Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 102
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 að virka vegna mótefnamyndunar. Á grundvelli storkuritatilraunar (rotational thromboelastometry, ROTEM®) með ex vivo íblöndun rFVIIa og fíbrínógens (FBG) í blóð ófrískrar konu með BSS var konan meðhöndluð strax eftir fæðingu með rFVIIa 7,2 mg ásamt FBG 2 g. Eins fékk hún tranexamín sýru 6 g/dag. Engin blæðing varð. Storkuritstilraunir hjá þremur öðrum einstaklingum með BSS staðfestu niðurstöðu fyrri tilraunar. Efniviður og aðferðir: Tilraunir voru gerðar með sítrerað heilblóð fjögurra einstaklinga með BSS. Blóðstorknun var mæld í storkurita. Til viðmiðunar var heilblóð viðmiðunahóps. Storkuritið innifelur tíma að upphafi storku (clotting time, CT), hámarkshraða storku (MaxVel), tíma að hámarkshraða storku (t-MaxVel) og mesta þéttleika storku (maximum clot firmness, MCF). Hvert sýni var athugað í átta mismunandi samsetningum: Beint (baseline), 2 styrkleikar rFVIIa 2 og 6 pg/ml, 3 styrkleikar viðbætts fíbrígnógens (FBG) 1, 2 og 3 g/L og 2 blöndur af mismunandi styrk rFVIIa með FBG 2 g/L. Hver tilraun var gerð í tvöföldu. Tölfræðileg marktækni var rannsökuð með ANOVA prófi fyrir endurtekin sýni. Niðurstöður: Niðurstöður úr storkuriti sýndu að rFVIIa stytti CT, MaxVel og t-MaxVel. FBG hafði ekki tölfræðilega marktæk áhrif á CT en jók storkuhraða (MaxVel og tMaxVel) auk þess að hafa áhrif á þéttleika storkunnar (MCF) sem rFVIIa hafði ekki. Ályktanir: rFVIIa ásamt FBG hafa marktæk áhrif á blóðstorku sjúklinga með BSS samkvæmt storkuritamælingum. Storkurit kann að nýtast vel til að athuga áhrif mismunandi storkuþátta og lyfja á blóðstorknun. V 61 Að eignast barn í nýju landi. Viðhorf og reynsla erlendra kvenna af barneignarþjónustu á íslandi Birna Gerður Jónsdóttir', Sigrún Gunnarsdóttir2, Ólöf Ásta Ólafsdóttir3 'Fæðingadeild Landspítala, ^hjúkrunarfræðidcild HÍ bgj1@hi.is Inngangur: Nýbúum hefur fjölgað hratt hér á landi undanfarin ár og æ fleiri erlendar konur eru í hópi skjólstæðinga barneignarþjónustunnar sem kallar á nýjar áskoranir umönnunaraðila. Engar rannsóknir liggja fyrir um efnið hér á landi en erlendar rannsóknir sýna misgóða reynslu erlendra kvenna af bameignarþjónustu og birta vísbendingar um að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til menningarbundinna viðhorfa í umönnun. Efniviður og aðferðir: Menningarhæfni (cultural competence) er hugtak sem lagt er til grundvallar í þessari rannsókn en markmið hennar er að dýpka skilning og þekkingu á menningartengdum viðhorfum, hefðum og væntingum erlendra kvenna til barneignarferlisins og varpa ljósi á reynslu þeirra af barneignarþjónustunni. Notuð var etnógrafía sem fól í sér viðtöl við sjö erlendar konur sem fæddu börn sín hér á landi. Niðurstöður: Gögn voru greind í þrjú meginþemu: 1) Fjölskyldulíf fjarri heimahögum, sem vísar til aðstæðna kvennanna sem söknuðu samfélags og tengslanets að heiman. 2) Að eignast barn í nýju landi, vísar til aðlögunar kvennanna og viðhorfa til barneignarferlisins sem rímaði vel við almenn viðhorf hér á landi. Sátt var við skipulag barneignarþjónustunnar en vísbendingar um einangrun og depurð eftir fæðingu. 3) Snertifletir samskipta, vísar til fjölbreyttra samskipta með og án orða, með eða án túlka og var reynsla hér misgóð. Ályktanir: Niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir og sýna almenna ánægju viðmælenda með viðmót fagfólks en gefa vísbendingar um að bæta megi barneignarþjónustuna hvað varðar fræðslu, þjónustu vegna tungumálaerfiðleika og stuðning eftir fæðingu. Samfelld ljósmæðraþjónusta virðist henta þessum hópi sérstaklega vel og þá er mikilvægt að leggja áherslu á styrkingu (empowerment) kvennanna. V 62 Mat á verkjum nýbura. Þýðing og forprófun á Neonatal Pain Agitation and Sedation Scale Karen Ýr Sæmundsdóttir', Margrét Eyþórsdóttir2, Guðrún Kristjándóttir1- 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 'Bamaspítala Hringsins gkrist@hi.is Inngangur: Verkir nýbura hafa í gegnum tíðina verið vanmetnir og vanmeðhöndlaðir. Síðastliðin 30 ár hafa verið þróuð mælitæki til að meta verki nýbura og hafa samfara því orðið miklar framfarir í verkjamati þeirra. Eitt þessara mælitækja er Neonatal Pain, Agitation and Sedation Scale (N-PASS) sem metur langvinna verki, sefun og óeirð. Tilgangur rannsóknarirmar var að þýða og forprófa N-PASS mælitækið til að sjá hvort það væri réttmætt og áreiðanlegt í íslenskri þýðingu. Efniviður og aðferðir: Alls voru 22 böm í rannsókninni, 14 drengir og átta stúlkur. Horft var á aldur barnanna út frá meðgönguvikum og vom þau á aldrinum 27 vikna og fjögurra daga til 44 vikna við mælingu. Börnin voru mæld þegar þau voru í ró, við inngrip sem ekki voru talin sársaukafull og sársaukafull inngrip. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði og t-próf háðra úrtaka. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu jákvæða fylgni milli allra þátta mælitækisins að andlitstjáningu og lífsmörkum undanskildum. Niðurstöður sýndu marktækan mun á N-PASS skori milli þess þegar barn er í ró og þegar það verður fyrir sársaukafullu inngripi. Ekki var marktækur munur á N-PASS skorum þegar barn er í ró og þegar það verður fyrir inngripi sem ekki er talið sársaukafullt né heldur milli sársaukafulls inngrips og inngrips sem ekki er talið sársaukafullt. Niðurstöður gáfu neikvæða fylgni milli rannsakenda sem gefur til kynna að mælitækið hafi ekki nægan áreiðanleika milli mælenda. Ályktanir: Mikilvægt er að gera frekari rannsóknir á N-PASS til að ganga úr skugga um áreiðanleika þess þar sem gott og nákvæmt verkjamat er grunnurinn að góðri verkjastillingu og frekari rannsóknum á verkjum með því. V 63 Barneign og heiisa Hildur Kristjánsdóttir1,4, Ólöf Ásta Ólafsdóttir1,3, Þóra Steingrímsdóttir2,3, Jóhann Ág. Sigurðsson1-2 'Háskóla íslands, 'Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 'kvenna- og bamasviði Landspítala, 'landlæknisembættinu oiofoi@hi.is Inngangur: Meginmarkmið rannsóknarinnar er að safna grunnupplýsingum um heilsu íslenskra kvenna, líðan þeirra og árangur bameignarþjónustu frá því snemma á meðgöngu þar til um ári eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað um árangur bameignarþjónustu og viðhorf til ýmissa þátta, til dæmis ómskoðunar á meðgöngu, verkjameðferðar, keisarafæðinga, heimafæðinga, vals á meðferð og fæðingarstað, brjóstagjafar, fæðingarorlofs, samskipta við heilbrigðisfagfólk og fjölskyldu. Spurt var um reynslu og líðan í barneignarferlinu, líkamleg og tilfinningaleg einkenni, áhyggjur til dæmis af húsnæði, atvinnu/atvinnuleysi, öryggiskennd og mat á eigin færni. Gögnum var safnað í tilviljanakenndu lagskiptu úrtaki 1.105 barnshafandi kvenna með þremur spumingarlistum, það er við 14-16 vikna meðgöngu, fjórum til fimm mánuðum eftir fæðingu og um einu 102 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 66. fylgirit (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/379678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991002187629706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. fylgirit (01.01.2011)

Aðgerðir: