Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 58
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 128 Áhættugreining augnbotnabreytinga hjá sykursjúkum einstaklingum Rúnar Bragi Kvaran1'3, Arna Guðmundsdóttir2-3 'Læknadeild HÍ, 3innkirtla- og efnaskiptadeild Landspítala, 3Risk Medical Solutions rbk2@hi.is Inngangur: Venja er að sykursjúkir mæti árlega eða annað hvert ár í skimun fyrir augnbotnabreytingum. Þar sem áhættuþættir sykursjúkra fyrir augnbotnabreytingum eru mismunandi fara sumir oftar í augnskoðun en þeir þurfa og aðrir sjaldnar en þörf er á. Tilgangur rannsóknarinnar var að prófa áhættureikniforrit Risk Medical Solutions (RMS) á íslensku úrtaki sykursjúkra og meta út frá þekktum áhættuþáttum hversu reglulega þeir þurfa að mæta í augnskoðun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og voru sjúkraskrár sjúklinga, er hittu tvo af innkirtlalæknum göngudeildar sykursjúkra á Landspítala í janúar, febrúar og mars árið 2010, rannsakaðar. Ahættuþættir augnbotnabreytinga voru skráðir fyrir hverja komu. Út frá þeim var áhættureikniforrit RMS látið reikna hvenær sjúklingar ættu næst að mæta í augnskoðun. Notuð voru 4% áhættumörk við útreikninga. Forritið gefur skimunartíma á bilinu sex til 60 mánuði. Niðurstöður: Komumar voru alls 289. Karlar voru í meirihluta (58%) og 53% höfðu sykursýki af tegund eitt. Engar augnbotnabreytingar voru hjá 68% einstaklinganna, 23% höfðu bakgrunnsbreytingar og rúm 9% höfðu lengra genginn augnsjúkdóm. Útreiknaður meðalskimunartími var 24 mánuðir. Samkvæmt útreikningum þurfa 41% sjúklinganna að fara í augnskoðun innan árs. Hins vegar þurfa önnur 41% allra sjúklinga ekki að fara í augnskoðun nema á tveggja ára fresti eða sjaldnar og 27% á þriggja ára fresti eða sjaldnar. Alyktanir: Niðurstöður sýna að breytilegt er meðal sykursjúkra hversu oft þeir þurfa á augnskoðun að halda. Mesta athygli vekur að rúmur fjórðungur sjúklinga þarf aðeins á augnskoðun að halda á þriggja ára fresti eða sjaldnar. Þetta bendir til þess að með upptöku einstaklingsmiðaðrar skimunar má ráðstafa betur því fjármagni sem varið er í skimanir. E 129 Áhrif hæðar á frammistöðu í taugasálfræðiverkefnum, líðan og losun próteinsins S100B í fjallgöngu upp í 4.554 metra hæð á Monte Rosa Engilbert Sigurðsson1'2, Tómas Guðbjartsson2-3, Magnús Gottfreðsson23, Orri Einarsson5, Per Ederoth6, Ingvar Syk7, Henrik Bjursten7 ‘Geðsviði Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3skurðsviði, 4lyflækningasviði Landspítala, 5röntgcndeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 6gjörgæslu- og svæfingadeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 7hjartaskurödeild háskólasjúkrahússins í Lundi engilbs@landspitali.is Inngangur: Með aukinni hæð dregur úr framboði á súrefni til frumna líkamans. Súrefnisskortur getur leitt til aukinnar þéttni próteinsins S100B í sermi sem hefur verið tengd byrjunarleka í heila-blóð þröskuldi miðtaugakerfisins. Efniviður og aðferðir: Sjö sjálfboðaliðar við góða heilsu gengu upp fjallið Monte Rosa. Á uppleið og niðurleið voru mælingar gerðar á líðan og einkennum háfjallaveiki með Lake Louise-skori (LLS), taugasálfræðiverkefni leyst í tölvum, súrefnismettun og hjartsláttartíðni mæld og blóð dregið til að mæla breytingar á S100B í sermi. Leiðrétt var á einstaklingsbundinn hátt fyrir að einstaklingar læra á taugasálfræðiverkefni við það að svara þeim endurtekið. Niðurstöður: Aðeins einn þátttakandi af sjö fékk veruleg einkenni háfjallaveiki. Meðalskor á LLS voru 0,57 til 2,57 í göngunni. Þéttni S100B jókst um 42% til 122% frá grunngildum og varð aukningin mest og þéttnin hæst þegar farið var úr 1155 m í 3647 m hæð. Eftir það féll þéttnin og nálgaðist grunngildi á ný þótt gengið væri áfram í 4554 m hæð. Marktæk fylgni kom fram milli LLS og tveggja af sex flokkum taugasálfræðibreyta í 3647 m og 4554 m hæð. Alls lækkuðu skor 15 taugasálfræðibreyta af 18 með hækkandi LLS-skori þótt ekki næði lækkunin marktækni nema í fáum tilfellum enda fjöldi þátttakenda lítill (n=7). Ályktanir: Rannsóknin sýndi að þéttni S100B eykst í sermi þegar súrefnisþéttni fellur í blóði með aukinni hæð á fjallgöngu. Aukningin gengur til baka í aukinni hæð með hæðaraðlögun. Á hinn bóginn náði fall taugasálfræðiskora almennt hámarki í mestu hæð, 4554 m líkt og skor á LLS sem metur einkenni háfjallaveiki. E 130 Meningókokkafjölsykrur af gerð C (MenC-PS) bæla ónæmissvar í nýburamúsum með því að reka MenC-PS sértækar B minnisfrumur í stýrðan frumudauða Siggeir E Brynjólfsson1'2, Maren Henneken1, Stefanía P. Bjamarson1'2, Elena Mori3, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1'2-'1 ’Landspítala, 2Háskóla íslands,3Novartis Vaccines srl. Siena, ítah'u, 4íslenskri erföagreiningu siggeir@iandspitaii.is Inngangur: Áhrif endurbólusetningar með MenC-PS fjölsykrum á ónæmissvör nýburamúsa, sem höfðu verið frumbólusettar með prótíntengdum MenC-PS (MenC-CRMlw) voru könnuð, svo og lifun MenC-PS sértækra B frumna í milta og beinmerg. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar) voru frumbólusettar með tveimur skömmtum af MenC-CRM197 + CpG1826 og endurbólusettar með MenC-CRM]97, MenC-PS eða saltvatni. Þær fengu BrdU í kvið í 12 klst. eða fimm daga og var síðan fargað. MenC- PS sértækar frumur í milta og beinmerg voru flúrskinslitaðar og rannsakaðar í flæðifrumusjá. Magn og sækni MenC-PS sértækra IgG mótefna í sermi var mælt (ELISA), svo og bakteríudrápsvirkni (SBA). Niðurstöður: Mýs sem voru endurbólusettar með MenC-PS höfðu lægra magn og sækni MenC-PS sértækra IgG mótefna og lægra SBA en mýs endurbólusettar með MenC-CRM]97. Fimm dögum eftir endurbólusetningu með MenC-PS höfðu mýsnar lægri tíðni af BrdU jákvæðum (það er nýmynduðum) MenC-PS sértækum B frumum með óreynda (CD138 /B2207), minnis/plasmablast (CD138*/B220*) og plasmafrumu (CD138*/B220) svipgerðir í miltanu en mýs sem voru endurbólusettar með MenC-CRM]97. BrdU jákvæðar MenC-PS sértækar IgG* og IgM* B frumur í miltanu voru einnig færri en í músum sem fengu saltvatn. Tólf klukkustundum eftir endurbólusetningu með MenC-PS var auknari tíðni af MenC-PS sértækum B frumum í stýrðum frumudauða (Annexin V*) 1 miltanu en í músum sem fengu MenC- CRM]97eða saltvahi. Ályktanir: í músum sem eru bólusettar með MenC-CRM]97 sem nýburar rekur MenC-PS endurbólusetning MenC-sértækar B minnisfrumur í stýrðan frumudauða, sem leiðir til skerts ónæmissvars síðar. 58 LÆKNAbiaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.