Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 69
THOMAS MANN
þar. Lýðfrelsi, mannúð og siðgæði
verða að öðlast þar æðsta sess. Sá
maður sem hann sér fyrir augum er
drottnari andstæðna sinna, hefur í sér
samræmi lífs og anda, það samræmi
sem nútímamaðurinn, kynslóð skálds-
ins og þjóð hans sér til ógæfu hefur
glatað. Eða átti maðurinn ekki fvrr-
um þetta samræmi meðan hann var
heilbrigt náttúrubarn? Atti hann það
ekki jafnvel enn á æskuskeiði borgar-
ans? Hugur skáldsins heillast æ meira
af Goethe, persónu hans er sjálfur leit-
ar alhliða þroska og að hugsjón hans
um alþroska mann. Þessa mannhug-
sjón Goethes sá hann nútíma auðvald
hafa brotið í mola, svo að heillyndur
maður átti ekki lengur lífvænt í þjóð-
félaginu. Þar á ofan sá hann nazism-
ann niðurlægja manneðlið, afskræma
mynd hans, gera manninn að háðung
og skrípamynd sjálfs sín. Hinar af-
skræmdu manngerðir fasismans sýnir
hann í mörgum útgáfum í Doktor
Faustus. Með öfugþróun samtíðarinn-
ar fvrir augum verður skáldinu per-
sóna og mannhugsjón Goethes stöð-
ugt hugfólgnari, hann helgar sig
henni sjálfur, skírir mynd hennar og
setur hana fram sem fordæmi og
kröfu til þjóðar sinnar. Og Thomas
Mann heldur lengra í leit sinni. Sam-
tíðarreynslan knúði á með nýjar
spurningar um allt sem varðar mann-
inn og eðli hans. Hver var hann í upp-
hafi? Og hver eru þau lögmál sem
þróun hans fylgir? Nazistar höfðu
viljað útrýma hinni fornu ættþjóð
skáldsins, gyðingum, af jörðinni. Það
hvetur hann til að rita söguna af Jósef
og bræðrum hans, bregða upp mynd
hennar að nýju, kanna djúp fortíðar
hennar. Þessa goðbornu þjóð, sem
átti sér heilaga sögu um að vera út-
valin, töldu nazistar sér í hag að of-
sækja sem útsendara hins illa. Thom-
as Mann vildi gjarnan snúa það vopn
úr hendi þeim og beita gegn þeim
sjálfum. En hann er þó ekki nema á
ytra borði að rita sögu gyðinga. Og
hann er ekki á neinum flótta inn í
friðhelgi liðinna alda. Hann er að rita
upphafssögu mannsins á jörðinni til
að kanna betur djúp hans, finna frum-
drætti eðlis hans og þau náttúrleg
lögmál sem einnig nútímamanninum
ber að fylgja til að lifa í samhljóðan
við tilgang sinn og innsta eðli. Þar
segir frá því þegar maðurinn, sem er
að vaxa úr skauti náttúrunnar og ætt-
arsamfélagsins, öðlast í upphafi með-
vitund um sjálfan sig sem einstakling
og gerist innblásinn þeirri hugmynd
að hann sé í þjónustu hins æðsta, sem
eru upptökin að guðshugmynd hans.
Jakob stendur þar á mörkum sem
maðurinn er að vakna til hátíðlegra
hugmynda um sjálfan sig. í Jósef er
einstaklingsvitundin orðin ríkari og
flóknari. Hann veit sig frá fæðingu,
líkt og Pelle Erobreren í sögu Martins
Andersens Nexös um verkamanninn,
borinn til einhvers mikils í heiminum
og telur sig hlíta æðri leiðsögn. En
259