Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 31
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 en áður hefur verið talið. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn i reynslu fólks með alvarlegan sóra og sóragigt er hefur verið í meðhöndlun með infliximab (Remicade®). Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin var eigindleg, byggð á túlkandi fyrirbærafræði. Úrtakið var þægindavalið, fjórar konur og þrír karlar á aldrinum 27-45 ára er voru í reglulegri lyfjameðferð á sex til átta vikna fresti. Gagnasöfnun fór fram með tveimur viðtölum við hvern þátttakanda. Gögnin voru greind samkvæmt aðferð van Manen. Niðurstöður: Alvarleiki sjúkdómsins var mjög mikill tii margra ára og það tímabil einkenndist af skömm, uppgjöf, hjálparleysi og vonleysi. Algjör viðsnúningur varð hjá þátttakendum þegar meðhöndlun hófst með infliximab (Remicade®). Eftirfarandi grunnlífsþemu voru greind: Lifað rými er fól í sér: a) öryggið í einangruninni og b) frelsið er kom með meðferðinni. Lifaður tími sem vísar til: a) lengi vel var það bara sjúkdómurinn, b) engu að tapa, c) kapphlaup við tímann og d) áhyggjur af framtíð. Lifuð tengsl er fólu í sér: a) skömm og feluleik, b) erfiðleika við tengslamyndun og c) samskiptin í Völundarhúsinu. Ltkami í reynd sem endurspeglaðist í: a) sjúkdómurinn tók alla stjórn b) ólýsanlegt álag og c) Líflínan-Iyfjameðferðin. Alyktanir: Þróa þarf samfellda, fjölskyldumiðaða og heildræna hjúkrunarþjónustu með þverfaglegri samvinnu við aðrar heilbrigðis- stettir í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta lífsgæði þessara sjúklinga. E 42 Um sundmannakláða í Landmannalaugum og árangur aðgerða til að stemma þar stigu við útbrotum eða flakki blóðagða í líkama baðgesta karl Skírnisson Tllraunastöð Hí í meinafræði að Keidum kartsk@hi.is Inngangur: Sundlirfur blóðagða (Schistosomatidae) á íslandi fjölga sér kynlaust í vatnabobbanum Radix peregra, fullorðnar lifa þær í andfuglum. í vatni smjúga lirfurnar auðveldlega í gegnum húð manna. Annað hvort stöðvar ónæmiskerfið frekari för (kláðabóla myndast eftir hverja lirfu) eða þá að lirfurnar komast inn í líkamann. Sýkingartilraunir a músum hafa sýnt að flestar lirfur sem komast inn í líkama spendýra drepast fljótlega, sumar geta þó lifað vikum saman en þroskun verður óeðlileg. Tvenns konar fuglablóðögður eru kunnar hér á landi: iðraögður eru algengari (margar tegundir, lifa inni í bláæðum í vegg þarmanna) en hin gerðin, nasaagða, ferðast eftir út- og miðtaugakerfi hýsilsins á áfangastaðinn sem er nefhol. Á leiðinni þangað (þær smjúga °ftast í gegnum sundfitin) éta ormarnir taugavefinn sér til vaxtar og viðurværis. Staðfest er að svipað á sér stað í músum, einkum þegar srnitað er með mörgum lirfum. í erindinu verður farið yfir rannsóknir á luglablóðögðum og sundmannakláða í Landmannalaugum, fjölsóttasta náttúrulega baðstað landsins. Efniviður og aðferðir: Frá árinu 2003 hefur blóðagða verið leitað í 23 stokköndum, þremur urtöndum, þremur duggöndum og 1802 vatnabobbum frá Landmannalaugum og tugir baðgesta hafa veitt upplýsingar um sundmannakláða. Niðurstöður: Allar stokkendurnar voru smitaðar af nasaögðunni T. rcgenti, 70% voru með iðraögðuna T. franki. Báðar ögðutegundirnar fundust í duggöndunum en urtendurnar reyndust ósmitaðar. Sumarið 2010 var komið í veg fyrir varp og ungauppeldi anda á svæðinu. Tók þá uær alveg fyrir sundmannakláða. A,yktanir: Hægt er að rjúfa lífsferil fuglablóðagða í Landmannalaugum °8 koma þannig í veg fyrir að tugþúsundir manna fái þar kláðabólur, eða eigi á hættu að fuglablóðögður flakki tímabundið um h'kamannn með ókunnum afleiðingum. E 43 Atýpískir Spitz nevi á íslandi 1988-2008 Anna Margrét Jónsdóttir', Bjarni A. Agnarsson1-2 ’Rannsóknarstofu í meinafræði Landspítala, 2læknadeild HÍ bjarniaa@landspitali. is Inngangur: Árið 1948 lýsti Sophie Spitz húðmeini í börnum og ungu fólki sem við smásjárskoðun líktist sortuæxli, en sem engu að síður virtist oftast hafa góðkynja hegðun. Hefur þetta mein síðan verið kennt við hana og nefnt Spitz nevus. Síðar hefur verið lýst meini sem kallað hefur verið atýpískur Spitz nevus, en staða þess hvað varðar hegðun er ekki ljós og getur verið erfitt að greina þessi mein frá sortuæxlum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða öll slík mein greind á Islandi á 20 ára tímabili og kanna afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar greindir á íslandi 1988-2008 voru fundnir með tölvuleit í gagnagrunnum vefjarannsóknastofa á íslandi. Einnig var athugað hvort endutekin aðgerð hefði verið gerð í kjölfar greiningar og athugað hvort sjúklingar hefðu síðar fengið endurkomu meinsins, sortuæxli eða meinvörp. Niðurstöður: Alls greindust 97 sjúklingar á tímabilinu (karlar/konur: 1/9). Meðalaldur var 28 ár (aldursbil 8-64 ár). Langflest meinin í konum greindust á neðri útlim (79%) en algengasta staðsetning meinsins í körlum var á bol (29%). Skurðbrúnir voru metnar fríar hjá 66% sjúklinga, en endurtekin aðgerð í því skyni að fá fram víðari skurðbrún var framkvæmd í 57% tilfella. Enginn af þessum sjúklingum hefur fengið endurkomu meinsins, sortuæxli eða meinvörp. Ályktanir: Þau mein sem greind voru sem atýpískir Spitz nevi á íslandi á rannsóknatímabilinu hafa í engu tilfelli hegðað sér á illkynja hátt. Þessar niðurstöður benda til að atýpískir Spitz nevi séu líffræðilega góðkynja mein. E 44 Tengsl lófakreppusjúkdóms og iljahnúta Kristján G. Guðmundsson', Þorbjörn Jónsson2, Reynir Arngrímsson3 ’Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Glæsibæ, 2Blóðbankanum, 3lífefna- og sameindalíffræðisviði læknadeildar og erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala kristgud@simnet. is Inngangur: Iljahnútar (fibromatosis plantaris, Morbus Ledderhose) einkennast af bandvefshnútamyndvm í sinabreiðu ilja (fascia plantaris). Hnútarnir framkalla sársauka í fótum en geta einnig valdið kreppu á tám. Fremur lítið er vitað um sjúkdóminn og tiltölulega fáum tilfellum hefur verið lýst. Lófakreppusjúkdómur (Dupuytren's contracture) einkennist af bandvefshnútum og strengjum í lófum og vefjameinafræði lófakreppu og iljahnúta er hin sama. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samband lófakreppu og iljahnúta meðal íslenskra karla. Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn er angi af upphaflegri hóprannsókn Hjartaverndar. Körlum (n=122) sem greinst höfðu með lófakreppusjúkdóm var boðið að taka þátt í framhaldsrannsókn ásamt pöruðum samanburðarhópi (n=122). Af þessum 244 körlum sem boðið var til rannsóknar mættu 193 (79%) til skoðunar. Allir voru skoðaðir með tilliti til einkenna um lófakreppusjúkdóm í höndum og með tilliti til hnúta í iljum. Spurt var um ýmsa faraldsfræðilega þætti sem tengdir hafa verið báðum sjúkdómunum. Niðurstöður: Samtals reyndust 18 hafa iljahnúta og allir höfðu þeir líka lófakreppu í höndum. Tíðni iljahnúta hjá þeim sem voru með lófakreppu LÆKNAblaðið 2011/97 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.