Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Borgarastéltin í spegli skáldsins
Með andstæðum þeim sem í brjósti
hans búa er Thomas Mann táknrænn
fulltrúi borgarastéttar 20. aldar. Um
leið og hann rekur fyrir rætur síns
margþætta andstæðuríka eðlis gagn-
lýsir hann út í æsar það auðvalds-
þjóðfélag sem allar taugar hans liggja
til. Jafnframt því sem segja má um
verk hans hið sama og hann segir um
bækur Rousseaus, Goethes og Tolstojs
að þær séu ýmist játningar eða sjálfs-
ævisögur, eru þau að auki sannkallað-
ur aldarspegill. Buddenbrooks, sem
gerir ekki kröfu til annars en vera
ættarsaga lians, er einhver bezta lýs-
ing sem til er á borgaralegu þjóðfé-
lagi Þýzkalands fyrir og um síðustu
aldamót, og sagan lilaut ekki vinsæld-
ir sínar vegna þeirrar hnignunarheim-
speki sem hún fól í sér, heldur sökum
þess að borgarastéttin sá þar mynd
sjálfrar sín, nákvæma og sanna lýs-
ingu á siðvenjum sínum, hugmynda-
lífi og menningarháttum. En um leið
og skáldið er fulltrúi stéttar sinnar,
svo sem bezt verður á kosið, er hann
gagnrýnir hennar og djúpvitur sjá-
andi -— og dómari hennar alger að
lokum. Hann á næmara auga fyrir
henni og glöggskyggnara en nokkur
rithöfundur annar sem ekki hefur
gagnrýnt hana utan frá. Thomas
Mann sér hana og gagnlýsir innan
frá, af þeim skilningi sem þeim er gef-
inn sem er eðlistengdur henni og
finnur þar alla bresti og kosti sjálfs
sín og þær andstæður sem ætla að
slíta hann sjálfan sundur. Á sama hátt
og í Buddenbrooks endurspeglar hann
í Töfrafjallinu borgarastéttina og
hugmyndaheim hennar tímabilið á
undan heimsstyrjöldinni fyrri og ger-
ir þar á nýju þróunarstigi reiknings-
skil við hana og sjálfan sig. í Budden-
brooks sá hann hina gömlu góðu
borgara, skyldurækna og siðmennt-
aða, láta undan síga fyrir ágangs-
frekju borgara af nýrri gerð, ófyrir-
leitinna og valdasjúkra. Borgarastétt-
in er þar ekki í hnignun eingöngu af
því, að með aukinni siðfágun hafi
taugar hennar orðið sjúklega næmar
fyrir listum, heldur er orsökina ekki
síður að rekja til þeirra andstæðna
innan hennar sjálfrar, sem dýpkað
hafa vegna harðnandi óbilgjarnra
samkeppnislögmála og spenna taug-
arnar, þar sem hver treður skóinn
ofan af öðrum og hinir aðgangsfrek-
ustu beita æ ósvífnari aðferðum. Ein-
mitt þegar Thomas Buddenbrooks sér
verzlunarvald sitt riða og áhyggjurn-
ar valda honum ótta og kvíða grípur
sjúkleiki hans um sig, mótstöðuaflið
brotnar og hann fær skyndilegan
dauðdaga. Töfrafjallið krystallar
þessar þjóðfélagsandstæður í ennþá
margbreytilegri mynd, og skáldið
stendur þar á nýjum sjónarhóli eftir
áfall heimsstyrjaldarinnar og hinar
pólitisku hugleiðingar sínar um or-
sakir hennar sem drógu marga blindu
frá augum hans. Sögusviðið er ekki
244