Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 29
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
Og er mestur hjá einstaklingum með tiltölulega háan r-GSH. MDRD
jafnan virðist ofmeta tíðni langvinns nýmasjúkdóms meðal kvenna.
E 35 Áhrif fangelsisvistunar á lifun karlkyns sjúklinga sem leggjast
inn á geðdeild
Steinn Steingrímsson1'3, Hafdís Guðmundsdóttir2, Thor Aspelund4, Martin Ingi
Sigurðsson3, Andrés Magnússon1'3
‘Geðdeild Landspítala, 2Fangelsismálastofnun ríkisins, 3læknadeild, Taunvísindadeild HÍ
steinnstein@gmail. com
Inngangur: Karlar með alvarlega geðsjúkdóma eru líklegri hl að
fremja glæpi sem leiða til fangelsisvistunar miðað við aðra. Markmið
rannsóknarirmar var að rannsaka dánartíðni þeirra karla sem leggjast
inn á geðdeild og afplána dóm miðað við þá sem leggjast inn en afplána
ekki dóm í fangelsi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er tilfellaviðmiðuð rannsókn sem
nær til allra karla á íslandi sem hvoru tveggja lögðust inn á geðdeild
a Islandi með fíknigreiningu og afplánuðu dóm í fangelsi á tímabilinu
1983-2007. Notuð voru gögn frá Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar, Hagstofu íslands og Fangelsismálastofnun ríkisins. Þrjú
viðmið voru fundin fyrir hvert tilfelli út frá: aldri (±5 ár), fyrstu innlögn
á tímabilinu (±5 ár) og að lifun viðmiðs var að minnsta kosti fram að
afplánun tilfellis. Notaður var Cox áhættulíkindareikningur til að reikna
út lifun þar sem leiðrétt var fyrir aldri, innlagnarári og geðgreiningum.
Niðurstöður: Alls lögðust 7670 karlar inn á geðdeild og þar af fóru
815 (10,6%) í fangelsi á rannsóknartímabilinu. Af þeim fengu 749
fíknigreiningu sem afplánuðu dóm. Um þriðjungur afplánaði dóm
áður en kom að fyrstu innlögn á tímabilinu. Heildardánartíðni þessara
karla með fíknigreiningu sem afplánuðu dóm miðað við þá sem
ekki afplánuðu dóm gaf áhættuhlutfallið (hazard ratio (HR))=2,06
(95%-vikmörk=l,60-2,66). Þegar litið var á dánartíðni vegna dauðsfalla
vegna slysa eða sjálfsvígs þá var HR=2,47 (95%-vikmörk=l,68-3,61).
Alyktanir: Fangelsisvist eykur talsvert dánarlíkur karla sem leggjast
inn á geðdeild. Dánartíðni er tvöfalt hærri meðal karla sem afplána dóm
miðað við þá sem afplána ekki dóm á 27 ára tímabili. Þegar litið var á
dánarorsakir vegna sjálfsvíga eða slysa þá var dánartíðnin enn hærri.
E 36 Karlar verða líka fyrir kynferðisofbeldi
Agnes Gísladóttir', Berglind Guðmundsdóttir1'2'3,4, Eyrún Jónsdóttir-3, Unnur Anna
Valdimarsdóttir1
Mðsföð i lýðheilsuvísindum HÍ, 2áfallateymi bráðasviðs og geðsviðs, 3neyðarmóttöku vegna
rauðgana Landspitala, 4sálfræðideiid HÍ
a9nesg@hi.is
Inngangur: Lítið hefur farið fyrir umræðu um kynferðisofbeldi gegn
fullorðnum karlmönnum hérlendis og virðist jafnvel gleymast að þeir
verða fyrir slíku ofbeldi. Markmið þessarar rannsóknar er varpa ljósi á
h’ðni, einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn körlum sem leituðu
til neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítala á 10 ára tímabili og
bera saman við sambærilegar upplýsingar um kynferðisofbeldi gegn
konum.
Efniviður og aðferðir: Komuskýrslur á neyðarmóttökuna voru kóðaðar
^ gagnavinnslu á ópersónugreinanlegan hátt. Einkenni vegna brota
sem félu í sér kynfærasnertingu/nauðgun voru borin saman milli kynja.
Tölfræðilegur samanburður var lýsandi og munur milli kynja ekki
skoðaður með marktækniprófum.
Niðurstöður: Komur á 10 árum voru í heild 1188, þar af voru komur
karla 35, eða 2,9%. Meðalaldur karla við komu var 30,0 ár en kvenna 24,2
ár. Um þrjár komur af hverjum fjórum hjá báðum kynjum voru vegna
nauðgunar/kynfærasnertingar og 15% brota gegn körlum samanborið
við 5% gegn konum gerðust erlendis. í tilfelli karla voru gerendur oftast
ókunnugir/lítt þekktir, eða 69%, en 44% gegn konum. Af þeim sem
komu í endurkomu voru karlar líklegri en konur að hafa hugleitt eða
reynt sjálfsvíg.
Ályktanir: Ekki er ljóst hversu hátt hlutfall þeirra sem verða fyrir
kynferðisofbeldi leitar aðstoðar á neyðarmóttökunni, en 35 komur
karla á 10 árum sýna þó að kynferðisofbeldi gegn karlmönnum er
raunverulegt. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að
kynferðisofbeldi geti haft mjög alvarlegar afleiðingar á sálræna heilsu
brotaþola sem undirstrikar mikilvægi þess að gott aðgengi sé að
sérhæfðri þjónustu, fyrir karla jafnt sem konur.
E 37 Upplifun landsmanna á streitu fyrir og eftir efnahagshrunið á
íslandi
Ama Hauksdóttir’, Cristhopher McClure2, Stefán Hrafn Jónsson3, Unnur
Valdimarsdóttir’
’Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Yale School of Public Health BNA, 3Lýðheilsustöð
arnah@hi.is
Inngangur: Efnahagshrunið á Islandi í október 2008 var um margt
einstakt í umfangi og hraða og eru enn ófyrirséð þau áhrif sem
efnahagshrunið mun mögulega hafa á heilsufar þjóðarinnar. Markmið
rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif efnahagshrunsins á streitu
þjóðarinnar.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og er byggð á gögnum úr
lýsandi þjóðarúrtaki 18-79 ára íslendinga (upphaflegt úrtak N=9.807).
Gögnum var safnað á vegum Lýðheilsustöðvar með spurningalista árin
2007 og 2009 og innihélt meðal annars spurningar um bakgrunn (svo
sem menntun, búsetu, atvinnustöðu og tekjur) og streitu (mæld með
PSS-4 kvarðanum). Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til greiningar
á áhættu á háu streitustigi á árinu 2009 með mælingar frá 2007 til
viðmiðunar.
Niðurstöður: Af 5294 aðspurðum til þátttöku 2009 svöruðu 4092
(77,3%) spurningalista. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna auknar líkur
á háu streitustigi íslendinga árið 2009 samanborið við 2007 (OR 1,20 CI
1,04, 1,38). Þegar gögnin voru skoðuð eftir kyni kom í Ijós að einungis
konur sýndu marktæka aukningu á streitustigi (OR 1,33; CI 1,11, 1,60),
en ekki karlmenn (OR 1,04; CI 0,83, 1,31). Aðrir hópar sem sýndu
aukningu á streitu voru aldurshópurinn 60-69 ára og einstaklingar með
grunnmenntun eða í ófaglærðum störfum. Aukning á streitu var einnig
almennt meiri hjá íbúum í stærri þéttbýliskjörnum landsins.
Ályktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til aukinnar
áhættu á háu streitustigi meðal landsmanna eftir efnahagshrunið (2009)
samanborið við fyrir efnahagshrunið (2007). Þessi breyting virðist að
mestu leyti borin uppi af hækkuðu streitustigi meðal kvenna.
E 38 Líðan ekkla fjórum til fimm árum eftir missi eiginkonu úr
krabbameini
Arna Hauksdóttir1-2, Unnur Valdimarsdóttir1, Carl-Johan Fúrst3, Gunnar Steineck13
■Miðstöð I lýðheilsuvísindum Hf, 2Dept. of Oncology, Institute of Clinical Sciences, Sahlgrenska
Akademin Gautaborg, 5Dept. of Oncology and Pathology, Karolinska Institutet Stokkhólmi
arnahtShi.is
Inngangur: Neikvæð áhrif makamissis á líkamlega og andlega
LÆKNAblaðið 2011/97 29