Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 138

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 138
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 geta höndlað DNA skemmdir sem verða til dæmis vegna útfjólublárrar geislunar. Þar má nefna umritunarháða DNA viðgerð og ubiquitin merkingu á RNA pólímerasa II (RNAPII). Próteinið ubiquitin tengist öðrum próteinum með samgildum tengjum sem oftast veldur því að þau eru brotin niður, stundum getur staðsetning eða virkni próteinanna þó breyst. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning okkar á svari frumna við DNA skemmdum, sérstaklega með tilliti til ubiquitin merkingar á RNAPII sem hefur stöðvast á DNA skemmd. Efniviður og aðferðir: Kerfi til að merkja RNAPII með ubiquitin (RNAPII-Ub) hefur verið sett upp. Það samanstendur af eftirtöldum hreinsuðu próteinum: El, UBC5 sem E2 og Rsp5 sem ubiqutin ligasi eða E3 ásamt RNAPII og ubiquitin. Virkni RNAPII-Ub var rannsökuð, bæði stöðugleiki á DNA og einnig virkni í in vitro umritunarkerfum. Einnig verður reynt að svara spurningunni hvernig er valið hvaða sameindir af RNAPII eru merktir með ubiquitin. Niðurstöður: Merking RNAPII með ubiquitin hefur engin áhrif á stöðugleika ensímsins á DNA. RNAPII-Ub hefur heldur ekki tapað neinni virkni í umritunarkerfum sem rannsökuð voru þrátt fyrir að ubiquitin merkið sé mjög nálægt virka seti RNAPII. Ubiquitin virðist vera hengt á RNAPII sem hefur stöðvast á DNA skemmd á meðan RNAPII í virkri umritun og eins þær sameindir sem ekki eru bundnar DNA eru ekki merktar. Alyktanir: Merkingar á RNAPII virðast ekki hafa nein áhrif á virkni próteinsins. RNAPII er stöðugt á DNA sameindinni og getur haldið áfram umritun. Þær RNAPII sameindir sem merktar eru hafa líklega stöðvast á DNA skemmd og hafa bakkað frá henni. Sameindir í þessari stöðu eru því merktar með ubiquitin og brotnar niður á meðan öðrum sameindum er hlíft. V 174 Umritunarþátturinn p63 stýrir myndun sýndarlagaskiptrar lungnaþekju í rækt Ari Jón Arason1-', Sigríður Rut Franzdóttir12, Ólafur Baldursson'-4, Þórarinn Guðjónsson1-2, Magnús Karl Magnússon'-2-3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum HÍ, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, 'rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 4lungnalækningadeild Landspítala aja1@hi.is Inngangur: Sýndarlagskipt þekja (sl-þekja) í efri loftvegum er mikilvæg í vörnum lungna og breytingar á henni tengjast bæði sýkingum og myndun krabbameins. Þéttitengi milli lungnafrumna eru nauðsynleg til að viðhalda skautun frumnanna og vömum þekjunnar. Umritunarþátturinn p63 sem er nauðsynlegur fyrir þroskun og viðhald lagskiptrar þekju (til dæmis húð) er tjáður í basal frumum í efri loftvegum. Tvö mismunandi splæsform eru til af p63, transactivation domain(TA)-p63 og D-N-p63. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hlutverk p63 í myndun sl-þekju í mönnum. Efniviður og aðferðir: Frumulínan VAIO myndar sl-þekju í air- liquid (ALI) ræktunarkerfi. Transepithelial resistance (TER) segir til um styrk þéttitengja. Þöggun á p63 tjáningu var gerð með shRNA lentiveiruinnskoti. Mótefnalitanir og Western blot sýna próteintjáningu. q-RT-PCR fyrir mRNA tjáningu. Niðurstöður: í lungnavef er tjáning á p63 metin með ósérhæfðu mótefni bundin við basal frumur. Sérhæft mótefni gegn D-N-63 hefur svipað tjáningarmynstur. í ALI ræktun er D-N-p63 tjáð í basalhluta þekjunnar en hverfur í efri hluta þekjunnar, svipað og með ósérhæfðu p63 mótefni. Sýking á VAIO (VA10-p63kd) með lentiveiru sem kóðar shRNA röð gegn p63 mRNA leiðir til verulegrar bælingar á próteinmyndun. VA10-p63kd frumur ná ekki að mynda þroskuð þéttitengi í ALI rækt, þar sem þekjan myndar ekki hátt TER borið saman við VAIO. Einnig hefur hún aukið vökvagegndræpi. VA10-p63kd frumur hafa aukna tjáningu á epithelial- specific antigen (ESA), en slík tjáning hefur meðal annars verið tengd við lungnastofnfrumur. Alyktanir: D-N-p63 virðist vera ráðandi splæsform af p63 í lungum. Ef p63 er þaggað verður ekki til eðlileg sl-þekja í rækt sem bendir til mikilvægis p63 í þroskun og sérhæfingu lungnaþekju. Rannsóknir miða að því kanna ítarlega hlutverk p63 í stofnfrumum lungna. V 175 Hlutverk og starfsemi IRF4 gensins í litfrumum og sortuæxlisfrumum Christine Grill, Christian Praetorius, Alexander Schepsky, Eiríkur Steingrímsson Lífefna- og sameindalíffræðistofu og lífvísindasetri læknadeild HÍ chgrill@hi.is Inngangur: MITF (Microphtalmia-associated transcription factor) er umritunarþáttur sem er nauðsynlegur fyrir þroskun litfrumna og viðhald sortuæxlisfrumna. í nýlegri leit okkar að markgenum MITF í sortuæxlum fundum við nokkur ný áhugaverð gen. Áhugaverðasta genið, Interferon regulatory factor 4 (IRF4), er tjáð í flestum sortuæxlum og hefur verið tengt við húð- og háralit í mönnum. IRF4 er umritunarþáttur sem gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun og starfsemi B-frumna en er einnig æxlisgen (oncogene). í verkefni þessu var rannsakað hvort IRF4 og MITF vinna saman við stjómun á umritun markgena í litfrumum og sortuæxlisfrumum. Efniviður og aðferðir: I stjórnröð TYR gensins, eins af markgenum MITF, eru tvö IRF4 bindiset sitt hvoru megin við MITF bindisetin. Til að greina hvort MITF og IRF4 starfa saman við að örva tjáningu TYR gensins var notast við co-transfection rannsóknir í ýmsum frumugerðum. IRF4 og MITF bindisetunum var stökkbreytt til að athuga hlutverk stakra bindiseta. Einnig var notast við mótefnafellingar og ChlP aðferðina til að greina hvort IRF4 og MITF próteinin bindast viðkomandi setum í litfrumum. Niðurstöður: MITF og IRF4 hafa samlegðaráhrif við virkjun á tjáningu TYR gensins; þegar bæði eru til staðar verður mun meiri virkjun umritunar en þegar einungis annað próteinanna er til staðar. Með því að stökkbreyta IRF4 bindisetunum hverfa þessi samlegðaráhrif. Ekki hefur enn tekist að mótefnafella IRF4 og MITF próteinin eða nota ChlP til að sýna að þau séu bæði til staðar í stýriröðinni. Með RT-qPCR magnmælingu kom í ljós að bæði IRF4 og MITF eru tjáð í flestum sortuæxlis- og litfrumulínum. Ályktanir: Við höfum sýnt að MITF og IRF4 vinna saman í því að virkja umritun TYR gensins. Þar sem TYR tjáir fyrir ensími sem framleiðir litarefnið melanín er hér komin ein skýring á tengslum IRF4 við húð- og háralit. Við vinnum nú að því að greina hlutverk IRF4 í sortuæxlum. V 176 Kristalbygging MITF umritunarþáttarins veitir upplýsingar um DNA-bindieiginleika og tvenndarmyndun Vivian Pogenberg', Kristín Bergsteinsdóttir2, Alexander Schepsky2, Bengt Phung2, Matthias Wilmanns', Eiríkur Sleingrímsson2 'European Molecular Biology Laboratory, Hamborg, 2lífefna- og sameindalíffræði læknadeild Hí eihkurs@hi.is Inngangur: MITF (Microphtalmia-associated transcription factor) er umritunarþáttur sem er nauðsynlegur fyrir þroskun litfrumna 138 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.