Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 91
HEIÐIN
Höfundurinn hefur auðsjáanlega haft strangt eftirlit með iðni sinni, meðan
hann var að semja handritið. Þannig hefur hann skrifað hjá sér með blýanti á
bls. 78: „Slept úr degi, 31. júlí.“ Svipaðar athugasemdir má ennfremur finna
á bls. 91, efst: „Slept úr tveim dögum. Hiti“, en sex línum neðar er aftur sam-
hljóða yfirlýsing; bls. 119: „Tveim dögum slept vegna hita“; bls. 140: „Einn
dagur úr“; bls. 148: „Dagur úr — annar dagur úr“; bls. 151, efst: „Slept ^
mánuði“; bls. 243: „Dagur úr“. Þar sem 22. kafli endar á bls. 229 er enn
skrifað „Dagur úr“; þar á eftir hefst 23. kafli á setningunni „Svo var vorið
alt í einu komið“ — en henni fylgir ný játning: „2 dagar úr“. A sérstakri línu
bls. 177 má lesa setninguna: „Þeir heyrðu eitthvert brölt“, en hún er strikuð
út með bleki og bætt við með blýanti: „Eitt dagsverk!!“ Þessar athugasemdir
vitna á sinn hátt um reglusemi og einbeitni skáldsins við vinnu sína.
Handritið Heiðin er vafalaust eitthvert merkasta skjalið í þróunarsögu Sjálj:
stœðs fólks. Það er því full ástæða fyrir bókmenntafræðinga að taka það til
rækilegrar meðferðar. En þegar á að gefa í tímaritsgrein sæmilega skýra hug-
mynd um efni og efnismeðferð í þessu uppkasti, finnst mér vera um tvo aðal-
kosti að velja. Annaðhvort má gefa samfellda heildarlýsingu á sögunni, at-
burðarás hennar og persónum, eða gera má grein fyrir hverjum kafla eftir röð-
inni. Ég hef kosið hér síðara kostinn, þar sem þessháttar lýsing virðist gefa
gleggri hugmynd um byggingu ritsins og koma þeim mönnum að betra haldi,
sem ætla e. t. v. að styðjast við þessa greinargerð mína í eigin rannsóknum.
Og af því að litlar líkur eru á því, að Heiðin verði nokkurn tíma prentuð í
heild, hef ég verið óspar á orðréttar tilvitnanir í handritið; en mörgum mun
leika nokkur forvitni á að kynnast stíl höfundarins í þessu fyrsta uppkasti að
hinu mikla listaverki Sjálfstœðu fólki.
Ég byrja þá á því að endursegja Heiðina án nokkurra athugasemda eða
dóma. En þar á eftir fylgir kafli, þar sem reynt er að gera handritinu nokkur
skil frá bókmenntafræðilegu sjónarmiði.
I
Fyrsti kafli (bls. 1—5). — Á heiðabænum Sumarheiði langt frá byggðum
lifir bóndi með konu, móður og syni. Feðgarnir heita báðir Guðmundur Guð-
mundsson, „vegna skorts á ímyndunarafli“, en kerlingin Odda. Konan heitir
fyrst Anna, en það nafn er strikað út og skrifað í staðinn „María eins og í
biblíunni“ (2); hinsvegar er hún kölluð Guðlaug á bls. 106.
281