Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
inu frá Reykjavík. Þau hittast hjá prófastinum, og Una er steinhissa að sjá,
hvernig heiðardrengurinn hefur breytzt, verður næstum því feimin í návist
hans.
En prófasturinn heldur þrumuræðu á móti vesturferðum íslendinga. Hvað
verður úr þessum pilti „í miljónaþvögunni í Ameríku, þar sem hver tapar sjálf-
um sér og allir eru útlendíngar fyrir Guði“ (238):
Ameríka er búin að tappa nóg blóð af íslensku þjóðinni á öldinni sem leið, þó að þessi öld
haldi ekki áfram að sóa íslenskum mannslífum út í þann svartadauða. Það hefur hvílt og
mun altaf hvíla bölvun í öllum myndum og öll ill álög yfir vesturförunum íslensku í Amer-
íku, því þeir sem bregðast landi sínu og þjóð á erfiðisstundum þess, kalla yfir sig Guðs
reiði, og vafra um á yfirborði jarðarinnar útlægir og heimilislausir, bæði þessa heims og
annars. 239
Tuttugasti og fjórði kafli (bh. 240—248). — Guðmundur og Una verða
samferða upp eftir. Una stríðir drengnum með Evelyn, en hann segir henni
ýmislegt úr lífi sínu og reynslu sem heiðardrengur. M. a. segir hann henni frá
því, þegar hann var kominn á fremsta hlunn að fremja sjálfsmorð, en hætti því
við tilhugsunina um manneskju niðri í dalnum. En hvernig sem stúlkan biður
hann, fæst hann ómögulega til að segja, hver sú manneskja hafi verið ...
Tuttugasti og fimmti lcafli. (bh. 248—257). — Þau verða ferjuð yfir Jök-
ulsá. Það kemur í ljós, að hinn aldraði ferjumaður á marga náfrændur í
Ameríku, bræður, systur og systkinabörn. Guðmundur spyr hann, hversvegna
hann hafi ekki farið sjálfur:
— Ég sneri við á Fjarðarheiði fyrir fimtíu og þremur árum um vorið, þegar mér varð
litið um hæl til landsins, en skipið beið niðri á Seyðisfirði, sem átti að flytja mig og alla
mína f jölskyldu úr landi.
— Ut af hverju snerirðu við?
— 0, ekki veit ég nú það, sagði gamli maðurinn. En ætt mín hafði lifað hér á Austur-
landi í þúsund ár, bæði hallæri og góðæri, og ég hugsaði með mér, að ég ætti ekki meira
hjá Guði í Ameríku. Og það sveik mig heldur ekki að snúa aftur. 254
Ferjumanninum finnst frændur hans í Vesturheimi hafa hlotið ömurlegt
hlutskipti, allt fólk hans „orðið sjálfs síns vesalíngar í grúanum í Ameríku, og
ekkert orðið að manni“. Þeir frændurnir kváðu vera einna hreyknastir af ein-
um þeirra, er hafði efnazt „á að spekúlera í hveiti á kauphöllinni í Winnipeg“;
en ferjumaðurinn er lítið hrifinn af þessum frama hans: „ekki kvað hann vera
meiri garpur en svo, að máli foreldra sinna hefur hann týnt, og var þó faðir
308