Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 129
HEIÐIN
308.) En munurinn er sá, að í Heiðinni er þessi lýsing á kotabúskapnum enn
ekki felld inn í umgerð ákveðinna þjóðfélagsskoðana, eins og síðar varð.
Gagnrýni Heiðarinnar á íslenzkri sveitamenningu er — þrátt fyrir mælsku-
list og fítonsanda læknisi'ns — einhvernveginn allt of einhliða og jafnvel yfir-
borðskenrid, skilningsleysið allt of áberandi, til þess að hún öðlist verulega list-
rænt gildi og nái öruggu taki á huga lesandans. Sem dæmi um þetta má e. t. v.
benda á meðferð höfundarins á huldufólkstrúnni hjá heiðafólkinu. En hún er
hér ekki nema hjátrú menningarsnauðra manna, lítt merkilegri en fáránlegar
hugmyndir drengsins um gulltennur í Ameríkumönnum, uppruna ávaxtadósa
og símskeyti. I Sjálfstœðu fólki aftur á móti er huldufólkstrúin hjúpuð ljóð-
rænni fegurð, hún vefur samveru Nonna litla og móður hans hjá kúnni á hin-
um kyrru, sælu dögum vorsins ógleymanlegum töfrum. í Heiðinni eru krakk-
arnir úr hyggðinni látnir skopast að einfeldni heiðardrengsins. En elzti sonur
Bjarts í Sumarhúsum verður að uppgötva sjálfur máttleysi hulinna heima á
örlagastundu í lífi sínu. Þegar móðir hans liggur á banabeði, fer hann fyrir
alla kletta í nágrenninu, til þess að biðja huldufólkið að hjálpa henni. En allt
kemur fyrir ekki. Móðirin deyr frá honum, og um leið slitnar líftaug hans. Upp
frá þessu er hann eiginlega dáinn, eins og hann segir litla bróður sínum sjálfur.
Allt athæfi hans og loksins hvarf hans í óveðursnótt skammdegisins verður
ekki nema staðfesting á þessari ægilegu reynslu, þessu frosna vonleysi, þessum
dauða. Huldufólkstrúin, sem bar áður vott um menntunarleysi fátæklinga til
sveita, er nú samrunnin innsta kjarna heiðarfólksins og veitir manni innsýni í
dýpi mannlegrar sálar, í háleitustu drauma hennar og ólæknandi sorg. í þjón-
ustu skáldsins verður hún til þess að bregða birtu yfir hinztu rök tilverunnar.
Lýsingin á því, þegar ferjumaðurinn var á leið til Ameríku, en sneri við, er
honuin „varð litið um hæl til landsins“ (254), minnir mann á víðfrægt atriði
í æfi Gunnars á Hlíðarenda. En hvílíkur munur er annars ekki milli þessarar
ófrumlegu og tilviljunarkenndu notkunar einstaks atriðis úr íslendingasögum
og snilldar þeirrar, sem skáldið beitir til þess að tengja æfi Bjarts og örlög hin-
um hrjúfa rímnakveðskap. Ber öll sagan ferskt bragð af skáldmennt íslendinga
um aldir. Og þó að allar aðstæður séu býsna ólíkar, þekki ég enga persónu í
íslenzkum nútíma bókmenntum, nema Bjart í Sumarhúsum, sem væri hægt að
bera kinnroðalaust saman við mestu mannlýsingu íslendingasagna — Egil
Skallagrímsson.
Það má auðvitað ekki skilja orð mín hér að framan svo, að skáldHeiðarinnar
vanti þjóðernistilfinningu þá, sem einkennir Sjálfstœtt fóllc. Einmitt ameríku-
dvöl Halldórs varð til þess að efla mjög skilning hans á landi sínu og þjóð.
319