Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 55
THOMAS MANN
lengur Þýzkaland eitt heldur öll Evr-
ópa. Sagan er látin gerast uppi í fjöll-
um og jafnframt í „efri byggðum"
þjóðfélagsins með veruleikann, heim
starfs og iðju, í góðri fjarlægð niðri
á ,,flatlendinu“ svo að gefist betri
yfirsýn. Sagan fer einnig fram í hlut-
lausu landi, í Sviss, og þar látnir mæt-
ast hinir ólíkustu straumar Evrópu.
En táknrænt er að sagan gerist á
sjúkrahæli og nefnist töfrafjall, berg
sem menn heillast í úr veruleikanum.
Persónur Töfrafjallsins eru allt
borgarar, slitnir úr tengslum við heil-
brigt jjjóðfélagsstarf. Allar eru þær
sjúkar, læknarnir jafnt sem aðrir.
Flestar hafa tekið sjúkdóminn niðri
á flatlendinu, í þjóðfélaginu, sem gef-
ur jieim hvorki siðstyrk né lífsfylling.
Höfuðpersónúnni, Hans Castorp, þyk-
ir auðvaldsskipulagið „hart, kalt og
miskunnarlaust“: „Menn verða að
vera ríkir þar neðra,“ segir hann, og
„vei þeim sem eru það ekki11, og hann
hryllir við tilhugsuninni þegar hann
fer að hugleiða hvernig veruleikinn
er jiar. Sjúkdómurinn sezt að vegna
lífsleiðans í brjósti þar sem enginn
viðnámsþróttur er fyrir, og sjúkra-
hælið er í raun og veru flóttastöð þar
sem sjúklingarnir leita sér skjóls og
griða. Og Jægar á hælið kemur verð-
ur þeim jiað nýr tilveruheimur þar
sem þeir ílendast og una sér eða líða
hóglega í faðm dauðans. í stað þess
að vera lækningastaður verður hælið
nýr gróðrarreitur sjúkdómsins jiar
sem dafna launhelg fræði við hans
hæfi.
Þetta umhverfi velur Thomas Mann
sér til að leggja hugmyndaheim hins
borgaralega þjóðfélags undir smá-
sjána, en hann er endurskin veruleik-
ans á „flatlendinu“, og þó að persón-
urnar sem fyrir koma séu flestar í
litlum tengslum við hann skín hann
alstaðar í gegn og verður jafnvel að
sumu leyti skýrari í hugleiðingum
þeirra vegna fjarlægðarinnar til hans.
Höfundur lætur birtast á sviðinu full-
trúa margskonar lífsskoðana, heim-
spekikenninga og þjóðfélagsstefna, en
etur þó tveim harðast saman, ítalan-
um Ludovico Settembrini og jesúíta-
gyðingnum Leo Naphta. Settembrini
er málsvari vísindalegrar framfara-
stefnu, mannvinur, trúir á skynsemina
og stendur lífsins megin, vill ekki að
menn láti undan fyrir sjúkdómnum.
Naplita er samnefnari flestra lífs-
fjandsamlegra afla, afturhalds og ein-
ræðis í þjóðfélagsmálum, siðfræði-
kenninga sem leggja gott og illt að
jöfnu, einskonar fyrirrennari nazism-
ans. Hans Castorp sér hann í draumi í
líki tveggja norna sem sitja við eld og
eru að slíta barn á milli sín og rífa
hold þess í sig. Styrkur hans er „köld
rökvísi“ en hugsana- og tilfinningalíf
hans gagnrotið, eftir því sem Settem-
brini lýsir honum. Hann er mannhat-
ari, setur andann yfir efnið, hvatirnar
yfir skynsemina, hneigður til alls kon-
ar dulfræði, lítur á sjúkdóminn sem
245