Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 42
XV VISINDARAÐSTEFNA FYLGIRIT 66 H í eðlilegu magni cystatín C í mænuvökva. Mögulega er þessi cystatín C skortur að örva aðra boðferla í arfberum en sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Heilasneiðar úr 16 sjúklingum og átta viðmiðum voru notaðar í rarmsókninni. Gerðar voru ýmsar vefjalitanir og ónæmislitanir til þess að kanna hvaða utanfrumuefni og prótein væru til staðar í heilaæðum og vefnum í kring. Einnig var ónæmislitað fyrir frumum ónæmiskerfisins, svo sem makrófögum og stjörnufrumum (astrocytes). Niðurstöður: Massons trichrome litun fyrir bandvef sýndi bandvefsuppsöfnun í slagæðarveggjum hjá sjúklingum. Nánari greining sýndi að um collagen IV var að ræða sem kemur heim og saman við niðurstöður úr microarray rannsókn þar sem collagen IV er martækt upptjáð í arfberum. I tengslum við þetta var connective tissue growth factor (CTGF) einnig skoðað og í sumum tilfellum var mikil CTGF litun í kringum æðar sjúklinga. Makrófagar sáust utan á æðaveggjum og stjörnufrumur umkringdu slagæðar hjá sjúklingum. Alyktanir: Auk mýlildis uppsöfnunar í heilaslagæðum sjúklinga er mikil uppsöfnun utanfrumuefna. Þessar miklu vefjaskemmdir virðast hafa stuðlað að íferð frumna ónæmiskerfisins inni í heilann, svo sem makrófaga og stjörnufrumna. E 77 Rannsóknir á meðhöndlun cystatín C og heildargenatjáningu í húðfíbróblöstum CST3-L68Q arfbera Birkir Þór Bragason', Ásbjörg Ósk Snorradóttir1, Gustav Östner1,, Björn Þór Aðalsteinsson1, Elías Ólafsson2, Ástríður Pálsdóttir1 ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Jtaugalækningadeild B2 Landspítaia,3Dept. of Clinical Chemistry and Pharmacology háskólasjúkrahúsinu í Lundi birkirbr@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing er séríslenskur mýlildissjúkdómur semstafar af stökkbreytingu (L68Q) í cystatínC geninu, CST3. Stökkbreytt cystatín C myndar mýlildi í slagæðaveggjum heilans þar sem uppsöfnun þess, ásamt uppsöfnun utanfrumuefna, veldur heilablæðingum í ungu fólki. Við höfum framkvæmt samanburðarrannsóknir á húðfíbróblöstum arfbera og viðmiða með það að markmiði að skilgreina frávik með tilliti til meðhöndlunar stökkbreytts cystatín C og heildargenatjáningar frumnarma, sem gætu legið til grundvallar sjúkdómsmynd arfgengrar heilablæðingar. Efniviður og aðferðir: Notaðir voru húðfíbróblastar úr níu arfberum og sex viðmiðum. Meðhöndlun og staðsetning cystatín C prótíns var greind með ónæmislitunum, prótfnþrykki og ELISA. Genatjáning í frumunum var rannsökuð með microarray (expression microarray (NimbleGen)) og með rauntíma PCRi. Niðurstöður: Niðurstöðumar benda til þess að gæðaeftirlitskerfi arfberafrumnanna sendi L68Q cystatín C að einhverju leyti til niðurbrots í ubiquitin-próteasóm kerfinu og það leiði til þess að magn cystatín C í seyti arfberafrumnanna sé marktækt lægra en í seyti viðmiðanna. Hlutfallinu svipar til þess munar sem er á magni cystatín C í mænuvökva arfbera og viðmiða. Samanburður á heildargenatjáningu frumna úr arfberum og viðmiðum sýndi að tjáning 257 gena var marktækt frábrugðin í arfberunum (p<0,001; 128 upptjáð, 129 niðurtjáð). Alyktanir: Genatjáning arfberafrumnanna bendir til þess að þær hafi svipgerð mýófíbróblasta, sem er sérhæfð viðgerðarfrumugerð með mikla seytingu utanfrumuefna. Þessi svipgerð frumunnar kann að orsakast af lægra utanfrumumagni cystatín C. Þetta hefur skírskotun til meingerðar sjúkdómsins þar sem mikil uppsöfnun utanfrumuefna (til dæmis kollagens) greinist í æðaveggjum heilans ásamt lægra cystatín C magni í mænuvökva E 78 Hreyfingar deilikorna við aðskilnað dótturfrumna Ásta Björk Jónsdóttir1-, Roeland W. Dirks2, Hans Vrolijk2, Helga M. Ögmundsdóttir1-3, Hans J. Tanke2, Jórunn E. Eyfjörð1-3, Karoly Szuahi2 'Rannsóknastofu í krabbameinsfræöum læknadeild HÍ, ;Dept. of Molecular Cell Biology, Leiden University Medical Center I lollandi, 'læknadeild Hi ABJ26@hutchison-mrc.cam.ac.uk Inngangur: Mítósa er sá fasi frumuskiptingaferilsins þar sem litningum frumna er deilt jafnt í tvær dótturfrumur. Samhliða lokafasa mítósunnar, nefndur telófasi, hefst aðskilnaður umfrymisins, nefnt frymisskipting (cytokinesis). Hugsanlegt er að deilikom geislaskauta stuðli að og stjórni frymisskipingu að einhverju leyti. Við upphaf frymisskiptingar aðskiljast deilikomin og haldið hefur verið fram að aðskilnaður dótturfrumna og frymisskipting sé háð því að deilikorn flytjist frá skautum og að skiptimiðju. Efniviður og aðferðir: Til að rannsaka hlutverk deilikorna við frymisskiptingu vom hreyfingar þeirra karmaðar í þremur frumulínum: manna bandvefsfrumulínunum HeLa og MCF10A og p53-óvirkri músa- brjóstakrabbameinsfrumulínu KP-7.7. Centrin-l-EGFP og a-Tubulin- mCherry plasmíð voru tjáð í þessum frumulínum til að gera deilikom og örpíplur sýnileg. Lifandi fmmur í skiptingu, sem tjáðu þessi plasmíð voru myndaðar á 10 mínútna fresti í allt að sex klukkustundir með smásjártækni til myndgreiningar á lifandi frumum. Niðurstöður: Deilikorn sem skildust að í telófasa vom mjög hreyfanleg og hreyfðust þau 1) eftir nýmynduðum kjarnahjúpnum, 2) óreglulega eða 3) meðfram örpíplum sem mynduðu spóluás (spindle axis). Deilikom sást sjaldan við skiptimiðju áður en dótturfrumumar aðskildust og var mikill munur þar á á milli frumulína. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að deilidkorn eru mjög hreyfanleg meðan á frymisskiptingu stendur og gefa til kynna að flutningur deilikorns eða deilikorna að skiptimiðju sé ekki nauðsynlegur fyrir aðskilnað dótturfrumna eins og haldið hefur verið fram. Við drögum þær ályktanir að hreyfingar deilikorna séu tengdar örpíplum og að aðskilnaður dótturfmmna sé háðari öðrum ferlum en staðsetningu deilikoma. E 79 Boðleiðin LKB1 - AMPK - eNOS virkjast í æðaþeli þegar mest á reynir Brynhildur Thors1, Haraldur Halldórsson1'2, Guðmundur Þorgeirsson1'2 ^Rannsóknarstofu lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 2lyflækningadeild Landspítala gudmth@iandspitaii.is Inngangur: Hæfni æðaþels til að mynda NO liggur til grundvallar ýmsum mikilvægum eiginleikum æðaþelsins. Lífhvatinn endothelial NO-synthasi (eNOS) hvatar myndunina og lýtur stjóm margra kínasa þar sem margar boðleiðir koma við sögu. Við kynnum hér „nýja" boðieið sem virkjast þegar ATP-innihald frumnarma lækkar við örvun þeirra. Efniviður og aðferðir: Tilraunir voru gerðar á æðaþelsfmmum sem ræktaðar vom úr bláæðum naflastrengja. Ræktaðar æðaþelsfrumur voru örvaðar með trombíni eða histamíni, kínasamir CaMKK og AMPK hindraðir með sértækum hindrum, tjáning LKBl og AMPK hindruð með SiRNA, fosfóprótein greind og mæld með sértækum mótefnum og 42 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.