Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 46
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 stofninum: AsaPl peptíðasa (MEROPS M35); repeat in toxin (RTX); N-acetylglucosamine bindipróteini; Leucyl amino peptíðasa (MEROPS M28) og brúnu litarefni. Ályktanir: Þéttniskynjun byggð á einni AHL sameind hefur áhrif á sýkingarmátt kýlaveikibróðurbakteríu og nægir að slá út AHL synþasann Asal til að hefta þéttniskynjun hennar. Til eru bakteríuensím sem sundra AHL sameindum. Asa er því áhugaverð baktería til að rannsaka hlutverk þéttniskynjunar í þróun sjúkdóms og sjúkdómsvama. E 89 Reynsla kynslóða íslendinga af refsingum í uppeldisskyni á tuttugustu öld Jónína Einarsdóttir', Geir Gunnlaugsson13 ‘Félagsvísindadeild HÍ, :landlæknisembættinu, * * 3kennslufræði- og lýðheilsudeild HR geirg@hr.is Inngangur: Þegar umræða erlendis hófst á seinni hluta 20. aldar um alvarlegt ofbeldi gegn börnum var talið að vandamálið væri óverulegt á íslandi. Ætti það rætur í að félagsleg samskipti og fjölskyldu- og vinatengsl væru sterkari hér á landi en erlendis. Aukin þekking hefur þó sýnt að ofbeldi gegn börnum viðgengst hér á landi sem annars staðar. Markmið rannsóknarinnar er að skoða reynslu Islendinga á mismunandi aldri af ofbeldi og refsingum sem þeir urðu fyrir sem böm af hálfu foreldra sinna. Efniviður og aðferðir: Tekin voru viðtöl við 22 einstaklinga fædda á tímabilinu 1920-1985, 11 karlmenn og 11 konur. Notast var við þægindaúrtak og voru viðmælendur valdir með það að sjónarmiði að hafa jafna kynjaskiptingu og dreifðan aldur og búsetu. Viðtölin beindust meðal annars að reynslu af refsingum og ofbeldi. Rannsóknin fékk leyfi vísindasiðanefndar. Niðurstöður: Hópur viðmælenda úr öllum aldurshópum taldi sig aldrei hafa verið beitta líkamlegu ofbeldi. Æska sumra þeirra einkenndist þó stundum af vanhirðu og andlegu ofbeldi. Aðrir viðmælendur nefndu að í þeim einstaka tilvikum þegar þeir hefðu verið flengdir var um einstakan og eftirminnilegan atburð að ræða. Nokkrir vom reglulega flengdir, ýmist eingöngu af mæðrum sínum eða báðum foreldrunum þegar þeir höfðu brotið af sér. Viðmælendur sem fengu líkamlega refsingu töldu sig hafa átt refsinguna skilið og þeir ekki borið skaða af. Ályktanir: Ljóst er að breytt viðhorf til ofbeldis og ásættanlegra refsinga endurspeglast í frásögnum viðmælenda. Margir viðmælendur benda á breytt viðhorf til flenginga, einu sinni var það ekkert tiltökumál að rassskella óþekka krakka en í dag væri það bannað. Ætla má af samtölunum að þekking á skaðsemi harkalegra refsinga fyrir börn ráði miklu um breytt viðhorf. E 90 Deilur og ofbeldi í fjölskyldum og andleg vellíðan fjórtán til fimmtán ára íslenskra unglinga Geir Gunnlaugsson1'2, Álfgeir Logi Kristjánsson13, Jónína Einarsdóttir4, Inga Dóra Sigfúsdóttir2'3 Tandlæknisembættinu, 2kennslufræði- og lýðheilsudeild HR, 3rannsóknum- og greiningu, 4félagsvísindadeild Hí geirg@hr.is Inngangur: Börn eru oft saklaus fórnarlömb í eldlínu deilna á heimili sínu. Hætta er á að þau taki beinan þátt í þeim og að þeim sé hótað eða hafnað og þau jafnvel beitt líkamlegu ofbeldi. Markmið rannsóknarinnar er að: (1) meta umfang reynslu íslenskra unglinga á deilum og líkamlegu ofbeldi í fjölskyldum sínum og (2) rannsaka samband á andlegri vellíðan unglinga og reynslu þeirra af því að vera vitni eða hafa reynslu af líkamlegu ofbeldi innan heimilisins. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 3515 grunnskólanemar, 14-15 ára að aldri sem tóku þátt í svokölluðum B-hluta ESPAD (European School Project on Alcohol and other Drugs) rannsóknarirmar árið 2003. Á grunni svara þeirra var geðheilsa og almenn líðan metin með matstækjum eins og Symptom Distress Checklist 90 (SCL-90) og Rosenberg Self-Esteem Scale. Niðurstöður: Um 22% unglinganna höfðu orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldra og 34% þeirra höfðu rifist alvarlega við þá. Heldur fleiri stúlkur en drengir sögðu frá slíkri reynslu. Um 7% unglinganna höfðu orðið vitni að líkamlegum átökum á heimili sínu þar sem fullorðnir voru þátttakendur og um 6% þeirra höfðu sjálf lent í líkamlegum átökum við fullorðna innan veggja heimilisins. Að vera vitni að eða vera þátttakandi í alvarlegu rifrildi heima og/eða hafa reynslu af líkamlegu ofbeldi við fullorðinn einstakling á heimilinu gaf auknar líkur á einkennum um þunglyndi, reiði eða kvíða auk þess að hafa neikvæð áhrif á sjálfsálit þeirra (p<0,05). Ályktanir: Margir unglingar á íslandi verða vitni að alvarlegu rifrildi foreldra á heimili sínu eða líkamlegum átökum þeirra og hafa sjálfir reynslu af líkamlegu ofbeldi. Slík rejmsla hefur langtímaáhrif á andlega líðan þeirra. Huga þarf að andlegri heilsu og vellíðan barna þar sem slíkt ofbeldi á sér stað á heimilum. E 91 MentisCura aldurstuðull til að meta heilaþroska barna og unglinga Paula Newman1, Halla Helgadóttir1, Berglind Brynjólfsdóttir2, Gísli Baldursson2, Guðrún B. Guðmundsdóttir2, Málfríður Lorange2, Páll Magnússon2, Ásdís L. Emilsdóttir1, Gísli H. Jóhannesson1, Nicolas P. Blin1, Kristinn Johnsen1, Ólafur Ó. Guðmundsson2 'Mentis Cura, rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, ^bama- og unglingageðdeild Landspítala paula@mentiscura.is Inngangur: Heilarit hafa verið notuð til þess að mæla virkni í heilaberki með góðum árangri. Fjölmargar rannsóknir á athyglisbresti með eða án ofvirkni (ADHD) með heilaritum hafa verið framkvæmdar og hafa niðurstöður sýnt fram á tölfræðilega marktækan mun á milli hópa þeirra sem greindir eru með ADHD og þeirra sem ekki eru greindir með röskunina. í þessari rannsókn Mentis Cura og Landspítalans var búið til safn heilarita barna á aldrinum 6-14 ára sem greind voru með eða án ADHD í þeim tilgangi að þróa aldursstuðul. Efniviður og aðferðir: í rannsókninni var notast við safn heilarita 216 barna án ADHD og annarra geðraskana til að búa til MentisCura aldursstuðulinn. MentisCura aldursstuðullinn var þróaður með það í huga að endurspegla lífaldur þátttakendanna þegar virkni í heilaberki þroskast með eðlilegum hætti. í samanburðarhópnum voru 150 einstaklingar með ADHD greiningu. Notuð var nútíma, tölfræðileg mynsturgreining við útreikning á aldursstuðlinum og svokölluð robust- fit línuleg nálgun til að reikna fylgni lífaldurs við aldursstuðulinn, sem er minna háð áhrifum útlaga en hefðbundin línuleg nálgun. Niðurstöður: Góð fylgni var á milli lífaldurs og aldursstuðuls. Þannig að, ef þátttakandi þroskast ekki eðlilega eða ekki í samræmi við aðra á sama aldri þá ætti það að endurspeglast í ósamræmi milli aldursstuðuls og lífaldurs þátttakandans. Aldursstuðlar 150 þátttakenda með ADHD voru síðan bomir saman við aldursstuðulinn hjá þeim sem ekki voru með ADHD og kom í ljós töluverður munur á hópunum. Þróun aldursstuðuls innan ADHD hópsins er töluvert hægari með lífaldri. Þessar niðurstöður eru í samræmi við nýlega rannsókn þar sem MRI 46 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.