Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í þúsund ár hafa íslenskir sveitamenn einkum haft það fyrir stafni að fara yfir hálsa og
heiðar í snjókomu, og þeir eru enn ekki komnir leingra í þeirri list en svo, að það þykir fá-
gæt undantekníng og þrekvirki ef einhver kemst lífs af yfir melbarð í dálitlu fjúki. Það
þætti skrítinn Eskimói, sem yrði úti í snjókomu, en á íslandi er það eitt [!] af þessum
sjálfsögðu fórnum sem menn færa kindunum. 133
Svo segir læknirinn sögu af vetrarferð sinni yfir Snædalsheiði í „öskrandi
hríð“. í fylgd með honum voru tveir menn úr dalnum, „orðlagðar fjallahetj-
ur“. Þrátt fyrir reynslu þeirra og forfeðra þeirra af þessum slóðum í þúsund
ár, urðu mennirnir gersamlega áttavilltir, og það varð áttaviti læknisins, sem
bjargaði þeim frá því að verða úti: „Það bjargaði lífi þeirra að haga sér eftir
prjóni sem uppskafníngur úr kaupstað hélt á í hendinni.“ (134)
Fjórtándi kafli (bls. 134—152). — Drengurinn kemur út úr búðinni í fylgd
læknisins sem „nývígður maður og hégómlegur eins og biskup“ (134). Yernd-
ari hans er alltaf að kenna honum mannasiái á sinn dálítið hranalega hátt:
— Kantu ekki að gánga uppréttur, maður? sagði hann síðan. Hvað á það að þýða að
setja rassinn út í loftið og vagga. Gáktu beinn, höfuðið aftur, brjóstið út, magann inn,
stígðu snögt niður, — ákveðin skref, afmörkuð! Ekki að halda höndunum út í loftið eins
og krabbi. Gáktu eins og manneskja! 135
Þegar Guðmundur trúir lækninum fyrir því, að hann langi til Ameríku, þá
reynir hinn að eyða þessum hugsunum hjá honum, og segir honum að verða
í staðinn „upplýstur góðbóndi og siðbæta kaupfélögin“:
Þeir verða flestir vitlausir í Ameríku, eins og ég sagði þér. Ég hef þekt fjölda manna frá
Ameríku, þeir sem ekki vóru hrjálaðir vóru ræflar, uppgefnir og útþrælkaðir aumíngjar.
Ég hef þá skoðun að alt efnað fólk í Ameríku sé brjálað, þ. e. a. s. sá hluti af því sem
verðskuldar að kallast fólk. Flestir eru náttúrlega idiótar. 138
Á leiðinni fer læknirinn með drenginn í heimsókn til prófastsins. Yngri dótt-
irin opnar fyrir þeim, og hann kynnir Guðmund sem mann frá Ameríku. Þeg-
ar móðir stúlkunnar fréttir þetta, fer hún að hafa sig alla til. Það verður úr
því dálítið örðugt samtal milli hennar og drengsins, áður en prófastsfrúin
kemst að raun um, að það hefur verið leikið á hana.
Meðan Guðmundur bíður einn í stofu, fer hann að athuga sjálfan sig fyrir
framan stóran spegil. Hann er mjög ánægður með nýju fötin sín, en
hvernig í ósköpunum gæti á því staðið að Guð hefði ekki gefið honum andlit af sama tagi
og læknisins, — andlit með tryltum, altuppbrennandi augum, kuldalegu brosi, sem þegar
minst varði snerist upp í miskunnarlausan. og ópersónulegan hæðnishlátur, — hann kunni
300