Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 58
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
E 128 Áhættugreining augnbotnabreytinga hjá sykursjúkum
einstaklingum
Rúnar Bragi Kvaran1'3, Arna Guðmundsdóttir2-3
'Læknadeild HÍ, 3innkirtla- og efnaskiptadeild Landspítala, 3Risk Medical Solutions
rbk2@hi.is
Inngangur: Venja er að sykursjúkir mæti árlega eða annað hvert
ár í skimun fyrir augnbotnabreytingum. Þar sem áhættuþættir
sykursjúkra fyrir augnbotnabreytingum eru mismunandi fara sumir
oftar í augnskoðun en þeir þurfa og aðrir sjaldnar en þörf er á.
Tilgangur rannsóknarinnar var að prófa áhættureikniforrit Risk Medical
Solutions (RMS) á íslensku úrtaki sykursjúkra og meta út frá þekktum
áhættuþáttum hversu reglulega þeir þurfa að mæta í augnskoðun.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og voru sjúkraskrár
sjúklinga, er hittu tvo af innkirtlalæknum göngudeildar sykursjúkra
á Landspítala í janúar, febrúar og mars árið 2010, rannsakaðar.
Ahættuþættir augnbotnabreytinga voru skráðir fyrir hverja komu. Út
frá þeim var áhættureikniforrit RMS látið reikna hvenær sjúklingar
ættu næst að mæta í augnskoðun. Notuð voru 4% áhættumörk við
útreikninga. Forritið gefur skimunartíma á bilinu sex til 60 mánuði.
Niðurstöður: Komumar voru alls 289. Karlar voru í meirihluta (58%) og
53% höfðu sykursýki af tegund eitt. Engar augnbotnabreytingar voru
hjá 68% einstaklinganna, 23% höfðu bakgrunnsbreytingar og rúm 9%
höfðu lengra genginn augnsjúkdóm. Útreiknaður meðalskimunartími
var 24 mánuðir. Samkvæmt útreikningum þurfa 41% sjúklinganna að
fara í augnskoðun innan árs. Hins vegar þurfa önnur 41% allra sjúklinga
ekki að fara í augnskoðun nema á tveggja ára fresti eða sjaldnar og 27%
á þriggja ára fresti eða sjaldnar.
Alyktanir: Niðurstöður sýna að breytilegt er meðal sykursjúkra
hversu oft þeir þurfa á augnskoðun að halda. Mesta athygli vekur
að rúmur fjórðungur sjúklinga þarf aðeins á augnskoðun að halda á
þriggja ára fresti eða sjaldnar. Þetta bendir til þess að með upptöku
einstaklingsmiðaðrar skimunar má ráðstafa betur því fjármagni sem
varið er í skimanir.
E 129 Áhrif hæðar á frammistöðu í taugasálfræðiverkefnum, líðan
og losun próteinsins S100B í fjallgöngu upp í 4.554 metra hæð á
Monte Rosa
Engilbert Sigurðsson1'2, Tómas Guðbjartsson2-3, Magnús Gottfreðsson23, Orri
Einarsson5, Per Ederoth6, Ingvar Syk7, Henrik Bjursten7
‘Geðsviði Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3skurðsviði, 4lyflækningasviði Landspítala,
5röntgcndeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 6gjörgæslu- og svæfingadeild
háskólasjúkrahússins í Lundi, 7hjartaskurödeild háskólasjúkrahússins í Lundi
engilbs@landspitali.is
Inngangur: Með aukinni hæð dregur úr framboði á súrefni til frumna
líkamans. Súrefnisskortur getur leitt til aukinnar þéttni próteinsins
S100B í sermi sem hefur verið tengd byrjunarleka í heila-blóð þröskuldi
miðtaugakerfisins.
Efniviður og aðferðir: Sjö sjálfboðaliðar við góða heilsu gengu upp
fjallið Monte Rosa. Á uppleið og niðurleið voru mælingar gerðar
á líðan og einkennum háfjallaveiki með Lake Louise-skori (LLS),
taugasálfræðiverkefni leyst í tölvum, súrefnismettun og hjartsláttartíðni
mæld og blóð dregið til að mæla breytingar á S100B í sermi.
Leiðrétt var á einstaklingsbundinn hátt fyrir að einstaklingar læra á
taugasálfræðiverkefni við það að svara þeim endurtekið.
Niðurstöður: Aðeins einn þátttakandi af sjö fékk veruleg einkenni
háfjallaveiki. Meðalskor á LLS voru 0,57 til 2,57 í göngunni. Þéttni
S100B jókst um 42% til 122% frá grunngildum og varð aukningin mest
og þéttnin hæst þegar farið var úr 1155 m í 3647 m hæð. Eftir það féll
þéttnin og nálgaðist grunngildi á ný þótt gengið væri áfram í 4554 m
hæð. Marktæk fylgni kom fram milli LLS og tveggja af sex flokkum
taugasálfræðibreyta í 3647 m og 4554 m hæð. Alls lækkuðu skor 15
taugasálfræðibreyta af 18 með hækkandi LLS-skori þótt ekki næði
lækkunin marktækni nema í fáum tilfellum enda fjöldi þátttakenda lítill
(n=7).
Ályktanir: Rannsóknin sýndi að þéttni S100B eykst í sermi þegar
súrefnisþéttni fellur í blóði með aukinni hæð á fjallgöngu. Aukningin
gengur til baka í aukinni hæð með hæðaraðlögun. Á hinn bóginn náði
fall taugasálfræðiskora almennt hámarki í mestu hæð, 4554 m líkt og
skor á LLS sem metur einkenni háfjallaveiki.
E 130 Meningókokkafjölsykrur af gerð C (MenC-PS) bæla
ónæmissvar í nýburamúsum með því að reka MenC-PS sértækar
B minnisfrumur í stýrðan frumudauða
Siggeir E Brynjólfsson1'2, Maren Henneken1, Stefanía P. Bjamarson1'2, Elena
Mori3, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1'2-'1
’Landspítala, 2Háskóla íslands,3Novartis Vaccines srl. Siena, ítah'u, 4íslenskri erföagreiningu
siggeir@iandspitaii.is
Inngangur: Áhrif endurbólusetningar með MenC-PS fjölsykrum
á ónæmissvör nýburamúsa, sem höfðu verið frumbólusettar með
prótíntengdum MenC-PS (MenC-CRMlw) voru könnuð, svo og lifun
MenC-PS sértækra B frumna í milta og beinmerg.
Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar) voru
frumbólusettar með tveimur skömmtum af MenC-CRM197 + CpG1826
og endurbólusettar með MenC-CRM]97, MenC-PS eða saltvatni. Þær
fengu BrdU í kvið í 12 klst. eða fimm daga og var síðan fargað. MenC-
PS sértækar frumur í milta og beinmerg voru flúrskinslitaðar og
rannsakaðar í flæðifrumusjá. Magn og sækni MenC-PS sértækra IgG
mótefna í sermi var mælt (ELISA), svo og bakteríudrápsvirkni (SBA).
Niðurstöður: Mýs sem voru endurbólusettar með MenC-PS höfðu
lægra magn og sækni MenC-PS sértækra IgG mótefna og lægra
SBA en mýs endurbólusettar með MenC-CRM]97. Fimm dögum eftir
endurbólusetningu með MenC-PS höfðu mýsnar lægri tíðni af BrdU
jákvæðum (það er nýmynduðum) MenC-PS sértækum B frumum
með óreynda (CD138 /B2207), minnis/plasmablast (CD138*/B220*) og
plasmafrumu (CD138*/B220) svipgerðir í miltanu en mýs sem voru
endurbólusettar með MenC-CRM]97. BrdU jákvæðar MenC-PS sértækar
IgG* og IgM* B frumur í miltanu voru einnig færri en í músum sem
fengu saltvatn. Tólf klukkustundum eftir endurbólusetningu með
MenC-PS var auknari tíðni af MenC-PS sértækum B frumum í stýrðum
frumudauða (Annexin V*) 1 miltanu en í músum sem fengu MenC-
CRM]97eða saltvahi.
Ályktanir: í músum sem eru bólusettar með MenC-CRM]97 sem nýburar
rekur MenC-PS endurbólusetning MenC-sértækar B minnisfrumur í
stýrðan frumudauða, sem leiðir til skerts ónæmissvars síðar.
58 LÆKNAbiaðið 2011/97