Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 41
KRISTINN E. ANDRÉSSON
THOMAS MANN
1875—1955
Engir ferðast meira en íslendingar.
Þeir koma í mörg lönd, dveljast þar
lengur eða skemur, fljúga um allan
heim og vilja kynnast sem flestu. Þeir
fá yfirlit um margt, leita fyrir sér í
ýmsum greinum, en geta að sjálf-
sögðu ekki komizt yfir allt né kynnzt
nema fáu til hlítar. Heimurinn er stór
og svæði þekkingarinnar vítt og þó að
flogið sé urn mörg lönd verða stórar
eyður eftir á hnettinum og stórar eyð-
ur í þekkinguna, of margt af handa-
hófi sem fyrir augu ber og kunnáttan
vfirborðsleg og í molum.
Ekki á þetta sízt við um bókmennt-
irnar. Þar hefur víða verið leitað
fanga, drepið niður á mörgum stöð-
um, margt og misjafnt verið borið á
land, gripið lauslegt af yfirborðinu,
en jafnvel flest af því sem verðmætast
er orðið út undan og veldur fleira en
áhugaleysi á góðum bókmenntum.
Við erum minntir ónotalega á þetta
öðru hvoru, en þó sjaldan með áþreif-
anlegri hætti en á liðnu sumri. Thom-
as Mann hverfur áttræður frá starfi
og við horfumst í augu við þá stað-
reynd að hann er í rauninni ókunnur
höfundur hér á landi; eftir hann er
aðeins ein bók, Tóníó Kröger, þýdd á
íslenzku (útgefin af Máli ogmenningu
1942 í þýðingu eftir Gísla Ásmunds-
son). Thomas Mann lætur þó eftir sig
ef til vill mest afrek í bókmenntum 20.
aldar. Hann er viðurkenndur einn
mesti snillingur á þýzka tungu síðan
Goethe leið, er arftaki hans í þýzkum
nútíma bókmenntum og einn fremsti
ef ekki mesti skáldsagnahöfundur á
þessari öld. Má því kveða svo sterkt
að orði að það sé hin stærsta eyða í
bókmenntaþekkingu hvers manns að
vera ekki kunnugur verkum þessa rit-
höfundar. Þó seint sé risið til verka
verður nú gerð tilraun til að kynna
hann íslenzkum lesendum, og eru þá
reyndar endurnýjuð gömul kynni og
tekinn upp fyrri þráður (úr smágrein
sem birtist í Eimreiðinni 1930).
Skáldverk og æviatriði
Thomas Mann fæddist. í Liibeck,
gömlu hansaborginni við Eystrasalt,
6. júní 1875. Faðir hans, Thomas Jo-
231