Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 76
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 sem valda exeminu í E. coli og hreinsað þá. Markmiðið er að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi. Borin er saman bólusetning á hestum í húð og í eitla með fjórum hreinsuðum ofnæmisvökum með og án Thl stýrandi ónæmisglæði. Efniviður og aðferðir: Tólf íslenskir fjögurra til níu vetra hestar. Ofnæmisvakar ættaðir úr bitkirtlum C. nucbeculosus framleiddir í E. coli; Antigen-5-like protein, hýalúronidasþ tvö óþekkt prótein. IC31® glæðir frá Intercell (Vín). Sex hestar eru sprautaðir í húð og sex í kjálkabarðseitla þrisvar sinnum með ofnæmisvökunum fjórum, 10 pg af hverjum með fjögurra vikna millibili. Þrír hestar í hvorum hóp með IC31® og þrír án. Fylgst er með áhrifum glæðis með skoðun, mælingu, líkamshita og deilitalingu blóðs. Heilblóð er tekið tveimur vikum eftir bólusetningar og hvítfrumur örvaðar in vitro með ofnæmisvökunum, smámýsseyði og mítógenum. Framleiðsla Thl, Th2 og Tstýri boðefna er mæld í RT-PCR og í elísuprófi. Sermi er tekið aðra hverja viku fyrir mótefnamælingar (IgG, IgG undirflokka og IgE) í elísuprófi og ónæmisþrykki. Ofnæmispróf verða gerð í lok tilraunar, sex mánuðum frá fyrstu bólusetningu. Niðurstöður: Búið er að bólusetja tvisvar. Ekki sjást breytingar í blóðmynd né skaðleg áhrif á hrossin. Hægt er nú þegar að staðfesta svörun gegn ofnæmisvökum hjá flestum hestunum, munur milli hópa og nánari niðurstöður varðandi styrk og gerð ónæmissvars verða útskýrðar og ræddar. Ályktanir: Sprautun með próteinum í IC31 glæði í eitla og húð á hestum ræsir ónæmissvar án aukaverkana. Frekari rannsóknir munu leiða í ljós hvort svarið er nægilega öflugt og af réttri gerð fyrir ónæmismeðferð. Þakkir: RANNIS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, RHI, þróunar- fjárframlag til hrossaræktar, VETSUISSE. E 185 Einangrun og tjáning á hýalúroniðasa, aðalofnæmisvaka í sumarexemi, smámýsofnæmi, í hestum Sigríður Jónsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Einar Mántylá', Eliane Marti5, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, :ORF Líftækni, 3dýrasjúkdómadeild háskólans í Bem, Sviss sij9@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi af gerð I í hrossum. Sjúkdómurinn orsakast af próteinum (ofnæmisvökum) úr bitkirtlum smámýs (Cuiicoides spp.) en það lifir ekki á Islandi. Islenskir hestar sem fluttir eru út og eru útsettir fyrir smámýi fá sumarexem í 50% tilfella. Búið er að tjá ofnæmisvakana sem valda sumarexemi í E. coli og hreinsa þá. Einn af aðalofnæmisvökunum er hýalúroniðasi (hýa). Markmiðið er að tjá hýa í skordýrafrumum og í byggi. Einnig að framleiða einstofna mótefni gegn próteininu fyrir greiningu og hreinsun. Efniviður og aðferðir: Hýa genið var magnað upp úr XZapII cDNA safni úr bitkirtlum Culicoides nubeculosus með Taq polymerasa, límt inn í FastBac ferju og raðgreint. Próteinið var tjáð í Sf-9 skordýrafrumum með Baculoveirukerfinu (Bac-to-Bac). Tjáning var skoðuð með ónæmisþrykki. Tjáning í byggi var gerð samkvæmt Orfeus™-kerfinu. Niðurstöður: Tekist hefur að magna upp alla hýa röðina og raðgreina hana, hún reyndist vera 1209 bp. Búið er að tjá og magnframleiða hýa próteinið í Sf-9 skordýrafrumum, það safnast í irmlyksur og er 52 kDa. Sértæk mótefni, framleidd gegn hýa, voru notuð til að greina próteinið í ónæmisþrykki. Hýaröðin var táknabestuð hjá ORF fyrir tjáningu í byggi. Fræ frá 35 hýa-bygglínum af fyrstu kynslóð voru skimuð. Fjórar línur voru jákvæðar með anti hýa mótefni og fræjum frá þeim sáð. í skimun á T2 hýa-bygglínum voru þessar fjórar línur ennþá jákvæðar og tvær valdar til að sá fyrir framleiðslu á T3 fræjum. Ályktanir: Tekist hefur að tjá í skordýrafrumum og byggi hýalúroníðasa úr smámýi, einn af aðalofnæmisvökum í sumarexemi. Þetta mun nýtast í ónæmismeðferð og prófunum á henni. Þakkir: RANNÍS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, RHÍ og þróunarfjárframlag til hrossaræktar. E 186 Einangrun og tjáning ofnæmisvaka úr smámýi (Culicoides spp) sem orsakar sumarexem í hestum Heiða Sigurðardóttir', Sigríður Jónsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Eliane Marti2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 ' I'ilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild háskólans í Bem, Sviss hes19@hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmi af gerð I gegn próteinum smámýs sem lifir ekki hér á landi. Ofnæmið er algengt í útfluttum hestum, um helmingur þeirra sem hafa verið tvö ár eða lengur á flugusvæðum fá sumarexem. Islenskir hestar fæddir erlendis fá ofnæmið í minna mæli. Einangruð hafa verið 15 ofnæmisvakagen úr flugnabitkirtlum og próteinin tjáð í £. coli. Tveir þessara vaka eru cul-nub-a21 og cul-nub-c4. Markmiðið er að einangra og raðgreina a21 og c4, tjá í skordýrafrumum og hreinsa próteinin. Einnig setja V5 tjáningarmerki á pFastBac HT ferju sem er notuð við tjáningu próteina í skordýrafrumum. Efniviður og aðferðir: /.ZAPII cDNA safn úr bitkirtlum C. nubeculosus. Genamögnun með PCR og raðgreining með BigDye v3.1. Genin voru límd inn í pFastBac HT ferju í £. coli stofninum DH5ot. Tjáning í skordýrafrumum (Sf-9) með Baculoveirukerfi (Bac-To-Bac), greining með ónæmisþrykki og próteinhreinsun með His-select affinity geli. Niðurstöður: V5 merkihali úr pcDNA3.1/V5-His B ferju var settur inn á pFastBac HT og virkar vel í próteingreiningu. Genin voru mögnuð upp úr lambdasafninu, límd inn í pFastBac HT/V5 og raðgreind, a21 genið er 1218 bp en c4 genið 1254 bp. í Sf-9 skordýrafrumunum eru bæði próteinin tjáð í innlyksum, a21 próteinið sést sem 52 kDa band í ónæmisþrykki og c4 sem 55kDa. Cul-Bac-a21 og Cul-Bac-c4 veirur voru framleiddar efldar og títreraðar. Próteinin voru magnframleidd og hreinsuð. Hlutar af a21 og c4 voru tjáðir í E. coli af samstarfsaðilum okkar í Sviss og fjölstofna mótefni framleidd gegn hlutapróteinunum í músum. Ályktanir: Til að ofnæmisvakarnir séu rétt sykraðir og líkastir þeim náttúrulegu þá er nauðsynlegt að framleiða þá £ skordýrafrumum. Ofnæmisvirkni þeirra verður borin saman við sömu vaka framleidda í E. coli. Þakkir: RHÍ, Framleiðnisjóður landbúnaðarins. E 187 Þróun Baculoveiruferju til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum Lilja Þorsteinsdóttir1, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir', Einar G. Torfason2, Vilhjálmur Svansson’ ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2rannsóknastofu Landspítala í veirufræði liljatho@hi.is Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi af gerð I í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Frá árinu 2000 hefur á Keldum verið urtnið, í samstarfi við erlenda aðila, að rannsóknum á sumarexemi með endanlegt markmið að þróa ónæmismeðferð. Baculoveira er skordýraveira sem 76 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.