Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 122

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 122
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 123 Áhrif partially deacetylated chitooligomers á myndun frauðfrumna úr stórátfrumum sérhæfðum frá hnattkjarnaátfrumum Magdalena M. Stefaniak14, Jóhannes Gíslason2, Jón M. Einarsson2, Finnbogi Þormóðsson3, Pétur Henry Petersen3, Fiorella Ciaffoni6, Mariarosaria Napolitano4, Ólafur E. Sigurjónsson4-5, Kristberg Kristbergsson1, Elena Bravo6 'Matvæla- og næringafræðideild HÍ, ^Genís ehf., 3rannsóknarstofu í taugalíffræði og rannsóknarstofu í líffærafræði, 4Blóðbankanum, 5tækni og verkfræðideild HR, ' National Institute of Health, Róm oes@landspnali.is Inngangur: Myndun á Jinútahersli (atherosclerosis) felur meðal annars í sér óvenjulegan vöxt á sléttvöðvafrumum og æðaþelsfrumum, ból- gusvörum og uppsöfnun á lípíð sameindum í stórátfrumum (frauðfru- mum). Slíkt getur leittt til myndunar á vefjaskemdum með upspöfnun á frauðfrumum á innri byrði æða. Partially deacetylated chitooligomers (PDC) eru myndaðar við ensí niðurbrot á kítosani og hefur verið sýnt að þær geti mögulega dregið úr bólgusvari, með því að hafa áhrif á seytingu vaxtarþáttanna IL-6 og TNF-, og hindrað upptöku stórát- frumna á low density lípíðpróteinum (LDL). Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvort PDC gætu in vitro dregið úr myndun frauðfrumna frá stórátfrumum (macrophage) sérhæfðum frá hnattkjarnaátfrumum (monocyte) og kanna möguleg eitrunaráhrif PDC á stórátfrumur og frauðfrumur. Efniviður og aðferðir: Hnattkjamaátfrumur (CD14+) vom einangraðar úr einkjarnafrumum með density gradient og segulkúluskiljun (MACS). Hreinleiki þeirra kannaður með frumuflæðisjá. Hnattkjarnaátfrumur voru örvaðar til stórátfmmusérhæfingar og hlaðnar með LDL og eða PDC. Ahrif á LDL upptöku var athuguð með því að kanna innihald frumnanna af kólestróli með flúrljómunarprófi og próteinmagnsgrein- ingu. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að PDC hafa ekki eitrunaráhrif á stórát- frumunar upp að 50pg/ mL styrk. PDC höfðu engin sýnilegt áhrif á uppsöfnun á LDL í stórárfrumunum. Alyktanir: Möguleg skýring þessara niðurstaðna er þyrping (aggrega- tion ) á LDL saman við PDC, sem hindri upptöku stórátfrumna á þeim. Slíkt verður kannað nánar. V 124 Áhrif aukaýruefna á byggingu fitukristalla inn í örferjum og stöðuleika örferja Þrándur Helgason1'2, Bjarki Kristinsson1'2, Susan Aulback1, Julian McClements3, Kristberg Kristbergsson2, Jochen Weiss1 'Institute of Lebensmittel Technology and Biotechnology University of Hohenheim, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 3Dept. of Food Science, University of Massachusetts, Amherst, Bandaríkjunum kk@hi.is Inngangur: Mögulegt er að nota örferjur, Solid lipid nanoparticles (SLNs), sem burðarefni fyrir heilsuaukandi lífvirk efni. Þannig má bæta lífvirkum efnum í matvæli til að tryggja stöðugleika þeirra og árángursríka upptöku við meltingu. Stöðugleiki örferjanna sjálfra byggist hins vegar á ákveðnum yfirborðsvirkum (co-surfactant) efnum í himnum þeirra. Hingað til hefur verið notast við gallsölt sem hluta af þessum yfirborðsvirku efnum, en gallsölt eru bæði dýr og teljast ekki vera örugg til neyslu. Til að finna hentugan staðgengil gallsalta er nauðsynlegt að vita hvemig gallsölt auka stöðugleika SLN. Efniviður og aðferðir: Notuð voru fosfólípíð með hátt (80H) eða lágt (PC75) bræðslumark ásamt sex mismunandi aðstoðar yfirborðsvirkum efnum. Breytingar á kristalbyggingu örferjanna úr a- í þ-byggingu eykur yfirborð þeirra og veldur því að lífvirk efni falla út. Yfirborðsvirku efnin hjálpa til við að koma í veg fyrir þessa kristalbreytingu. Differential scanning calorimetry mælingar voru framkvæmdar til að meta bræðslumark og kristalbyggingu sýnanna. Stöðuleiki var mældur með Static light scattering. Niðurstöður: Með notkun Tween 60, Tween 80 eða þ- sistósteról myndaði SLN lausnin gel. Hins vegar vom SLN einingar stöðugar með því að nota Pluronic F68 eða gallsölt sem yfirborðsvirk efni, bæði með 80H og PC75 í hlutverki aðal-yfirborðsvirkra efna (main- surfactant). SLN með mesta a-byggingu voru þær sem innihéldu 80H sem aðal-yfirborðsvirk efni og gallsölt (51,54±1,06 J / g), eða b-sistósteról (64,18±8,67 J/g), sem yfirborðsvirk efni en Pluronic F68 var örlítið lægri með 37,32±0,77 J/g. Ályktanir: Þessi rannsókn sýndi fram á að notkun bæði fosfólípíða og yfirborðsvirkra efna með hátt bræðslumark, ásamt vatnssæknum yfirborðsvirkum efnum, eykur stöðugleika örferjanna. Mjög fitusækin yfirborðsvirk efni gefa betri kristalstöðugleika en virka ekki vel sem yfirborðsvirk efni. V 125 Örferjur með harðri skel til að vernda fljótandi w-3 kjarna fyrir oxun Bjarki Kristinsson1-2, Þrándur Helgason1-, Hanna Salminen1-2, Kristberg Kristbergsson2, Jochen Weiss1 'Institute of Lebensmittel Technology and Biotechnolgy University of Hohenheim, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ kk@hi.is Inngangur: Mikil aukning hefur verið á fæðutengdum sjúkdómum líkt og háum blóðþrýstingi, offitu og hjartasjúkdómum á undanförnum árum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að draga má verulega úr slíkum sjúkdómum með því að gera ákveðin lífvirk efni að hluta af daglegri fæðu. Þar af leiðandi hefur áhugi fyrir því að þróa matvæli sem innihalda slík lífvirk efni aukist umtalsvert. Vandamálið er að mörg af þessum lífvirku efnum eru sérstaklega óstöðug og þola illa vinnslu og geymslu. Mögulegt er að nota örferjur (solid lipid nanoparticles) sem burðarefni fyrir heilsuaukandi lífvirk efni. Þarrnig má bæta lífvirkum efnum í matvæli til að tryggja stöðugleika þeirra og árángursríka upptöku við meltingu. Efniviður og aðferðir: I þessari rannsókn skoðuðum við hagkvæmni þess að nota örferjur fyrir co-3 fitusýrur og bárum saman stöðugleika við notkun á fosfólípíðum með lágt (PC 75) og hátt (80H) bræðslumark sem yfirborðsvirk efni (surfactant). Mismunandi magni af tristerain, 0 g, 1,5 g, og 4 g var blandað við 1 g af co-3 til að mynda örferjur með 100%, 40% og 20% co-3 innihald. Vatnsfasar voru búnir til með 1,2% PC 75 eða 80 H ásamt 0,3% gallsöltum. Fitu- og vatnsfösum var blandað saman með notkun míkrófitusprengjara við 85°C til að tryggja að tristerain héldist bráðnað. Eftir blöndunina var lausnin kæld niður í 20°C til að mynda örferjur. Niðurstöður: Fylgst var með oxunarstigi með því annars vegar að mæla styrk peroxíða og hins vegar með því að notast við gasskiljun tii að veita athygli að aldehýðmyndun. Örferjur með 20% co-3 höfðu lægri peroxíðstyrk með 80 H (0,0224 mM) í samanburði við PC 75 (0,036 mM) eftir 42 daga og própanólstyrkur fyrir 80 H (0,0706 mM) var mun lægri en hjá PC 75 (1,0385 mM) eftir 43 daga. Ályktanir: Niðurstöðumar gefa til kynna að notkun fosfólípíða með hátt bræðslumark auki stöðugleika örferjanna svo um munar. 122 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1394
Tungumál:
Árgangar:
36
Fjöldi tölublaða/hefta:
83
Skráðar greinar:
80
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík : Læknafélag Íslands | Læknafélag Reykjavíkur, 1977-.Fylgirit nr. 39 kom ekki út
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 66. fylgirit (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/379678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991002187629706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. fylgirit (01.01.2011)

Aðgerðir: