Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 29
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Og er mestur hjá einstaklingum með tiltölulega háan r-GSH. MDRD jafnan virðist ofmeta tíðni langvinns nýmasjúkdóms meðal kvenna. E 35 Áhrif fangelsisvistunar á lifun karlkyns sjúklinga sem leggjast inn á geðdeild Steinn Steingrímsson1'3, Hafdís Guðmundsdóttir2, Thor Aspelund4, Martin Ingi Sigurðsson3, Andrés Magnússon1'3 ‘Geðdeild Landspítala, 2Fangelsismálastofnun ríkisins, 3læknadeild, Taunvísindadeild HÍ steinnstein@gmail. com Inngangur: Karlar með alvarlega geðsjúkdóma eru líklegri hl að fremja glæpi sem leiða til fangelsisvistunar miðað við aðra. Markmið rannsóknarirmar var að rannsaka dánartíðni þeirra karla sem leggjast inn á geðdeild og afplána dóm miðað við þá sem leggjast inn en afplána ekki dóm í fangelsi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er tilfellaviðmiðuð rannsókn sem nær til allra karla á íslandi sem hvoru tveggja lögðust inn á geðdeild a Islandi með fíknigreiningu og afplánuðu dóm í fangelsi á tímabilinu 1983-2007. Notuð voru gögn frá Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, Hagstofu íslands og Fangelsismálastofnun ríkisins. Þrjú viðmið voru fundin fyrir hvert tilfelli út frá: aldri (±5 ár), fyrstu innlögn á tímabilinu (±5 ár) og að lifun viðmiðs var að minnsta kosti fram að afplánun tilfellis. Notaður var Cox áhættulíkindareikningur til að reikna út lifun þar sem leiðrétt var fyrir aldri, innlagnarári og geðgreiningum. Niðurstöður: Alls lögðust 7670 karlar inn á geðdeild og þar af fóru 815 (10,6%) í fangelsi á rannsóknartímabilinu. Af þeim fengu 749 fíknigreiningu sem afplánuðu dóm. Um þriðjungur afplánaði dóm áður en kom að fyrstu innlögn á tímabilinu. Heildardánartíðni þessara karla með fíknigreiningu sem afplánuðu dóm miðað við þá sem ekki afplánuðu dóm gaf áhættuhlutfallið (hazard ratio (HR))=2,06 (95%-vikmörk=l,60-2,66). Þegar litið var á dánartíðni vegna dauðsfalla vegna slysa eða sjálfsvígs þá var HR=2,47 (95%-vikmörk=l,68-3,61). Alyktanir: Fangelsisvist eykur talsvert dánarlíkur karla sem leggjast inn á geðdeild. Dánartíðni er tvöfalt hærri meðal karla sem afplána dóm miðað við þá sem afplána ekki dóm á 27 ára tímabili. Þegar litið var á dánarorsakir vegna sjálfsvíga eða slysa þá var dánartíðnin enn hærri. E 36 Karlar verða líka fyrir kynferðisofbeldi Agnes Gísladóttir', Berglind Guðmundsdóttir1'2'3,4, Eyrún Jónsdóttir-3, Unnur Anna Valdimarsdóttir1 Mðsföð i lýðheilsuvísindum HÍ, 2áfallateymi bráðasviðs og geðsviðs, 3neyðarmóttöku vegna rauðgana Landspitala, 4sálfræðideiid HÍ a9nesg@hi.is Inngangur: Lítið hefur farið fyrir umræðu um kynferðisofbeldi gegn fullorðnum karlmönnum hérlendis og virðist jafnvel gleymast að þeir verða fyrir slíku ofbeldi. Markmið þessarar rannsóknar er varpa ljósi á h’ðni, einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn körlum sem leituðu til neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítala á 10 ára tímabili og bera saman við sambærilegar upplýsingar um kynferðisofbeldi gegn konum. Efniviður og aðferðir: Komuskýrslur á neyðarmóttökuna voru kóðaðar ^ gagnavinnslu á ópersónugreinanlegan hátt. Einkenni vegna brota sem félu í sér kynfærasnertingu/nauðgun voru borin saman milli kynja. Tölfræðilegur samanburður var lýsandi og munur milli kynja ekki skoðaður með marktækniprófum. Niðurstöður: Komur á 10 árum voru í heild 1188, þar af voru komur karla 35, eða 2,9%. Meðalaldur karla við komu var 30,0 ár en kvenna 24,2 ár. Um þrjár komur af hverjum fjórum hjá báðum kynjum voru vegna nauðgunar/kynfærasnertingar og 15% brota gegn körlum samanborið við 5% gegn konum gerðust erlendis. í tilfelli karla voru gerendur oftast ókunnugir/lítt þekktir, eða 69%, en 44% gegn konum. Af þeim sem komu í endurkomu voru karlar líklegri en konur að hafa hugleitt eða reynt sjálfsvíg. Ályktanir: Ekki er ljóst hversu hátt hlutfall þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi leitar aðstoðar á neyðarmóttökunni, en 35 komur karla á 10 árum sýna þó að kynferðisofbeldi gegn karlmönnum er raunverulegt. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kynferðisofbeldi geti haft mjög alvarlegar afleiðingar á sálræna heilsu brotaþola sem undirstrikar mikilvægi þess að gott aðgengi sé að sérhæfðri þjónustu, fyrir karla jafnt sem konur. E 37 Upplifun landsmanna á streitu fyrir og eftir efnahagshrunið á íslandi Ama Hauksdóttir’, Cristhopher McClure2, Stefán Hrafn Jónsson3, Unnur Valdimarsdóttir’ ’Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Yale School of Public Health BNA, 3Lýðheilsustöð arnah@hi.is Inngangur: Efnahagshrunið á Islandi í október 2008 var um margt einstakt í umfangi og hraða og eru enn ófyrirséð þau áhrif sem efnahagshrunið mun mögulega hafa á heilsufar þjóðarinnar. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif efnahagshrunsins á streitu þjóðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og er byggð á gögnum úr lýsandi þjóðarúrtaki 18-79 ára íslendinga (upphaflegt úrtak N=9.807). Gögnum var safnað á vegum Lýðheilsustöðvar með spurningalista árin 2007 og 2009 og innihélt meðal annars spurningar um bakgrunn (svo sem menntun, búsetu, atvinnustöðu og tekjur) og streitu (mæld með PSS-4 kvarðanum). Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til greiningar á áhættu á háu streitustigi á árinu 2009 með mælingar frá 2007 til viðmiðunar. Niðurstöður: Af 5294 aðspurðum til þátttöku 2009 svöruðu 4092 (77,3%) spurningalista. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna auknar líkur á háu streitustigi íslendinga árið 2009 samanborið við 2007 (OR 1,20 CI 1,04, 1,38). Þegar gögnin voru skoðuð eftir kyni kom í Ijós að einungis konur sýndu marktæka aukningu á streitustigi (OR 1,33; CI 1,11, 1,60), en ekki karlmenn (OR 1,04; CI 0,83, 1,31). Aðrir hópar sem sýndu aukningu á streitu voru aldurshópurinn 60-69 ára og einstaklingar með grunnmenntun eða í ófaglærðum störfum. Aukning á streitu var einnig almennt meiri hjá íbúum í stærri þéttbýliskjörnum landsins. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til aukinnar áhættu á háu streitustigi meðal landsmanna eftir efnahagshrunið (2009) samanborið við fyrir efnahagshrunið (2007). Þessi breyting virðist að mestu leyti borin uppi af hækkuðu streitustigi meðal kvenna. E 38 Líðan ekkla fjórum til fimm árum eftir missi eiginkonu úr krabbameini Arna Hauksdóttir1-2, Unnur Valdimarsdóttir1, Carl-Johan Fúrst3, Gunnar Steineck13 ■Miðstöð I lýðheilsuvísindum Hf, 2Dept. of Oncology, Institute of Clinical Sciences, Sahlgrenska Akademin Gautaborg, 5Dept. of Oncology and Pathology, Karolinska Institutet Stokkhólmi arnahtShi.is Inngangur: Neikvæð áhrif makamissis á líkamlega og andlega LÆKNAblaðið 2011/97 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 66. fylgirit (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/379678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991002187629706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. fylgirit (01.01.2011)

Aðgerðir: