Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 81
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 stóð. Fimm ára heildarlifun sjúklinga með fistla var 58% borið saman við 85% í viðmiðunarhóp (p=0,003). Alyktanir: Dánartíðni er aukin hjá sjúklingum með bringubeinsfistla og fylgikvillar tíðir. Fyrri sýking í bringubeinsskurði og nýrnabilun eru langmikilvægustu áhættuþættimir. Fæstir hafa þó fyrri sögu um sýkingu í bringubeini, sem bendir til að í þorra tilfella sé um síðbúna sýkingu að ræða í kringum stálvíra sem halda saman bringubeininu. Á síðari ámm hefur sárasuga reynst vel í meðferð þessara sjúklinga. E 200 Framsýn rannsókn á skurðsýkingum eftir 246 opnar hjartaaðgerðir Helga G. Hallgrímsdóttir1, Magnús Gottfreðsson2, Tómas Guðbjartsson3 ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2smitsjúkdómadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ helgahal@landspitali.ls Inngangur: í framsýnni rannsókn á Landspítala árið 2007 kom óvænt í ljós að tíðni skurðsýkinga á ganglim eftir bláæðatöku við kransæðahjáveituaðgerðir var óvenjuhá, eða 23,1%. í kjölfarið var ákveðið að yfirfara verkferla, meðal annars húðþvott og frágang umbúða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig til tókst, en í þetta sinn á heilu ári og í ferfalt stærra þýði en í fyrri rannsókn. Einnig var markmiðið að kanna tíðni sýkinga í bringubeinsskurði. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn sem tók til allra sjúklinga sem gengust undir opna hjartaaðgerð á Landspítala á 12 mánaða tímabili, 2008-2009, samtals 246 einstaklinga (191 karl, meðalaldur 66,5 ár). Flestir (60,1%) gengust undir kransæðahjáveitu (CABG/OPCAB), ósæðalokuskipti (11,4%) eða báðar aðgerðirnar saman (13,4%). Skurðsár voru metin á öðmm, fjórða, sjötta og sjöunda degi þegar sjúklingar lágu inni. Einnig var haft samband við alla sjúklinga nema þrjá símleiðis, 30 dögum frá útskrift. Skurðsár voru skilgreind samkvæmt staðli CDC og bornir saman sjúklingar með og án sýkingar. Niðurstöður: Alls greindist 31 sjúklingur með skurðsýkingu (12,6%) og voru 16 þeirra í bringubeinsskurði (6,5%), þar af fimm djúpum með miðmætisbólgu (2%). Nítján sjúklingar af 184 sem fóru í bláæðatöku á ganglim greindust með sýkingu (10,3%) og voru 90% þeirra yfirborðssýkingar. Sýkingar eftir bláæðatöku greindust á 24. degi frá aðgerð (miðgildi) og voru þá 20% sjúklinga inniliggjandi. Sambærilegar tölur fyrir bringubeinssýkingar voru 20,5 dagar og 41,7%. Algengustu sýkingavaldarnir voru kóagúlsa neikvæðir stafýlókokkar (35,5%) og Staphylococcus aureus (35,5%). Legutími var marktækt lengri hjá sjúklingum með sýkingu í bringubeini en ganglim (17,1 á móti 9 dögum, p=0,006). Ályktanir: Skurðsýkingar eru töluvert vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir og reyndust mun algengari á ganglim eftir bláæðatöku (10,3%) en á brjóstholi (6,5%). Ljóst er að tíðni þessara sýkinga á ganglim hefur lækkað um helming frá fyrri rannsókn, en tíðni djúpra bringubeinssýkinga (2,0%) er svipuð og í eldri rannsókn (2,5%). E 201 Algengi gáttatifs á íslandi í dag og spá fyrir næstu fjóra áratugi Hrafnhildur Stefánsdóttir1, Thor Aspelund2-3, Vilmundur Guðnason2-3, Davíð O. Arnar1-3 ’Landspítala, 2Hjartavemd, 3Háskóla íslands tirafnhildurstef@gmail.com Inngangur: Gáttatif hefur alvarlega fylgikvilla og því fylgir mikill kostnaður. Sjúkdómurinn verður algengari með hækkandi aldri. Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang gáttatifs hér á landi og spá fyrir um framtíðarþróun með upplýsingum um nýgengi og dánarlíkur. Slík spá hefur ekki verið birt áður fyrir þjóð í Evrópu. Efniviður og aðferðir: Leitað var að öllum höfuðborgarbúum 20-99 ára með greininguna gáttatif á Landspítalanum 1987-2008. Við höfum áður sýnt að 1991-2008 jókst nýgengi gáttatifs á höfuðborgarsvæðinu um 0,1% (95% Œ -0,6-0,9) hjá körlum og 0,9% (95% CI: 0,1-1,8) hjá konum. Sett var upp líkan byggt á nýgengi gáttatifs, mannfjölda og dánarlíkum til að spá fyrir um algengi gáttatifs fram til 2050. Mannfjöldaspá frá Hagstofunni var notuð til að meta fjölda íslendinga til 2050. Dánarlíkur voru annars vegar miðaðar við 2008 og hins vegar við spá Hagstofunnar um þróun á dánarlíkum. Niðurstöður: Algengi gáttatifs hjá 20-99 ára höfuðborgarbúum var 1,9% árið 2008. Það svarar til að á íslandi hafi 4.264 manns greinst með gáttatif. Spáð er að árið 2050 verði fjöldinn 10.617 ef nýgengi gáttatifs og dánarlíkur haldast óbreytt frá 2008. Ef nýgengi heldur áfram að hækka yrði fjöldinn 12.115 og ef dánarlíkur breytast til viðbótar yrði hann 13.612. Árið 2008 voru 32% gáttatifssjúklinga 80 ára eða eldri, en 2050 verða það 50%. Aukningin í fjölda einstaklinga með gáttatif frá 2000 til 2050 er 219% en á sama tíma er spáð að þjóðinni í heild fjölgi um 37%. Ályktanir: Gáttatif er algengur sjúkdómur hér á landi. Spáð er að fjöldi íslendinga með gáttatif muni þrefaldast næstu fjóra áratugi. Aukingin er hlutfallslega sex sinnum meiri en hjá þjóðinni í heild. Sífellt stærri hluti sjúklingahópsins verður háaldraður. Því er ljóst að byrði gáttatifs á samfélaginu mun fara vaxandi. E 202 Gáttatif eftir opnar hjartaaðgerðir á íslandi Sólveig Helgadóttir1, Inga Lára Ingvarsdóttir1, Sæmundur J. Oddsson1, Hannes Sigurjónsson1, Martin Ingi Sigurðsson1, Þórarinn Amórsson1, Davíð O. Amar2-3, Tómas Guðbjartsson1-3 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ soh2@hi.is Inngangur: Gáttatif er algengt vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni gáttatifs eftir hjartaaðgerðir hér á landi, skilgreina áhættuþætti og meta fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveitu- (n=638) og/eða ósæðarlokuskiptaaðgerð (n=128) á Landspítala 2002-2006. Sjúklingum sem gengust undir aðrar hjartaaðgerðir eða höfðu þekkt gáttatif fyrir aðgerð var sleppt. Gáttatif var greint með hjartalínuriti eða hjartarafsjá, stóð í að minnsta kosti mínútur, og/eða sjúklingur fékk lyfjameðferð við gáttatifi. Ein- og fjölþáttagreining var notuð til samanburðar áhættuþátta sjúklinga með gáttatif og þeirra með reglulegan hjartslátt. Niðurstöður: Tíðni gáttatifs fyrir allan hópinn var 44% og reyndist marktækt hærri eftir ósæðarlokuskipti en hjáveituaðgerð (72% miðað við 38%, p<0,001). Útfallsbrot (EF) og helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir í báðum hópum, sem og notkun fi-blokkera. Sjúklingar með gáttatif voru hins vegar sjaldnar á blóðfitulækkandi lyfjum, oftar með hjartabilun, marktækt eldri, oftar konur og með hærra EuroSCORE. Vélar- og tangartími þeirra var lengri og tíðni bæði alvarlegra og minni fylgikvilla hærri. Loks var legutími þeirra helmingi lengri og dánartíðni rúmlega fimmföld (0,9% sbr. 4,8%, p=0,002). í fjölbreytugreiningu reyndust ósæðarlokuskipti (OR 4,2), heilkenni bráðrar andnauðar (OR 6,0), hár aldur (OR 1,1) og hjartabilun (OR 1,8) sjálfstæðir áhættuþættir gáttatifs. Ályktanir: Gáttatif er algengasti fylgikvilli hjartaaðgerða hér á landi LÆKNAblaðið 2011/97 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.