Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 65
THOMAS MANN
ar í þjóðfélaginu og þjáningar af þeim
sökum, en aldrei fyrr en í Doktor
Faustus lætur hann listamanninn
ganga þessa þyrnibraut einangrunar
skilyrðislaust á enda og taka á sig all-
ar afleiðingar þess. í merkri rann-
sókn á Doktor Faustus bendir Georg
Lukacs á hiS einstæSa afrek sem
Thomas Mann leysir af hendi í þessu
verki. Fram til þessa hafi harmsaga
listamannsins nærri undantekningar-
laust, líka í æskuverkum Thomasar,
veriS skýrS utan frá, tekin frá sjónar-
miSi andstæSna listamannsins og lífs-
ins eSa listar og veruleika. Hér, þar
sem sjálft vandamáliS sé látiS ganga
inn í verkiS, listsköpunin sjálf gerS
aS efni þess, breiSi frásögnin sig yfir
tegundareinkenni og gerS verksins
sjálfs og hiS óleysanlega tragiska
vandamál nútíma listar er látiS taka
á sig skapandi mynd í verkinu sjálfu.
Þetta nefnir einmitt Georg Lukacs
einstætt afrek í heimsbókmenntunum.
Serenus Zeitblom vinur Adrians,
skrásetjari sögunnar og önnur rödd
höfundar sjálfs, varpar stöSugu Ijósi
frá hliS mannúSar á harmsöguferil
höfuSpersónunnar svo aS hann spegl-
ist því betur í andstæSu ljósi og komi
skarpar fram. Liststefnan sem Adrian
fylgir, séS frá hliS mannlífs og siS-
gæSis, hrekur hann út í algera ein-
angrun, út á helkaldar einveru auSnir
þar sem ekki fellur geisli af mannlegri
sól, og tónsmíSar hans verSa „sálar-
lausar“, ómennskar og háSung viS
list, dauSur tilbúningur, verk „djöf-
ulsins“ eins og Adrian sjálfur kemst
aS orSi. Honum er sjálfum ljóst hvar
hann stendur og hverjum hann hefur
selt sig. I einangrun hans brennur
hjarta hans af kvölum, og dýpst í
brjósti sínu þráir hann mannlega sam-
úS. í hinum „sálarlausu“ verkum
hans, eins og Opinberun Jóhannesar
og Torreki dr. Fausti, skynjar Zeit-
blom, sem þekkir höfundinn inn aS
rótum, undir niSri hróp hans og neyS-
arkall á geisla mannúSar, á sál, á líf
og ást. Af þessum sökum, þrátt fyrir
hiS ómannlega í listastefnu og verkum
Adrians Leverkiihn, hefur lesandinn
út í gegn samúS meS honum, skynjar
harmsöguna, finnur aS hann er fangi
djöfullegra kenninga, eins og þýzka
þjóSin varS fangi nazismans. Ein-
angrunarlist, á bandi lífsfjandsamlegs
ofmetnaSar, eySir ekki aSeins sjálfri
sér, eins og fasisminn því þjóSfélagi
sem liann nær tökum á, heldur sund-
urslítur hjarta listamannsins þar til
hugur hans formyrkvast af þeim vítis-
kvölum sem hann verSur aS þola.
, Þetta er braut hinnar ,,hreinu“ list-
ar á enda gengin. Sú list leiSir út í
formyrkvun og dauSa. Yfir henni fell-
ir Thomas Mann sinn úrslitadóm í
Doktor Faustus. Adrian er ljóst aS
listin þarf endurlausnar viS, þarf aS
losna „úr einangrun sinni meS dálitl-
um menntuSum úrvalshóp, sem nefn-
ist „áheyrendur“ og innan skamms
verSa ekki lengur neinir, verSa ekki
255