Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 81
NÆTURLEIKIR Hvers vegna þurfti ég að skiljast við hann svona fljótt, hugsar Áki, ég hefði átt að fylgja honum alla leið að dyrunum, úr því að við vorum komnir þetta nærri hvort eð var. Hann stendur auðvitað niðri á götunni og er búinn að týna lyklinum og kemst ekki inn. Kannski verður hann reiður og fer í burtu og kemur ekki aftur fyrr en dyrnar verða opnaðar snemma í fyrramálið. Og ekki kann hann að blístra, annars mundi hann áreiðanlega flauta upp í gluggann til mín eða mömmu og biðja okkur að kasta til sín lyklinum. Áki læðist eins hljóðlega og hann getur fram úr brakandi legubekknum og rekur sig í myrkrinu á eldhúsborðið og verður stjarfur sem nár um allan líkamann við að stíga á kaldan gólfdúkinn, en móðir hans kjökrar hátt og reglulega líkt og maður sem andar í svefni, svo að hún hefur greinilega ekkert heyrt. Hann heldur áfram út að glugganum, ýtir dragtjaldinu hægt til hliðar og gægist út. Enginn er á ferli á götunni, en það logar á perunni ofan við úti- dyr hússins beint á móti. Það kviknar á henni um leið og stigaljósið er kveikt. Eins er um ljóskerið yfir útidyrunum hjá Áka. Eftir dálitla stund fer Áki að skjálfa og tifar aftur að sófanum. Til þess að reka sig ekki á dregur hann höndina eftir eldhúsborðinu og allt í einu snerta gómarnir eitthvað kalt og beitt. Hann þreifar fyrir sér stundarkorn með fingr- unum og grípur síðan um skaftið á búrhnífnum. Þegar hann skríður upp í heldur hann enn um knífinn. Hann leggur hann við hlið sér undir brekáninu og gerir sig ósýnilegan á ný. Aftur er hann staddur í sama herberginu og fyrr, hann stendur í gættinni og virðir fyrir sér mennina og konurnar sem hafa tekið föður hans til fanga. Honum er Ijóst að eigi faðir hans að sleppa úr klóm þeirra verður hann að leysa hann úr haldi á sama hátt og Víkingur frelsaði trúboðann, þegar mannæturnar voru búnar að binda hann við staur og ætluðu að fara að steikja hann. Áki læðist að borðinu, lyftir ósýnilega hnífnum og leggur honum í bak feita durgnum er situr við hlið föður hans. Nubburinn lyppast niður dauður og Áki heldur áfram umhverfis borðið og hvert af öðru leka þau niður af stólunum án þess að vita eiginlega hvað hefur gerzt. Þegar faðir hans er laus úr umsátri leiðir Áki hann við hönd sér niður öll þrepin, og þar eð engir bílar eru á ferli ganga þeir löturhægt niður tröppurnar og reika síðan yfir götuna og stíga upp í sporvagn. Áki sér svo um að faðir hans fái sæti í vagninum og vonar að miða- salinn taki ekki eftir því að hann er drukkinn og vonar einnig að pabbi hans segi nú ekkert móðgandi við miðasalann né reki upp tröllshlátur að tilefnis- lausu eins og honum er gjarnt. Söngur sporvagnsins í beygju langt í burtu ryðst harkalega inn í eldhúsið 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.