Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 35
ALBERT DAUDISTEL
Griðboðinn
Ilöfundur Jjessarar smásögu, Albert Daudistel, var einn í hópi Jieirra mörgu þýzku rit-
höfunda sem urð'u að flýja land undan ofsóknum nazista, þegar Hitler kom til valda, og
kom til Islands 1938 ásamt konu sinni, Edith Daudistel, og dvaldist í Reykjavík þangað til
hann lézt í síðastliðnum ágústmánuði. Fyrir daga Hitlers var Daudistel orðinn kunnur rit-
höfundur í Þýzkalandi, og hefur m. a. skáldsaga hans Fórnin (Das Opfer) verið þýdd á
ýmis tungumál. Um skeið ritaði hann fyrir Berliner Tageblatt og Vossische Zeitung og
var í miklu áliti sem greinahöfundur. Eftir að hann kom til íslands hélt hann ritstörfum
sínum áfram og vann sleitulaust, samdi skáldsögur og smásögur, og meðal annars bók um
Island sem ætlun hans var að gefa út í heimalandi sínu. Hann dáði hina stórbrotnu náttúru
Islands og saga þjóðarinnar var honum sífellt umhugsunar- og yrkisefni.
Albert Daudistel var um margt óvenjulegur maður og verður íslenzkum vinum sínum
minnistæður. llann ldaut þau örlög að dveljast löng ár fjarri ættjörð og vinum, eins og fjöl-
margir frægir rithöfundar þýzku þjóðarinnar. ritstj.
Myrkrið færðist yfir. Og það snjó-
aði í borginni. Skellandi sendi-
ferðabílar þutu fratnúr hjólreiða-
mönnum, sem reiddu böggla, og
blöðnum póstvögnum. Glaðvært fólk
flýtti sér leiðar sinnar eftir gangstétt-
unum. Götuljósker og sýningarglugg-
ar verzlananna brugðu birtu á stræt-
in. Og alltaf nálgaðist „nóttin helga“.
Verkamennirnir, sem voru að vinna
í síkinu fyrir framan dómkirkjuna,
gengu frá verkfærum sínum. Hríðin
rak þá heim. En ennþá lifði eldur í
opnum koksofni þeirra hjá dómkirkj-
unni.
Torgið var autt.
Dómkirkjuklukkunum var hringt.
Og stormurinn hvein.
Tötrum búinn náungi dragnaðist í
áttina til dómkirkjunnar, hundurinn
hans, sem teymdi hann, gólaði eymd-
arlega. Milli koksofnsins og dómkirkj-
unnar varð maðurinn var hlýju. Hann
varð forviða: „Logar hér eldur ...?“
Dómkirkjudyrnar opnuðust. Blakt-
andi skin frá kertum sást utan af göt-
unni.
„Hvar er eldurinn?“ spurði hinn
einmana maður og starði út í nóttina.
Þegar enginn svaraði þreifaði hann
fyrir sér. En svartur mannfjöldinn
streymdi þegjandi framhjá honum
TÍMAIUT MÁLS OC MENNINCAR
225
15