Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 4
7lóLelsoe$launasliálc)$ Halliói JCiljau ííaxness
Samstarfsmenn Halldórs Kiljans Laxness í stjórn Máls og menningar flytja
Nóbelsverðlaunaskáldinu hugheilar árnaðaróskir fyrir hönd sjálfra sín og
allra félagsmanna og þakka honum afrek hans í þágu íslenzkra bókmennta og
islenzku þjóðarinnar.
Stjórn Máls og menningar hefur að fengnu leyji höjundar og útgejanda hans
ákveðið að gefa út Alþýðubókina eftir Halldór Kiljan Laxness sem síðari fé-
lagsbók þessa árs, svo að jélagsmenn fengju í hendur nokkurn sýnilegan minn-
ingarvott þess viðburðar sem nú hejur gerzt í œvi skáldsins og íslenzkri bók-
menntasögu. Jón Helgason prófessor ritar formála að útgáfunni.
*
Ritstjórn Tímaritsins lagði eftirfarandi spurningar fyrir skáldið, um leið og
þetta hefti var að fara í prentun, og fékk við þeim þessi svör:
1) Telur þú að skáldsagnalisl og skáldsagnagcrð sé á undanhaldi fyrir kvik-
myndum, útvarpi og sjónvarpi?
Sagnaskáld liafa ekkert einkaumboð til að skemta almenníngi. Það
hafa á öllum tímum verið til aðrar skemtanir en að segja sögur. Skáld-
sögum stafar eingin hætta af því þó til sé á vorum tímum útvarp, kvik-
mynd og sjónvarp. Sagnalist hrakar því aðeins að skáld þykist uppúr því
vaxin að segja mönnum sögur.
2) Hvað viltu segja um afstöðu Máls og menningar til ungra íslenzkra rit-
höjunda?
Ég þykist þess fullviss að úng skáld á íslandi muni héreftir sem híng-
aðtil laðast að Máli og menníngu einmitt vegna þess að þau vita hversu
sterkar rætur þetta félag á í bókelskum almenníngi. Á liðnum árum ýmist
gaf þetta félag út eða kynti fyrir þjóðinni bækur eftir skáld sem þá voru
í uppgángi, einsog Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Guðmund
Böðvarsson, Snorra Hjartarson. Nú er ný kynslóð á uppsiglíngu, og enn
eru margir hinna efnilegustu nýu skálda ráðnir til samstarfs við Mál og
menníngu, einsog þeir Ólafur Jóh. Sigurðsson, Kristján Bender, Helgi
Hálfdanarson, Thor Vilhjálmsson, Hannes Sigfússon, Hannes Pétursson,
svo aðeins nokkrir séu nefndir.
194