texta. Tvisvar á þessu ári hafa svo borist fréttir um gífurlegar og áður óþekktar framfarir hjá stúlkunni, ekki aðeins í lestri heldur í öllum öðrum greinum. Ályktanir: Bein kennsla ætti að vera notuð við kennslu á íslandi, að minnsta kosti fyrir þá sem lenda í erfiðleikum með að læra að lesa. E 62 Heilsa og líðan eftir útskrift af gjörgæslu Rannveig J. Jónasdóttir1'2, Lovísa Baldursdóttir2, Herdís Sveinsdóttir12 ‘Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2skurðlækningasviði Landspítala rannveij@iandspitaii.is Inngangur: Lega sjúklinga á gjörgæslu vegna bráðra, alvarlegra veikinda getur skert líkamlega, sálræna og félagslega heilsu, virkni og vellíðan langvarandi. Markmið þessarar lýsandi þverskurðarrannsóknar var að lýsa sjálfmetnum heilsutengdum lífsgæðum, einkennum áfallastreituröskunar, minningum um legu á gjörgæslu, sjálfmetnu heilsufari og félagslegum aðstæðum þremur til 15 mánuðum eftir útskrift af gjörgæslu. Tilgangurinn er öflun þekkingar til að skipuleggja þjónustu og sinna þörfum sem þessir sjúklingar kunna að hafa. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=143) voru fullorðnir sjúklingar sem höfðu legið á gjörgæsludeildum Landspítalans a72 klukkustundir 1. mars 2008 til 10. mars 2009. Sendur var spurningalisti með mælitækjunum SF-36v2 (heilsutengd lífsgæði), IES-R (einkenni áfallastreituröskunar) og ICU Memory Tool (minningar). Gögnum var safnað um sjálfmetið heilsufar og félagslegar aðstæður með spurningum rannsakanda. Niðurstöður: Svarhlutfall var 50% (N=73) og meðalaldur svarenda 60,7±16,9 ár. Heilsutengd lífsgæði (líkamlegt hlutverk, félagsleg virkni, tilfinningalegt hlutverk) voru marktækt minni þremur til 11 mánuðum en 12 til 15 mánuðum eftir útskrift af gjörgæslu. Mikil einkenni áfallastreituröskunar höfðu 29% og marktækt fleiri ranghugmyndir, minningar um líðan úr legu á gjörgæslu og minni heilsutengd lífsgæði (sálræn heilsa) en þeir sem höfðu lítil einkenni áfallastreituröskunar. Tæpur helmingur taldi heilsu sína miklu eða dálitlu verri en sex mánuðum fyrir innlögn á gjörgæslu. Vegna veikindanna unnu færri Iaunaða vinnu utan heimilis en fyrir legu á gjörgæslu. Ályktanir: Skerðing á líkamlegri, sálrænnri og félagslegri heilsu, virkni og vellíðan sjúklinga sem legið hafa i a72 klukkustundir á gjörgæslu er langvinn og ekki lokið 15 mánuðum frá útskrift þaðan. E 63 Samband starfsánægju hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala við starfskröfur og væntingar í starfi Birna G. Flygenring1, Katrín Blöndal1-2, Herdís Sveinsdóttir1'2 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2skurðlækningasviði Landspítala herdis@hi.is Inngangur: Starfsánægja hjúkrunarfræðinga stuðlar að ánægju og öry- ggi sjúklinga. Starfsánægja felur í sér neikvæðar og jákvæðar tilfinningar starfsmanns til vinnu sinnar og geta komið fram vegna mats hans á eða reynslu af vinnu. Þannig eru öll atriði starfsins, jafnt jákvæð sem neikvæð, líkleg til að hafa áhrif á þróun starfsánægju. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hjúkrunarstarfið sjálft þar á meðal að fá tækifæri til að sinna starfinu á árangursríkan hátt, samstarf við vinnufélaga, starfsandi og viðurkenning frá stjórnendum hefur jákvæð áhrif á starfsánægju LÆKNAblaðið 2011/97 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.