Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 139
Umsagnir um bækur
Jðhannes úr Kötlum:
Sjödægra
Heimskringla 1955.
Þessi ljóðabók Jóhannesar vekur óðara
forvitni. Ekki þarf nema renna augum yfir
síðurnar til að sjá að kvæðaformið er ger-
breytt. Ljóðin eru flest stutt, en þess eru
reyndar fordæmi hjá skáldinu áður, einkum
í Eilífðar smáblóm. Hann sem fyrrum lék
sér að bragþrautum, orti háttalykla, brun-
aði á stuðlum, höfuðstöfum og rímorðum
hefur hér í flestum kvæðum lagt allt glingr-
ið á hilluna, og er varla að sjái greina-
merkja stað. Þar á ofan hefur hann svipt
burtu þrönga stakknum sem var á fyrri
kvæðabókum hans, svo að Sjödægra kemur
stór í broti, rúmt um hvert kvæði og hvert
erindi á síðu, og kvæðunum niðurskipað
eftir listarinnar reglum til þess að augað
njóti þeirra því betur við lestur.
Engum dylst að Jóhannes úr Kötlum er
hér í uppreisn gegn eldri ljóðagerð sinni
eða þeim skoðunum sem honum hefur þótt
hin hefðbundnu form setja sér, og eitthvað
innan frá hefur knúið hann til að breyta um
yrkisaðferð. í öðru lagi hefur hann séð
yngri kynslóð skálda vera komna inn á nýj-
ar brautir og hefur auk þess kynnt sér meira
en áður erlenda ljóðagerð sem ekki er
bundin sömu lögmálum og hin íslenzka að
fornu fari. En hvað sem á undan er gengið
hefur hann sjálfur ekki verið ánægður með
ljóð sín, viljað leita að formi sem gæfi hon-
um nýja möguleika til að segja það sem
innifyrir býr. Niðurstaðan er að við höfum
í hendi Ijóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum
mjög ólíka að ytri gerð eldri bókum hans.
Manni leikur fyrst forvitni á að vita: hvað
ganga þessar formbreytingar langt, hvað
rista þær djúpt?
Skáldið vantar ekki dirfskuna. Þar sem
hann vill svo vera láta fleygir hann skilyrð-
islaust fyrir borð öllu sem mest hefur þótt
prýða Ijóð á íslenzku, þ. e. bragreglunum
gömíu. Hann er jafnvel svo óbilgjam að
yrkja ferskeytlu á svofelldan hátt:
Rennur gegnum hjarta mitt
blóðsins heita elfur:
upp í strauminn bylta sér
kaldir sorgarfiskar
Er hann að storka guðunum? Hér eru stuðl-
ar, höfuðstafir og rím horfið. En: eftir
standa hendingarnar, sömu bragliðir, sami
háttur og hrynjandi. Með öðrum orðum: í
þessu kvæði, sem ber nafnið Ferskeytlur,
nær formbreytingin ekki nema til yfirborðs-
ins, ekki inn að rótum; ljóðinu er ekki
ruddur nýr farvegur. Hafa verður auðvitað í
huga að kvæðið í þessu formi sé ort í til-
raunaskyni eða jafnvel til gamans, svo að
það gefur ekki rétta hugmynd um breyting-
arnar sem orðið hafa á yrkisaðferðum Jó-
hannesar í þessari bók. Ljóðin eru almennt,
ef svo mætti að orði komast, meira sjálfum
sér ráðandi en áður, frjálsari í háttum. Þau
eru skírari mynd af því sem fyrir skáldinu
vakir að láta í Ijós hverju sinni. Um leið og
329